Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Eru til einhver ráð til þess að sofa betur?

Svefnþörf og svefntími er einstaklingsbundinn. Sumir eru endurnærðir eftir 6 tíma svefn, en öðrum nægir ekki minna en 9 tímar. Þá eru sumir nátthrafnar, en aðrir morgunhanar. Svefntruflanir eru algeng ástæða þess að fólk leitar læknis og er talið að um fimmtungur íbúa á Vesturlöndum glími við truflaðan svefn e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er XML?

Skammstöfunin XML stendur fyrir ‘eXtensible Markup Language’ sem er sveigjanlegur staðall til að lýsa gögnum. Staðallinn samanstendur af örfáum reglum varðandi uppbyggingu skjala með aðstoð merkja (til dæmis <þetta_er_merki>), og er sveigjanlegur þar sem notandinn getur á einfaldan hátt búið til sínar eigin ...

category-iconSálfræði

Hvað gerir taugasálfræðingur og hver er munurinn á honum og taugalækni?

Bæði taugalæknar og taugasálfræðingar eru löggildir sérfræðingar sem starfa gjarnan innan heilbrigðiskerfisins eða á akademískum rannsóknarstofnunum. Taugalæknar vinna þó oftar en taugasálfræðingar á eigin vegum. Taugasálfræðingar og taugalæknar hafa þjálfun í að greina og meðhöndla margs konar heila- og taugasjúk...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað ræður kyni barns?

Í stuttu máli má segja að kyn barns ráðist af því hvort Y-kynlitningur er í okfrumunni sem fóstrið þroskast af eða ekki. Þar sem Y-kynlitningar eru bara í körlum er það faðirinn eða öllu heldur sáðfruma hans sem ákvarðar kyn barns. Skoðum þetta aðeins nánar. Upphaf nýs einstaklings er þegar tvær frumur, eggfrum...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey?

Áður en spurningunni er svarað beint er vert að huga aðeins að orðanotkun. Orðasamböndin 'hrein mey' og 'hreinn sveinn' hafa löngum verið notuð um einstaklinga sem eru orðnir kynþroska en hafa ekki haft samfarir. Þessi orðanotkun hefur sætt gagnrýni enda felst í henni að kynlíf sé eitthvað óhreint og skítugt. Með ...

category-iconEfnafræði

Er hægt að útskýra á einfaldan hátt hvernig koltvíoxíði er breytt í stein?

Í stuttu máli er það gert með því að fanga koltvíoxíð (CO2 - einnig nefnt koltvíildi á íslensku) úr útblæstri og binda í steindir í bergi á umhverfisvænan og arðbæran hátt. Gríðarlegt magn af kolefni er bundið í grjóti í náttúrunni. Á undanförnum árum hefur íslenskum vísindamönnum tekist að beisla þetta náttúruleg...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að deyja úr hræðslu?

Í stuttu máli er svarið; já það er hægt að deyja úr hræðslu. Hræðsla er eðlileg tilfinning og lýsir sér í líffræðilegum viðbrögðum við ytri aðstæðum. Eiríkur Örn Arnarson segir í svari sínu við spurningunni Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?Hræðsla er sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum, einstaklingi eð...

category-iconLögfræði

Ef farþegi í bílnum mínum væri að deyja, mundi ég þá brjóta lög ef ég keyrði yfir hámarkshraða til að bjarga lífi hans?

Í íslenskum rétti eru reglur um svokallaðan neyðarrétt sem geta mögulega leitt til þess að hraðakstur, í því skyni að bjarga lífi manneskju, væri talinn lögmætur og ekki varða refsingu. Í neyðarrétti felst í stuttu máli að það er viðurkennt að í ákveðnum tilvikum geti verið nauðsynlegt að fórna minni hagsmunum fyr...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?

Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta ób...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru sefítar?

Sefítar eru svonefndar sveiflustjörnur sem sveiflast milli birtustiga með ákveðnum sveiflutíma. Slíkar stjörnur þekkjast á því að þær auka birtu sína fljótt og dofna síðan hægt og rólega aftur. Sefítar heita svo eftir d Cephei (delta í Sefeusi) sem var fyrsta stjarnan sem uppgötvaðist af þessari gerð, árið 1784. S...

category-iconJarðvísindi

Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri? Ég sé mismunandi hæðartölur. Breyttist hæðin eitthvað við gosið? Mörg atriði geta haft áhrif þegar hæð lands er mæld. Þar má nefna mismunandi mæliaðferðir og mismunandi skilgreining á 0-punkti. Með nútíma mæliaðferðum er...

category-iconMálvísindi: almennt

Fyrir hvaða orð standa skammstafanirnar a.m. og p.m.?

Skammstöfunin a.m. er stytting á latnesku orðunum ante meridiem, 'fyrir hádegi'. Orðið meridiem er þolfall sem stjórnast af forsetningunni ante og var upphaflega í latínu medi diem. Orðið medi er staðarfall af medius, 'miður' og medius dies (nefnifall) er þá 'miður dagur', það er að segja hádegi. Á sama hátt er p....

category-iconEfnafræði

Getið þið gefið mér upp efnaformúluna fyrir glervatn?

Með "glervatni" er væntanlega átt við það sama og kallað hefur verið "Wasserglas" á þýsku. Engin ein efnaformúla er til fyrir glervatn, en um er að ræða vatnsleysanleg natríum- og/eða kalíumsiliköt eða megnar vatnslausnir þeirra. Framleiðslan fer fram með því að bræða saman SiO2, til dæmis kvartssand, og natríumka...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig voru logratöflur búnar til fyrir daga tölvunnar?

Bæði í verkum síðmiðalda og í verkum Arkímedesar (287 – 212 f. Kr.) má sjá þess merki að menn hafa tekið eftir því að samlagning veldisvísa tiltekinnar tölu, til dæmis 2, samsvarar margföldun talnanna. Dæmi um það gæti til dæmis verið 25·27 = 32·128 = 4096, en einnig mætti reikna 25·27 = 25+7 = 212 = 4096. Margfö...

category-iconHugvísindi

Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?

Einhyrningar eða Unicornus eru þjóðtrúardýr, það er að segja dýr sem finnast í þjóðtrú víða um heim en eru ekki til í veruleikanum eins og við skiljum hann yfirleitt. Einhyrningar líkjast oft venjulegum hvítum hestum en hafa eitt langt snúið horn fram úr enninu. Til eru margar ólíkar sagnir um einhyrninga en ein f...

Fleiri niðurstöður