Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvar er hægt að finna heimildir um uppruna og merkingu mannanafna?
Vísindavefnum berast reglulega spurningar um merkingu mannanafna, uppruna þeirra og stundum hvernig eigi að beygja nöfnin. Við höfum svarað einstaka spurningum um þetta efni, til dæmis eru til svör við spurningunum:Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?Getur nafnið Vatnar verið fyrir bæði kynin, og hvað þý...
Hvað er óháður saksóknari? Af hverju hefur hann svona mikil völd?
Í stuttu máli má segja að í íslensku lagaumhverfi fyrirfinnist ekkert sem kallast gæti óháður saksóknari. Hins vegar er að finna í lögum um meðferð opinberra mála nr. 19 frá árinu 1991 ákvæði um sérstakan saksóknara. Dómsmálaráðherra skipar ríkissaksóknara í hverju umdæmi fyrir sig og sér hann um rekstur og ákæ...
Geta flóðhestar lifað á Íslandi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Geta flóðhestar lifað á Íslandi? Ef svo er, er þá hægt að eiga þá svona eins og gæludýr? Sjálfsagt er hægt að halda flóðhest hér á landi við manngerðar aðstæður innandyra og hluta úr ári utandyra. Flóðhestar virðast að minnsta kosti þrífast ágætlega í dýragörðum víða um heim ...
Hvenær gaus Hofsjökull síðast?
Í stuttu máli sagt þá er ekki vitað hvenær Hofsjökull gaus síðast enda gossaga hans lítið þekkt. Hofsjökull er meðal tilkomumestu megineldstöðva landsins þar sem hann rís um 1800 metra hár og bungubreiður upp af miðhálendinu. Hann er nálægt því að vera kringlóttur, 35-40 kílómetrar að þvermáli, eftir því hvar m...
Er jörðin flöt?
Í fyrstu vakti þessi spurning mikla kátínu á skrifstofu Vísindavefsins, því allir starfsmenn vefsins vissu auðvitað svarið við henni. Hvert nákvæmt form jarðarinnar er hefur verið almenn vitneskja meðal allra mannsbarna í fleiri hundruð ár. Því miður varði kátína okkar ekki lengi, heldur umpólaðist hún fljótt og u...
Ef p og q eru frumtölur og r = pq, eru þá p og q einu tölurnar sem ganga upp í r (fyrir utan 1 og r)?
Svarið er já. Ef náttúrleg tala r er þáttuð (skrifuð sem margfeldi) og vitað er að tiltekin frumtala s gengur upp í henni, þá gildir almennt að s gengur upp í einhverjum þættinum. Ef frumtalan s gengur upp í r í þessu dæmi vitum við samkvæmt þessu að hún gengur annaðhvort upp í p eða q. Þar sem þær eru báðar frumt...
Hvað er "samsviðskenningin" og hvað gengur hún nákvæmlega út á?
Alsameinaðar sviðskenningar (e. grand unified theories, GUT) ganga út á að sameina þrjár af fjórum víxlverkunum í náttúrunni í eina kenningu. Þær eru veika og sterka víxlverkunin auk rafsegulvíxlverkunarinnar. Snemma á nítjándu öld var talið að rafmagn og segulmagn væru ótengd fyrirbæri; annað hefði eit...
Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum?
Að vera kona er að ganga í of litlum skóm. Að vera femínisti er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra um að það eru ekki fæturnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir" (Píkutorfan, bls. 90).Ekkert einhlítt svar er til við því hvað femínismi er en þessi einfalda skilgreining ungrar stúlku í Píkut...
Hvernig virka hinir svokölluðu Lagrange-kyrrstöðupunktar í sólkerfinu?
Lagrange-punktarnir eru nefndir eftir stærðfræðingnum Joseph Louis Lagrange (1736-1813) sem gaf út rit um þá árið 1772. Lagrange-punktarnir verða til út frá þyngdarkrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, til dæmis sól og reikistjarna. Til þess að útskýra kyrrstöðupunktana þarf fyrst að minnast á ...
Hvers vegna verður oft hvasst við fjöll?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju verður svona hvasst undir fjöllum t.d undir Hafnarfjalli? Það er rétt að í óveðrum verður oftast hvassast við fjöll. Segja má að ástæðan sé tvíþætt. Ef um er að ræða vind sem blæs samsíða fjallshlíð má skýra hröðunina með þrengingu á farvegi loftsins. Það á s...
Hvað er háfjallaveiki?
Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð (oftast yfir 2.400 metra), einkum þá sem búa að öllu jöfnu við sjávarmál. Í þessum hópi eru meðal annars fjallgöngumenn, aðrir göngugarpar og skíðamenn. Orsakir og einkenni Orsakir háfjallaveiki eru minni loftþrýstingur og lítill...
Hvers vegna má ekki taka upp nýtt ættarnafn á Íslandi?
Til þess að svara þessari spurningu verður að horfa allmarga áratugi aftur í tímann. Rétt er byrja á því að staldra við árið 1925 þegar samþykkt voru lög á Alþingi sem meinuðu fólki að taka upp ný ættarnöfn. Segja má að þetta ákvæði sé að vissu leyti enn í gildi. Í stuttu máli sagt þá má halda því fram að lagasetn...
Hver er fæða mörgæsa?
Rannsóknir á mörgæsum sem lifa við strendur Ástralíu og Nýja-Sjálands, benda til þess að helsta fæða þeirra sé fiskur, krabbar og smokkfiskar. Líffræðingar sem hafa stundað vistfræðirannsóknir á mörgæsum á Phillipseyju við Ástralíu, hafa séð miklar breytingar á fæðuvali mörgæsanna sem þar lifa. Fyrir 30 árum voru ...
Hvar á líkama slöngu koma eggin út?
Myndin hér að ofan sýnir skipan helstu líffæra kóbraslöngu. Myndin er af karlkyns slöngu, en líffæraskipan kvenkynsins er nánast sú sama. Aftast á dýrinu er gotraufin (e. cloaca). Hún er sameiginlegur þarfagangur fyrir úrgang og egg eða sæði. Gotraufin er aftarlega á dýrinu; liggur kviðlægt á líkama slöngunnar...
Af hverju fáum við hlaupasting ef við hlaupum mikið?
Hlaupastingur er eitt af þeim fyrirbærum sem fræðimenn hafa ekki náð að skilja eða skýra til fullnustu. Flestir virðast þó sammála því að þindin leiki þar stórt hlutverk. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um hvað veldur hlaupasting. Ein þeirra hefur með öndun að gera. Þegar við öndum að okkur þrýstist þindi...