Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eignast hvítabirnir marga húna?

Jón Már Halldórsson

Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru á hvítabjörnum (Ursus maritimus) í Norður-Ameríku á seinni hluta síðustu aldar var gotstærðin að meðaltali 1,58 – 1,82 húnar í goti. Langalgengast er að birna gjóti tveimur húnum, stundum er húnninn einn en sjaldan eru þeir þrír þótt dæmi séu um slíkt.

Birnur verða kynþroska og geta átt húna frá um fimm ára aldri. Rannsóknir hafa sýnt að birnur gjóta allt að fimm sinnum á lífstíma sínum, gjarnan þriðja hvert ár. Miðað við meðalgotstærð eiga þær birnur sem ná fimm gotum því 7-9 húna yfir ævina. Hins vegar er alls ekki víst að allir húnarnir komist á legg.

Langalgengast er að húnar hvítabjarna séu tveir í goti.

Rannsóknir hin síðari ár benda til þess að gotstærð hvítabjarna fari minnkandi og er talið líklegt að það tengist hlýnandi veðurfari og minna fæðuframboði í kjölfarið. Hækkandi hiti og bráðnun hafíss á norðurhjaranum hefur stytt þann tíma sem hvítabirnir hafa á ísnum yfir sumarið og þurfa þeir því að verja lengri tíma á landi þar sem aðgengi að fæðu er ekki jafn gott og á ísnum. Það er mjög mikilvægt fyrir birnur að safna góðum fituforða fyrir veturinn til að lifa af þá mánuði sem þær liggja matarlausar í híði til að ljúka meðgöngu og hafa húnana á spena fram til vors. Talið er sennilegt að ef fæðuframboð er ekki nægilegt geti það haft áhrif á gotstærðina.

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.4.2021

Síðast uppfært

11.8.2022

Spyrjandi

Ari

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eignast hvítabirnir marga húna?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2021, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81615.

Jón Már Halldórsson. (2021, 29. apríl). Hvað eignast hvítabirnir marga húna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81615

Jón Már Halldórsson. „Hvað eignast hvítabirnir marga húna?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2021. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81615>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eignast hvítabirnir marga húna?
Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru á hvítabjörnum (Ursus maritimus) í Norður-Ameríku á seinni hluta síðustu aldar var gotstærðin að meðaltali 1,58 – 1,82 húnar í goti. Langalgengast er að birna gjóti tveimur húnum, stundum er húnninn einn en sjaldan eru þeir þrír þótt dæmi séu um slíkt.

Birnur verða kynþroska og geta átt húna frá um fimm ára aldri. Rannsóknir hafa sýnt að birnur gjóta allt að fimm sinnum á lífstíma sínum, gjarnan þriðja hvert ár. Miðað við meðalgotstærð eiga þær birnur sem ná fimm gotum því 7-9 húna yfir ævina. Hins vegar er alls ekki víst að allir húnarnir komist á legg.

Langalgengast er að húnar hvítabjarna séu tveir í goti.

Rannsóknir hin síðari ár benda til þess að gotstærð hvítabjarna fari minnkandi og er talið líklegt að það tengist hlýnandi veðurfari og minna fæðuframboði í kjölfarið. Hækkandi hiti og bráðnun hafíss á norðurhjaranum hefur stytt þann tíma sem hvítabirnir hafa á ísnum yfir sumarið og þurfa þeir því að verja lengri tíma á landi þar sem aðgengi að fæðu er ekki jafn gott og á ísnum. Það er mjög mikilvægt fyrir birnur að safna góðum fituforða fyrir veturinn til að lifa af þá mánuði sem þær liggja matarlausar í híði til að ljúka meðgöngu og hafa húnana á spena fram til vors. Talið er sennilegt að ef fæðuframboð er ekki nægilegt geti það haft áhrif á gotstærðina.

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:

...