Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 732 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvar eru öll tunglsýnin geymd?

Sex Apollo-geimför lentu á tunglinu milli 1969 og 1972 og samanlagt söfnuðu geimfararnir 382 kg af tunglgrjóti, jarðvegi og öðrum sýnum af tunglinu. Sýni voru tekin á sex mismunandi rannsóknarsvæðum. Þar að auki sneru þrjú ómönnuð sovésk geimför til jarðar með um 300 grömm af sýnum frá þremur stöðum á tunglinu. ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hversu mörg kjarnorkuvopn hafa verið búin til?

Upphafleg spurning hljóðaði svona: Hversu margar kjarnorkusprengjur hafa verið búnar til? Ómögulegt er að gefa upp nákvæma tölu yfir þær kjarnorkusprengjur sem búnar hafa verið til. Töluverð leyndarhyggja hefur ríkt um kjarnorkubirgðir ríkja en þó hafa Bandaríkin, Rússland, Bretland og Frakkland, að hluta til ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Magnús Garðarsson rannsakað?

Sigurður Magnús Garðarsson er prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans. Sérsvið Sigurðar Magnúsar er umhverfisverkfræði með áherslu á straumfræði og vatnafræði og hefur hann rannsakað hegðun vökva og loftstreymis, áhrif á flutning efn...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Jónína Vala Kristinsdóttir stundað?

Jónína Vala Kristinsdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að stærðfræðinámi- og kennslu í skóla án aðgreiningar, einkum að þróun stærðfræðikennara í starfi og einnig starfstengdri sjálfsrýni í kennaramenntun. Doktorsritgerð Jónínu fjallar um samvinnurannsókn hennar með be...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um aldur grænlandshákarlsins, gæti hann orðið 400 ára?

Grænlandshákarl (Somniosus microcephalus) er kunnasta hákarlategundin sem finnst hér við land og gengur einfaldlega undir heitinu hákarl á íslensku. Tilveran gengur hægt fyrir sig hjá grænlandshákarlinum. Hann vex afar hægt eða að jafnaði um 1 cm á ári. Stærstu dýrin verða rúmlega fimm metrar á lengd og því má ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til ætir sniglar á Íslandi?

Flestir landsniglar eru ætir ef þeir eru meðhöndlaðir og matreiddir á réttan hátt en þó er gott að kynna sér slíkt áður en þeirra er neytt. Það þarf þó alls ekki að fara saman að það sem er óhætt að borða sé jafnframt gott til matar. Samkvæmt matreiðslumönnum og öðrum sem hafa skoðað þetta ýtarlega, þá eru sniglar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað getið þið sagt mér um nýyrðið áhrifavaldur?

Orðið áhrifavaldur er ekki nýtt orð í íslensku. Elsta dæmið um orðið úr blöðum og tímaritum á stafræna safninu Tímarit.is er frá árinu 1930 og fjölgar dæmum eftir því sem líður á 20. öldina. Orðið merkir ‘sá eða það sem hefur áhrif’: Kjartan varð áhrifavaldur í lífi Péturs.Upplýsingamiðlun er veigamikill áhri...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta tæki sem framleiða hátíðnihljóð fælt flugur eins og lúsmý?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Ég tek eftir því að fyrirtæki eru að auglýsa tæki sem framkalla hátíðnihljóð sem eiga að fæla m.a. lúsmý frá mannabústöðum. Er vísindalega sannað að slíkt virki? Stutta svarið við spurningunni er nei. Lúsmý, moskítóflugur og aðrar mýflugur (Diptera: Nematocera...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eignast hvítabirnir marga húna?

Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru á hvítabjörnum (Ursus maritimus) í Norður-Ameríku á seinni hluta síðustu aldar var gotstærðin að meðaltali 1,58 – 1,82 húnar í goti. Langalgengast er að birna gjóti tveimur húnum, stundum er húnninn einn en sjaldan eru þeir þrír þótt dæmi séu um slíkt. Birnur verða kynþroska...

category-iconHeimspeki

Mega stjórnvöld skerða frelsi borgaranna vegna farsóttar?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er kveðið á um ýmsar gerðir frelsis sem þegnar landsins skuli hafa, eins og ferðafrelsi og atvinnufrelsi. Þó er tekið fram að þetta frelsi geti takmarkast af lögum. Þegar þetta er skrifað hafa þessi form frelsis verið skert með ýmsum hætti vegna heimsfaraldurs veirusjúkdómsins C...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta dýr eins og maurar stundað ræktun?

Landbúnaður er undirstaða samfélags manna og velmegunar. Við mennirnir hagnýtum margar tegundir plantna og dýra til fæðuframleiðslu. En aðrar tegundir dýra geta líka stundað ræktun og eru maurar líklega þekktasta dæmið. Flestar tegundir maura eru rándýr, og talið er að fyrstu maurarnir hafi stundað ránlífi. Maurar...

category-iconEfnafræði

Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni?

Upprunalegu spurningarnar voru þessar: Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni? Ef svo er, hver er þá uppruni þeirra? Stutta svarið við fyrri spurningunni er einfaldlega já. Nánari skýringar og svör við báðum spurningunum fylgja hér á eftir. Enn frekari skýringar er að finna í meðfylgjandi heimi...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Surtseyjar?

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Vísindamönnum varð snemma ljóst að myndun eyjunnar gaf ekki aðeins einstakt tækifæri til að rannsaka virka jarðfræðilega ferla heldur einnig landnám lífríkis á nýju landi. Grannt hefur verið fylgst með landnámi tegunda all...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er lengsta lag í heimi langt? (Þá meina ég í nútímatónlist, ekki sinfóníur.)

Efalaust verður verk bandaríska tónskáldsins Johns Cage Organ2/ASLSP (skammstöfunin á að standa fyrir 'as slow as possible', eða eins hægt og mögulegt er) einhvern tíma lengsta tónverk sögunnar. Flutningur verksins hófst 5. september 2001 í bænum Halberstadt í Þýskalandi og verkinu á að ljúka 639 árum síðar. ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða tilgangi gegnir harði diskurinn?

Harði diskur tölvunnar er gagnageymsla sem tilheyrir ytra minni hennar. Ytra minni hefur þann tilgang að geyma gögn, hvort sem það eru forrit eða aðrar skrár, og varðveita þau eftir að slökkt hefur verið a tölvunni. Jafnframt er harði diskurinn notaður sem vinnsluminni þegar innra minni tölvunnar er ekki nægilegt....

Fleiri niðurstöður