Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er lengsta lag í heimi langt? (Þá meina ég í nútímatónlist, ekki sinfóníur.)

Jón Gunnar Þorsteinsson

Efalaust verður verk bandaríska tónskáldsins Johns Cage Organ2/ASLSP (skammstöfunin á að standa fyrir 'as slow as possible', eða eins hægt og mögulegt er) einhvern tíma lengsta tónverk sögunnar. Flutningur verksins hófst 5. september 2001 í bænum Halberstadt í Þýskalandi og verkinu á að ljúka 639 árum síðar.

Þegar flutningur ASLSP hófst mættu rúmlega þrjú hundruð áheyrendur til að fylgjast með organistanum blása lofti í belgi orgelsins. Snemma í janúar árið 2003 voru fyrstu þrjár nóturnar leiknar og 5. júlí 2004 er hægt að hlýða á tvær nótur. Á þennan hátt verður allt verkið flutt hægt og sígandi fram til ársins 2640. Áhugsömum skal bent á að árið 2319 verður, eins og tíðkast á tónleikum, gert stutt hlé á flutningi verksins.

Verkið ASLSP var fyrst samið fyrir píanó árið 1992 og átti þá að taka 20 mínútur í flutningi en John Cage Organ Foundation ákvað árið 2001 að leika verkið á 639 árum til að minnast þess að þá voru jafnmörg ár liðin frá smíði fyrsta orgelsins í Þýskalandi. Hugsanlega hafa kunn orð tónskáldsins um leiðindi og skemmtun verið höfð í huga þegar lengd verksins var ákveðin:
Ef eitthvað er leiðinlegt eftir tvær mínútur, reynið það þá í fjórar. Ef það er enn til ama, reynið þá í átta. Svo sextán og síðan þrjátíu og tvær. Að lokum verða leiðindin að hinni mestu skemmtun.
John Cage er einnig þekktur fyrir annað verk sem hann samdi árið 1952. Það nefnist 4'33'' og er einfaldlega þögn í fjórar mínútur og 33 sekúndur. Það var frumflutt í Woodstock í New York 29. ágúst 1952 af píanistanum David Tudor. Cage taldi 4'33'' vera sitt merkasta verk og hann sagðist hlusta á það á hverjum degi.

John Cage fæddist árið 1912 og lést 1992. Fyrir utan að vera eitt af kunnustu framúrstefnutónskáldum 20. aldarinnar var hann einnig ástríðufullur sveppasafnari.

Á síðunni John Cage í Halberstadt er hægt að fylgjast nákvæmlega með hvenær flutningi Organ2/ASLSP mun ljúka.

Heimildir

Myndin af John Cage er fengin af vefsetri ljósmyndarans Marcello Mencarini

Á Vísindavefnum er hægt að lesa um langar kvikmyndir í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða listamaður gerði árið 1963 kvikmynd sem sýnir nakinn mann sofa í sex klukkustundir?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.3.2002

Spyrjandi

Guðmundur Árnason, f. 1984

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er lengsta lag í heimi langt? (Þá meina ég í nútímatónlist, ekki sinfóníur.).“ Vísindavefurinn, 25. mars 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2234.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2002, 25. mars). Hvað er lengsta lag í heimi langt? (Þá meina ég í nútímatónlist, ekki sinfóníur.). Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2234

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er lengsta lag í heimi langt? (Þá meina ég í nútímatónlist, ekki sinfóníur.).“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2234>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er lengsta lag í heimi langt? (Þá meina ég í nútímatónlist, ekki sinfóníur.)

Efalaust verður verk bandaríska tónskáldsins Johns Cage Organ2/ASLSP (skammstöfunin á að standa fyrir 'as slow as possible', eða eins hægt og mögulegt er) einhvern tíma lengsta tónverk sögunnar. Flutningur verksins hófst 5. september 2001 í bænum Halberstadt í Þýskalandi og verkinu á að ljúka 639 árum síðar.

Þegar flutningur ASLSP hófst mættu rúmlega þrjú hundruð áheyrendur til að fylgjast með organistanum blása lofti í belgi orgelsins. Snemma í janúar árið 2003 voru fyrstu þrjár nóturnar leiknar og 5. júlí 2004 er hægt að hlýða á tvær nótur. Á þennan hátt verður allt verkið flutt hægt og sígandi fram til ársins 2640. Áhugsömum skal bent á að árið 2319 verður, eins og tíðkast á tónleikum, gert stutt hlé á flutningi verksins.

Verkið ASLSP var fyrst samið fyrir píanó árið 1992 og átti þá að taka 20 mínútur í flutningi en John Cage Organ Foundation ákvað árið 2001 að leika verkið á 639 árum til að minnast þess að þá voru jafnmörg ár liðin frá smíði fyrsta orgelsins í Þýskalandi. Hugsanlega hafa kunn orð tónskáldsins um leiðindi og skemmtun verið höfð í huga þegar lengd verksins var ákveðin:
Ef eitthvað er leiðinlegt eftir tvær mínútur, reynið það þá í fjórar. Ef það er enn til ama, reynið þá í átta. Svo sextán og síðan þrjátíu og tvær. Að lokum verða leiðindin að hinni mestu skemmtun.
John Cage er einnig þekktur fyrir annað verk sem hann samdi árið 1952. Það nefnist 4'33'' og er einfaldlega þögn í fjórar mínútur og 33 sekúndur. Það var frumflutt í Woodstock í New York 29. ágúst 1952 af píanistanum David Tudor. Cage taldi 4'33'' vera sitt merkasta verk og hann sagðist hlusta á það á hverjum degi.

John Cage fæddist árið 1912 og lést 1992. Fyrir utan að vera eitt af kunnustu framúrstefnutónskáldum 20. aldarinnar var hann einnig ástríðufullur sveppasafnari.

Á síðunni John Cage í Halberstadt er hægt að fylgjast nákvæmlega með hvenær flutningi Organ2/ASLSP mun ljúka.

Heimildir

Myndin af John Cage er fengin af vefsetri ljósmyndarans Marcello Mencarini

Á Vísindavefnum er hægt að lesa um langar kvikmyndir í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða listamaður gerði árið 1963 kvikmynd sem sýnir nakinn mann sofa í sex klukkustundir?...