Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 505 svör fundust
Hvernig nýtast persónulegar dagbækur við rannsóknir og fræðistörf?
Hafa persónulegar dagbækur verið nýttar í rannsóknum á Íslandi í öðrum fræðigreinum en sagnfræði? Já, dagbækur hafa verið notaðar sem heimildir í margvíslegum rannsóknum innan ólíkra fræðigreina og nýtast þar vel. Þær hafa meðal annars verið notaðar til rannsókna á veðurfarssögu, bæði í landafræði og veðurfræði...
Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni?
Áður en komið er að nafngiftinni er ekki úr vegi að gera grein fyrir eðli krabbameina. Krabbamein eru margvísleg að uppruna, en að mörgu leyti sambærileg hvað hegðun varðar. Þau mynda flokk alvarlegra sjúkdóma sem yfirleitt eru lífshættulegir ef viðeigandi meðferð er ekki beitt. Krabbamein einkennast flest af f...
Hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti?
Nokkur munur er á málsháttum og orðatiltækjum. Málsháttur er vanalega fullmótuð setning sem felur í sér einhverja fullyrðingu eða jafnvel lífspeki eins og víða má finna í hinu forna kvæði Hávamálum. Þaðan eru til dæmis málshættirnir maður er manns gaman, halur er heima hver, þjóð veit ef þrír eru og margur verður ...
Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla?
Flökurleiki eða ógleði er óróleika- og óþægindatilfinning í maga. Þolanda finnst að hann muni kasta upp, þó svo að það gerist ekki alltaf. Flökurleiki einkennir margs konar ástand, allt frá ferðaveiki (bílveiki, sjóveiki, flugveiki) til morgunógleði kvenna á fyrstu mánuðum meðgöngu. Hann getur einnig stafað af ...
Hver er glæpatíðni á Íslandi og hvernig hefur hún breyst?
Áður en hægt er að svara spurningunni þarf að skilgreina hugtakið glæpatíðni. Í daglegu tali er jafnan talað um afbrot þegar átt er við hegðun sem bönnuð er samkvæmt lögum. Hins vegar má skilja sem svo að glæpur vísi sérstaklega til alvarlegra afbrota og nái því til dæmis ekki yfir það að aka án þess að hafa ökus...
Hver er eðlilegur líkamshiti manns?
Eðlilegur líkamshiti, og þar af leiðandi sótthiti, er nokkuð einstaklingsbundinn hjá börnum og fullorðnum. Fyrir rúmum 120 árum gerði þýskur vísindamaður að nafni Carl Reinhold August Wunderlich (1815-1877) rannsókn á líkamshita manna og komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegur líkamshiti væri 37 °C. Þetta er þó ek...
Hver eiga hlutföll fitu, kolvetnis og prótíns að vera í ráðlögðum dagskammti matar?
Til að fá sem flest næringarefni og sem hagstæðasta orku fyrir líkamann þarf mataræðið fyrst og fremst að vera fjölbreytt. Orkuefni líkamans eru fita, kolvetni og prótín og er orkan mæld í einingunum kJ (kílójúl) eða kcal (kílókaloríur eða hitaeiningar). Orkuþörf einstaklinga er háð aldri, kyni, stærð og þeirr...
Hvað eru babúskur og hvenær urðu þær til?
Babúskur eru rússneskar dúkkur eða tréfígúrur í mismunandi stærðum sem raðast saman hver inn í aðra. Þær eru málaðar, venjulega sem konur í skrautlegum klæðum en einnig eru til aðrar útfærslur svo sem fjölskylda, ævintýrapersónur eða stjórnmálamenn. Einnig geta þær verið skreyttar til dæmis með kúlum eða gleri. ...
Er íslenska notuð í geimnum?
Já, íslenska er notuð í geimnum! Ekki þó í þeim skilningi að þar tali menn almennt íslensku heldur eru til nokkrir staðir í sólkerfinu sem bera íslensk heiti. Frá árinu 1919 hefur það verið í verkahring nafnanefndar Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) að nefna fyrirbæri á hnöttum s...
Er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mat eða einhverjum æfingum?
Já, í stuttu máli sagt, er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mataræði og æfingum. Testósterón er helsta karlkynhormónið og er myndað í millifrumum eistnanna. Það stuðlar að myndun sáðfrumna og karlkyneinkenna, kynhvöt og aukningu vöðva- og beinmassa. Það getur einnig haft góð áhrif á ýmsa andlega...
Hver var Elísabeta Hevelius og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?
Elisabeth Catherina Koopmann Hevelius (1647-1693) var þýsk-pólskur stjörnufræðingur og önnur eiginkona stjörnufræðingsins fræga Jóhannesar Heveliusar (1611-1687). Hún hefur stundum verið kölluð fyrsti kvenkyns stjörnufræðingurinn en hvort sem svo er eða ekki þá birtist hún að minnsta kosti fyrst kvenna á mynd við ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Unnur Anna Valdimarsdóttir rannsakað?
Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Unnar snúa fyrst og fremst að áföllum og þungbærri lífsreynslu og áhrifum þessara þátta á uppkomu og þróun langvinnra sjúkdóma eins og geðraskana, krabbameina, hjarta- og æðasjúkdóma og sjálfsónæmissjúkdóma. Um er að ...
Hvaða rannsóknir hefur Magnús Árni Skjöld Magnússon stundað?
Magnús Árni Skjöld Magnússon er dósent við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst. Helstu rannsóknir hans snúa að stjórnmála- og efnahagslegum þáttum Evrópusamrunans, Evrópuvæðingu og stjórnsýslu sveitarfélaga og borga, en Magnús hefur einnig stundað rannsóknir á sviði þróunarhagfræði og fjármálamarkaða. ...
Hvað er Code civil í frönskum lögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hæ getur einhver sagt mér frá Code civil í Frakklandi á sínum tíma. Ég hef mikinn áhuga en virðist ekki finna neitt nema á frönsku og ensku og á erfitt með að skilja það. Áður en Napóleon Bónaparte varð keisari Frakklands (1804-1815) gegndi hann stöðu fyrsta konsúls fra...
Hvenær voru fyrstu rímur ortar og hvaða fyrirmyndir voru fyrir þessum kveðskap?
Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók er elst varðveittra rímnatexta. Hún á sinn þátt í því samhljóða áliti fræðimanna að rímnagerð hafi hafist á fyrri hluta 14. aldar og jafnvel þegar um eða upp úr 1300. Með athugun á málstigi miðaldarímna hafa rannsóknir leitt i ljós að nokkrir nú varðveittir rímnaflokkar hafi ...