Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fáum við hlaupasting ef við hlaupum mikið?

EDS

Hlaupastingur er eitt af þeim fyrirbærum sem fræðimenn hafa ekki náð að skilja eða skýra til fullnustu. Flestir virðast þó sammála því að þindin leiki þar stórt hlutverk.

Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um hvað veldur hlaupasting. Ein þeirra hefur með öndun að gera. Þegar við öndum að okkur þrýstist þindin (ásamt fleiri vöðvum) niður en færist upp aftur þegar við öndum frá okkur. Hlaupastingur finnst venjulega við áreynslu þegar andað er hratt í nokkuð langan tíma og hefur verið bent á að þessi hraða hreyfing þindarinnar (og tengdra vöðva og tengivefs) upp og niður geti á endanum leitt til krampa í þindinni eða á því svæði og það sé verkurinn sem við finnum.

Önnur kenningin snýr að blóðflæði og er á þá leið að við áreynslu, eins og hlaup, verði blóðflæði frá þindinni til vöðva í útlimum og maga og það valdi krampa í þindinni.

Sú kenning sem virðist þó eiga mestu fylgi að fagna er sú að hlaupastingur stafi af þeim rykkjum og skrykkjum sem koma á tengivefinn og þindina við hlaup þegar líffæri eins og magi og lifur ganga upp og niður í takti við hreyfinguna.

Nánar er fjallað um hlaupastig í svari við spurningunni Hvað er hlaupastingur og hvernig er hægt að losna við hann?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2008

Spyrjandi

Hlíf Sverrisdóttir

Tilvísun

EDS. „Af hverju fáum við hlaupasting ef við hlaupum mikið?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7154.

EDS. (2008, 4. mars). Af hverju fáum við hlaupasting ef við hlaupum mikið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7154

EDS. „Af hverju fáum við hlaupasting ef við hlaupum mikið?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7154>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fáum við hlaupasting ef við hlaupum mikið?
Hlaupastingur er eitt af þeim fyrirbærum sem fræðimenn hafa ekki náð að skilja eða skýra til fullnustu. Flestir virðast þó sammála því að þindin leiki þar stórt hlutverk.

Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um hvað veldur hlaupasting. Ein þeirra hefur með öndun að gera. Þegar við öndum að okkur þrýstist þindin (ásamt fleiri vöðvum) niður en færist upp aftur þegar við öndum frá okkur. Hlaupastingur finnst venjulega við áreynslu þegar andað er hratt í nokkuð langan tíma og hefur verið bent á að þessi hraða hreyfing þindarinnar (og tengdra vöðva og tengivefs) upp og niður geti á endanum leitt til krampa í þindinni eða á því svæði og það sé verkurinn sem við finnum.

Önnur kenningin snýr að blóðflæði og er á þá leið að við áreynslu, eins og hlaup, verði blóðflæði frá þindinni til vöðva í útlimum og maga og það valdi krampa í þindinni.

Sú kenning sem virðist þó eiga mestu fylgi að fagna er sú að hlaupastingur stafi af þeim rykkjum og skrykkjum sem koma á tengivefinn og þindina við hlaup þegar líffæri eins og magi og lifur ganga upp og niður í takti við hreyfinguna.

Nánar er fjallað um hlaupastig í svari við spurningunni Hvað er hlaupastingur og hvernig er hægt að losna við hann?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....