Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er blýeitrun?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða áhrif hefur blýeitrun á mann?Er hættulegt að vinna við eða umgangast blý? Blýeitrun stafar af of miklu blýi í líkamanum. Blý er sérlega hættulegt fóstrum og börnum undir sex ára aldri, en allir sem innbyrða blý í mat eða drykk eða anda að sér blýgufum geta fengið blýeitrun....

category-iconLæknisfræði

Hvað er æxlisbæligen?

Byrjum á að rifja stuttlega upp svar við spurningunni Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein? en þar sagði meðal annars um aðdraganda þess að frumur fari að hegða sér sem krabbameinsfrumur: Til grundvallar liggja alltaf breytingar í stjórnstöð frumunnar og forritum, það er í erfðaefninu (DNA)...

category-iconLæknisfræði

Hvað er bílveiki?

Bílveiki er ein tegund af ferðaveiki (e. motion sickness) sem fólk getur fundið fyrir þegar það ferðast í bíl, flugvél, skipi, lest eða fer í tívolítæki. Ástæðan fyrir veikinni er sú að heilanum berast misvísandi boð frá hinum ýmsu skynfærum líkamans um stöðu hans og afleiðingin er vanlíðan. Skynfærin sem nema...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er jihad?

Hugtakið jihad birtist oft í Kóraninum, sem er helgirit múslima. Orðið jihad merkir barátta eða átök. Á íslensku er það oft þýtt sem „heilagt stríð“ sem gefur satt að segja ekki alltaf rétta mynd af þessu fyrirbæri. Íslensku orðin „heilagt stríð“ eiga sér enga samsvörun í arabísku. Stríð er harb og muqaddas merkir...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er aðjúnkt?

Orðið aðjúnkt var notað um aðstoðarkennara en er nú einkum notað í háskólakennslu um fastráðinn stundakennara. Það er fengið að láni úr dönsku, adjunkt, en upphaflegar rætur liggja í latínu. Sögnin adjungere merkir í latínu 'tengja saman, tengja við'. Lýsingarháttur þátíðar er adjunctus 'tengdur við' sem getur ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er frumeindaklukka?

Frumeindaklukkur (e. atomic clock) eru nákvæmustu tímamælingatæki sem smíðuð hafa verið. Slíkar klukkur meta lengd einnar sekúndu út frá náttúrulegum sveiflutíma ákveðinna frumeinda. Flestallar klukkur hafa innbyggt einhvers konar kerfi sem hefur náttúrlegan sveiflutíma. Þessi sveiflutími er síðan notaður til ...

category-iconHugvísindi

Hvað er Zapatista?

Emilano Zapata (1883–1919) var indjánahöfðingi og annar ef tveimur helstu uppreisnarleiðtogunum í Mexíkó á öðrum áratug 20. aldar (1914–1919). Hann var leiðtogi skæruliðasveita fátækra bænda og indjána í sunnanverðu landinu. Meginkrafa hans var að indjánar fengju aftur það land sem af þeim hafði verið tekið, það y...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er rafmagn?

Margir spyrjendur hafa sent okkur þessa spurningu eða eitthvað henni líkt. Eðlilegt er að fólk velti þessu fyrir sér þar sem rafmagn (e. electricity) er annars vegar svo algengt og mikilvægt í lífi okkar en hins vegar hálfpartinn ósýnilegt og ekki algengt í náttúrunni. Þannig er það líklega torskildara fyrir flest...

category-iconHugvísindi

Hvað er Stóridómur?

Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er ljósbogi?

Spyrjandi bætir við: Í fréttum af slysum í álverum er stundum talað um að ljósbogi hafi myndast. Hvaða fyrirbæri er það? Ljósbogi er fyrirbæri sem myndast þegar rafstraumur fer um gas. Við þær aðstæður hitnar gasið mjög, fasabreyting verður og það myndast svokallað rafgas (e: plasma). Sameindir klofna upp í f...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvar er Páskaeyja?

Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum. Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er vesturnílarveira?

Vesturnílarveiran (e. West Nile Virus) telst til sama hóps veira og þær sem valda beinbrunasótt og gulusótt. Um er að ræða RNA-veirur sem berast á milli hýsla með skordýrum. Vesturnílarveiran greindist fyrst árið 1937 í Úganda og er í dag nokkuð algeng í mönnum, fuglum og öðrum hryggdýrum í Afríku, Vestur-Asíu og ...

category-iconHugvísindi

Hvað er víkingaöld?

Eins og fram kemur í svari Orra Vésteinssonar við spurningunni Hvar hafa leifar um víkinga varðveist? þá er víkingaöld tímabilið frá 793/800 til 1050/1066/1100 e.Kr. Í svari Orra segir enn fremur að víkingaöldin hafi í fyrstu einkennst af:ránsferðum og strandhöggi norrænna manna við Eystrasalt, á Bretlandseyju...

category-iconLæknisfræði

Er sóri smitandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er psóríasis smitandi og hvað kemur fyrir húðina? Sóri sem einnig hefur verið nefndur psóríasis (e. psoriasis) er langvinnur húðsjúkdómur. Sá sem einu sinni hefur fengið sóraútbrot getur fengið þau aftur og aftur hvenær sem er ævinnar. Mjög mismunandi er hve oft fólk fær útb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er veggjatítla?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er veggjatítla, hvernig lítur hún út, hvernig hagar hún sé, hvernig er hægt að útrýma henni og hverjir eru helstu sérfræðingar okkur um hana? Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleopter...

Fleiri niðurstöður