Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Zapatista?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Emilano Zapata (1883–1919) var indjánahöfðingi og annar ef tveimur helstu uppreisnarleiðtogunum í Mexíkó á öðrum áratug 20. aldar (1914–1919). Hann var leiðtogi skæruliðasveita fátækra bænda og indjána í sunnanverðu landinu. Meginkrafa hans var að indjánar fengju aftur það land sem af þeim hafði verið tekið, það yrði aftur sameign indjánaþorpanna.

Í norðanverðri Mexíkó stjórnaði Franchiso „Pancha“ Villa (1877–1923) uppreisn lágstéttanna. Pancha og Zapata unnu oftast náið saman og sömdu stundum við stjórnvöld sameiginlega. Pancha hefur í sögunni orðið frægari en Zapata þar sem hann lenti í átökum við bandaríska herinn sem endanlega yfirbugaði hann. Í Hollywoodmyndum var Pancha oft getið en fram undir 1960 var hann gerður að ómerkilegum og ólæsum „ræningjahöfðingja”, enda barðist hann við sveitir Bandaríkjahers. Þetta hefur eitthvað lagast með tímanum.

Zapata var lengi ekki eins þekktur og Pancha, en árið 1994 gerðu indjánar, sem höfðu verið rændir landi sínu í suðurhéröðum Mexíkó, uppreisn og sveitir þeirra voru kenndar við hetjuna Zapata.


Emiliano Zapata (1883-1919) var indjánahöfðingi og uppreisnarleiðtogi í Mexíkó.

Á öðrum áratug 20. aldar ríkti mikil upplausn í Mexíkó, í landinu var borgarastríð, stjórnin í höfuðborginni réði oft litlu en ýmsir herir og uppreisnarsveitir fóru um landið. Þar börðust klerksinnaðir íhaldsmenn við frjálslynda herforingja og að auki börðust alþýðuherir eins og sveitir þeirra Zapata og Pancha. Endanlegur sigurvegarar voru þeir „frjálslyndu” og var sigur þeirra að miklu leyti alþýðuherjunum að þakka.

Forsaga þessa máls er löng og flókin. Mikill meirihluti íbúa Mexíkó eru indjánar að uppruna eða mestísar sem er blendingur hvítra manna og indjána. Þeir sem landinu réðu voru hins vegar nær eingöngu menn af evrópskum ættum. Þeir áttu nær allt land og héldu alþýðunni (indjánum og mestísum) í heljargreipum alls kyns kvaða og leiguábúðar. Þetta var þó mjög breytilegt eftir tímum og héruðum.

Mexíkó hafði verið spænsk nýlenda frá fyrri hluta 16. aldar. Stjórnendur landsins komu yfirleitt frá Spáni og settust ekki að í landinu. Yfirstéttinni líkaði þetta ekki og vildi ná stjórninni í sínar hendur. Með aðstoð almúgans var gerð bylting gegn Spánverjum um 1820 og Mexíkó varð sjálfstætt ríki.

Eigna- og stéttaskipting í landinu hélst þó óbreytt og bændur voru jafnkúgaðir og áður. Það sem breyttist var að innlend yfirstétt stjórnaði nú landinu. Innan þeirrar yfirstéttar varð þó klofningur sem stafaði af því að kaþólska kirkjan átti nær helming alls lands og sumir landeigendur, en þó einkum vel stæðir borgarbúar, litu þessa miklu kirkjueign hornauga. Um og eftir 1850 hófst borgarastyrjöld milli „íhaldsmanna” og „frjálslyndra”. Kaþólska kirkjan studdi íhaldsmenn sem komu einkum úr röðum ríkustu manna landsins en kjarni frjálslyndra voru menntamenn í borgunum og óánægðir jarðeigendur sem ásældust eigur kirkjunnar. Frjálslyndir lutu forustu Benito Juarez (1806–1872), sem var af indjánaættum, og árið 1857 höfðu þeir unnið sigur. Þá fékk Mexíkó einhverja framafarasinnuðustu stjórnaskrá í heimi þar sem meðal annars var tekið fram að þeir sem landið erjuðu væru réttir eigendur þess. Andstaða íhaldsmanna var kraftmikil og Juarez og menn hans, þar á meðal Porfirio Diaz (1830–1915), sem um tíma var nánasti samverkamaður Juaerez, náðu fyrst höfuðborginni á sitt vald árið 1861.

Á árunum 1863/64 hófu Frakkar, Spánverjar og Englendingar afskipti af málum í Mexíkó og notfærðu sér að borgarastyrjöld var þá í Bandaríkjunum sem voru því ekki fær um að hindra þessi evrópsku afskipti. Keisari Frakklands, Napóleon III (sem var einvaldur Frakklands 1848/49–1870), hafði forystu um Mexíkóævintýrið sem fór fram í nánu samstarfi við mexíkósku kirkjuna og íhaldsmenn úr yfirstéttinni. Landinu var breytt úr lýðveldi í keisaradæmi og bróðir keisara Austurríkis var krýndur keisari Mexíkó. Hersveitir þeirra Juarez og Diazar unnu þó sigur á nýjan leik, með óbeinum stuðningi Bandaríkjastjórnar, hersveitir Evrópumanna hunskuðust burt og hinn nýkjörni ættgöfugi keisari var ásamt völdum hópi stuðningsmanna leiddur fyrir aftökusveit árið 1867.


Porfirio Diaz (1830-1915) stjórnaði Mexíkó á tímabilinu 1876-1911.

Flestar eignir kirkjunnar voru gerðar upptækar en bið var á framkvæmd stjórnarskrárinnar frá 1857. Skömmu síðar lést Juarez og Diaz tók eftir skamman tíma öll völd sem forseti og var náinn vinur Bandaríkjanna. Sagt er að talsverðar efnahagsframfarir hafi orðið undir einræðisstjórn Diazar, sem stjórnaði Mexíkó, oftast sem forseti, á tímabilinu 1876–1911. En almúginn naut engan veginn þessara „framfara”. Í stað þess að afhenda bændum landið eins og þeim hafði verið lofað, komu nýir landeigendur úr vinahópi Diazar og haldið var áfram að taka land af þorpum indjána.

Sveitaalmúginn hafði myndað kjarnann í hersveitum þeim sem barist höfðu 1850–1870 og sem kom „frjálslyndum” til valda. Vonbrigðin með stjórn Diazar varð því mikil og magnaðist hún með tímanum. Hrökklaðist hann að lokum frá völdum árið 1911 og settist að í Frakklandi. Við tók átakaskeið sem fyrr var rakið. Næstu árin starfaði hver forseti að meðaltali um rúmt ár í höfuðborginni. Árið 1917 höfðu „nýju róttæku öflin”, byltingarsinnarnir frá 1911, náð völdunum með stuðningi alþýðuherja þeirra Zapata og Pancha og endurreistu þeir stjórnarskrána frá 1857. Stefnan var nú skýr: Allt land átti að afhenda þeim sem það erjuðu. Andstaða íhaldsaflanna hélt þó áfram og einnig voru átök meðal sigurvegaranna. Nær allir uppreisnarleiðtogar annars áratugs aldarinnar voru myrtir við lok þess áratugs og í byrjun þess næsta, þar á meðal bæði Zapata og Pancha.

Forsetar Mexíkó komu eftir 1915/1920 úr röðum „byltingarmanna”, (samanber atburðina 1911), og samtök þeirra kölluðust Byltingarflokkurinn, sem fékk endanlegt nafn 1946, sem var Stjórnskipulegi Byltingarflokkurinn. Farið var að úthluta smábændum jarðir og hætt var að taka land af indjánaþorpum, litlu var þó lengi vel skilað til baka. Í forsetatíð Lazoro Cárdenas (1934–1940) var lengst gengið í því að efna heit byltingarinnar frá öðrum áratugnum. Ýmsar stóreignir pólitískra andstæðinga voru teknar eignanámi og þeim skipt á milli smábænda. Jafnframt var verkalýðshreyfingin studd og kjör verkafólks bætt. Olíulindir og olíuiðnaður var þjóðnýttur og bæði Vatíkanið og ríkisstjórnin í Washington töldu Cárdenas og fylgismenn hans vera stórhættulegt fólk.

Eftir árið 1940 gerðist Byltingarflokkurinn stöðugt hófsamari og völdin spilltu flokknum. Flokkurinn hafði þó alltaf verið mjög andsnúinn hefðbundinni íhaldsstefnu sem á þessum tíma birtist einkum í flokkum sem Vatíkanið studdi eða í fasistaflokkum. Það var því auðvelt að styðja Bandaríkin í heimsstyrjöldinni síðari og í kjölfar þess jukust áhrif Bandaríkjastjórnar í landinu á nýjan leik. Það sem helst lifði af gamalli róttækni var andstaða við einræðisstjórn Francos á Spáni (1939–1975) og var andstæðingum hans veitt hæli og tækifæri til að skipuleggja stjórmál sín í landinu. Einnig fengu flóttamenn undan hægri sinnuðum herforingjabyltingum í latnesku Ameríku gjarnan hæli í Mexíkó. Sem dæmi má nefna að Fídel Castro og fylgismenn hans fengu ekki aðeins hæli þar um 1955 heldur fékk Castro einnig leyfi til að þjálfa hersveitir sínar sem síðar náðu völdum á Kúbu.

Forsetar Mexíkó hafa síðan 1934 allir verið kjörnir til sex ára og ekki má endurkjósa þá. Forsetarnir hafa mikil völd og stjórn landsins mótaðist því mikið af stefnu hvers einstaks forseta og hafa því miklar sveiflur verið í stjórnarfari landsins. En almennt má segja að stjórn landsins hafi í tímans rás stöðugt færst til hægri. Stjórnskipulegi Byltingarflokkurinn var við völd samfellt til ársins 2000 og spilling í valdakerfi hans jókst samtímis. Hámarki náði bæði hægriþróunin og spillingin í forsetatíð Salonas de Gartini 1988–1994. Undir merkjum einkavæðingar sölsaði hann undir sig og nána vini sína stóreignir frá ríkinu fyrir lítið fé. Um leið var landbúnaðarstefnunni snúið rækilega við og farið var að afhenda einkavinum lönd indjána í stórum stíl. Sagan frá stjórnartíð Diazar 1876–1911 virtist vera að endurtaka sig. Þessu svöruðu indjánarnir með uppreisn sem hófst 1994 og eins og áður sagði kenndu indjánar sig við byltingarleiðtogann Zapata frá öðrum áratug aldarinnar og kalla sig Zapatista og samtökin EZLN (Ejército Zapatista de Liberación Nacional).


Ejército Zapatista de Liberación Nacional er hópur uppreisnarindjána í Mexíkó sem kalla sig Zapatista. Hópurinn dregur nafn sitt frá uppreisnarleiðtoganum Emiliano Zapata.

Þess má geta að Salones hefur sætt réttarrannsókn í Mexíkó fyrir spillingu og margir nánustu vinir hans sitja nú í fangelsi. Almennt er nú viðurkennt að kosning hans til forsetaembættisins 1988 hafi byggst á víðtæku svindli. Hinn raunverulegi sigurvegari hafi verið leiðtogi mexíkóska vinstri flokksins sem er sonur Cardenesar þess sem var forseti 1934–1940 og var framfarasinnaðastur allra forseta Mexíkó á 20. öldinni.

Í forsetakosningunum 1994 tókst Byltingarflokknum (PRI) að halda völdum sínum, sennilega án verulegs kosningasvindls. Nýi forsetinn hóf að hreinsa til í flokknum en herti einnig stríðið við Zapatista, gerði þó við þá samkomulag um tíma sem landeigendur eyðilögðu. Eftir þessa máttlitlu stjórn missti svo flokkurinn loksins völdin árið 2000. Við tók Vincente Fox, jarðeigandi frá Norður-Mexikó, úr kaþólska hægri flokknum PAN, en hann var kjörinn út á stefnu sem var til vinstri við valdaþreytta Byltingarflokkinn (PRI)! Til dæmis lofaði Vincente að semja við Zapatistana, uppreisnarindjánana í Suður–Mexíkó. Nýjum landtökum hefur verið hætt en seint gengur að skila landinu sem nýlega hafði verið tekið af fólkinu. Allt málið er í biðstöðu. Bæði stjórnarherinn og Zapatistar eru tilbúnir til að grípa til vopna aftur.

Venjulega endurtekur sagan sig ekki, og ef svo er þá sem skrípamynd, hafa margir fróðir menn sagt. En þetta gildir ekki um Mexíkó. Í tvígang hafa byltingarmenn náð völdum vegna loforða um að bæta kjör almúgans, fyrst árin 1850–1870, síðan 1910–1920. Í bæði skiptin sigraði byltingin og gamla yfirstéttin missti sitt, en seint fengu sigurvegarnir launin og að endingu var nær allt af þeim tekið. Ný yfirstétt myndaðist, í bæði skiptin í nánum tengslum við valdahafana. Nú situr í forsetastóli landsins maður sem sögulega séð er fulltrúi þeirra afla sem töpuðu í byltingunni 1910–1920 og hann er kosinn vegna loforða um að snúa aftur til stefnu byltingar þessarar gegn sjálfskipuðum fulltrúum þeirra sem þykjast vera arftakar hennar!

Margar heimildir voru nýttar við samningu þessa verks, einkum alfræðiorðabækur og söguleg yfirlitsrit.

Myndir:

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.9.2004

Spyrjandi

Sindri Birgisson

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvað er Zapatista?“ Vísindavefurinn, 7. september 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4498.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2004, 7. september). Hvað er Zapatista? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4498

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvað er Zapatista?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4498>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Zapatista?
Emilano Zapata (1883–1919) var indjánahöfðingi og annar ef tveimur helstu uppreisnarleiðtogunum í Mexíkó á öðrum áratug 20. aldar (1914–1919). Hann var leiðtogi skæruliðasveita fátækra bænda og indjána í sunnanverðu landinu. Meginkrafa hans var að indjánar fengju aftur það land sem af þeim hafði verið tekið, það yrði aftur sameign indjánaþorpanna.

Í norðanverðri Mexíkó stjórnaði Franchiso „Pancha“ Villa (1877–1923) uppreisn lágstéttanna. Pancha og Zapata unnu oftast náið saman og sömdu stundum við stjórnvöld sameiginlega. Pancha hefur í sögunni orðið frægari en Zapata þar sem hann lenti í átökum við bandaríska herinn sem endanlega yfirbugaði hann. Í Hollywoodmyndum var Pancha oft getið en fram undir 1960 var hann gerður að ómerkilegum og ólæsum „ræningjahöfðingja”, enda barðist hann við sveitir Bandaríkjahers. Þetta hefur eitthvað lagast með tímanum.

Zapata var lengi ekki eins þekktur og Pancha, en árið 1994 gerðu indjánar, sem höfðu verið rændir landi sínu í suðurhéröðum Mexíkó, uppreisn og sveitir þeirra voru kenndar við hetjuna Zapata.


Emiliano Zapata (1883-1919) var indjánahöfðingi og uppreisnarleiðtogi í Mexíkó.

Á öðrum áratug 20. aldar ríkti mikil upplausn í Mexíkó, í landinu var borgarastríð, stjórnin í höfuðborginni réði oft litlu en ýmsir herir og uppreisnarsveitir fóru um landið. Þar börðust klerksinnaðir íhaldsmenn við frjálslynda herforingja og að auki börðust alþýðuherir eins og sveitir þeirra Zapata og Pancha. Endanlegur sigurvegarar voru þeir „frjálslyndu” og var sigur þeirra að miklu leyti alþýðuherjunum að þakka.

Forsaga þessa máls er löng og flókin. Mikill meirihluti íbúa Mexíkó eru indjánar að uppruna eða mestísar sem er blendingur hvítra manna og indjána. Þeir sem landinu réðu voru hins vegar nær eingöngu menn af evrópskum ættum. Þeir áttu nær allt land og héldu alþýðunni (indjánum og mestísum) í heljargreipum alls kyns kvaða og leiguábúðar. Þetta var þó mjög breytilegt eftir tímum og héruðum.

Mexíkó hafði verið spænsk nýlenda frá fyrri hluta 16. aldar. Stjórnendur landsins komu yfirleitt frá Spáni og settust ekki að í landinu. Yfirstéttinni líkaði þetta ekki og vildi ná stjórninni í sínar hendur. Með aðstoð almúgans var gerð bylting gegn Spánverjum um 1820 og Mexíkó varð sjálfstætt ríki.

Eigna- og stéttaskipting í landinu hélst þó óbreytt og bændur voru jafnkúgaðir og áður. Það sem breyttist var að innlend yfirstétt stjórnaði nú landinu. Innan þeirrar yfirstéttar varð þó klofningur sem stafaði af því að kaþólska kirkjan átti nær helming alls lands og sumir landeigendur, en þó einkum vel stæðir borgarbúar, litu þessa miklu kirkjueign hornauga. Um og eftir 1850 hófst borgarastyrjöld milli „íhaldsmanna” og „frjálslyndra”. Kaþólska kirkjan studdi íhaldsmenn sem komu einkum úr röðum ríkustu manna landsins en kjarni frjálslyndra voru menntamenn í borgunum og óánægðir jarðeigendur sem ásældust eigur kirkjunnar. Frjálslyndir lutu forustu Benito Juarez (1806–1872), sem var af indjánaættum, og árið 1857 höfðu þeir unnið sigur. Þá fékk Mexíkó einhverja framafarasinnuðustu stjórnaskrá í heimi þar sem meðal annars var tekið fram að þeir sem landið erjuðu væru réttir eigendur þess. Andstaða íhaldsmanna var kraftmikil og Juarez og menn hans, þar á meðal Porfirio Diaz (1830–1915), sem um tíma var nánasti samverkamaður Juaerez, náðu fyrst höfuðborginni á sitt vald árið 1861.

Á árunum 1863/64 hófu Frakkar, Spánverjar og Englendingar afskipti af málum í Mexíkó og notfærðu sér að borgarastyrjöld var þá í Bandaríkjunum sem voru því ekki fær um að hindra þessi evrópsku afskipti. Keisari Frakklands, Napóleon III (sem var einvaldur Frakklands 1848/49–1870), hafði forystu um Mexíkóævintýrið sem fór fram í nánu samstarfi við mexíkósku kirkjuna og íhaldsmenn úr yfirstéttinni. Landinu var breytt úr lýðveldi í keisaradæmi og bróðir keisara Austurríkis var krýndur keisari Mexíkó. Hersveitir þeirra Juarez og Diazar unnu þó sigur á nýjan leik, með óbeinum stuðningi Bandaríkjastjórnar, hersveitir Evrópumanna hunskuðust burt og hinn nýkjörni ættgöfugi keisari var ásamt völdum hópi stuðningsmanna leiddur fyrir aftökusveit árið 1867.


Porfirio Diaz (1830-1915) stjórnaði Mexíkó á tímabilinu 1876-1911.

Flestar eignir kirkjunnar voru gerðar upptækar en bið var á framkvæmd stjórnarskrárinnar frá 1857. Skömmu síðar lést Juarez og Diaz tók eftir skamman tíma öll völd sem forseti og var náinn vinur Bandaríkjanna. Sagt er að talsverðar efnahagsframfarir hafi orðið undir einræðisstjórn Diazar, sem stjórnaði Mexíkó, oftast sem forseti, á tímabilinu 1876–1911. En almúginn naut engan veginn þessara „framfara”. Í stað þess að afhenda bændum landið eins og þeim hafði verið lofað, komu nýir landeigendur úr vinahópi Diazar og haldið var áfram að taka land af þorpum indjána.

Sveitaalmúginn hafði myndað kjarnann í hersveitum þeim sem barist höfðu 1850–1870 og sem kom „frjálslyndum” til valda. Vonbrigðin með stjórn Diazar varð því mikil og magnaðist hún með tímanum. Hrökklaðist hann að lokum frá völdum árið 1911 og settist að í Frakklandi. Við tók átakaskeið sem fyrr var rakið. Næstu árin starfaði hver forseti að meðaltali um rúmt ár í höfuðborginni. Árið 1917 höfðu „nýju róttæku öflin”, byltingarsinnarnir frá 1911, náð völdunum með stuðningi alþýðuherja þeirra Zapata og Pancha og endurreistu þeir stjórnarskrána frá 1857. Stefnan var nú skýr: Allt land átti að afhenda þeim sem það erjuðu. Andstaða íhaldsaflanna hélt þó áfram og einnig voru átök meðal sigurvegaranna. Nær allir uppreisnarleiðtogar annars áratugs aldarinnar voru myrtir við lok þess áratugs og í byrjun þess næsta, þar á meðal bæði Zapata og Pancha.

Forsetar Mexíkó komu eftir 1915/1920 úr röðum „byltingarmanna”, (samanber atburðina 1911), og samtök þeirra kölluðust Byltingarflokkurinn, sem fékk endanlegt nafn 1946, sem var Stjórnskipulegi Byltingarflokkurinn. Farið var að úthluta smábændum jarðir og hætt var að taka land af indjánaþorpum, litlu var þó lengi vel skilað til baka. Í forsetatíð Lazoro Cárdenas (1934–1940) var lengst gengið í því að efna heit byltingarinnar frá öðrum áratugnum. Ýmsar stóreignir pólitískra andstæðinga voru teknar eignanámi og þeim skipt á milli smábænda. Jafnframt var verkalýðshreyfingin studd og kjör verkafólks bætt. Olíulindir og olíuiðnaður var þjóðnýttur og bæði Vatíkanið og ríkisstjórnin í Washington töldu Cárdenas og fylgismenn hans vera stórhættulegt fólk.

Eftir árið 1940 gerðist Byltingarflokkurinn stöðugt hófsamari og völdin spilltu flokknum. Flokkurinn hafði þó alltaf verið mjög andsnúinn hefðbundinni íhaldsstefnu sem á þessum tíma birtist einkum í flokkum sem Vatíkanið studdi eða í fasistaflokkum. Það var því auðvelt að styðja Bandaríkin í heimsstyrjöldinni síðari og í kjölfar þess jukust áhrif Bandaríkjastjórnar í landinu á nýjan leik. Það sem helst lifði af gamalli róttækni var andstaða við einræðisstjórn Francos á Spáni (1939–1975) og var andstæðingum hans veitt hæli og tækifæri til að skipuleggja stjórmál sín í landinu. Einnig fengu flóttamenn undan hægri sinnuðum herforingjabyltingum í latnesku Ameríku gjarnan hæli í Mexíkó. Sem dæmi má nefna að Fídel Castro og fylgismenn hans fengu ekki aðeins hæli þar um 1955 heldur fékk Castro einnig leyfi til að þjálfa hersveitir sínar sem síðar náðu völdum á Kúbu.

Forsetar Mexíkó hafa síðan 1934 allir verið kjörnir til sex ára og ekki má endurkjósa þá. Forsetarnir hafa mikil völd og stjórn landsins mótaðist því mikið af stefnu hvers einstaks forseta og hafa því miklar sveiflur verið í stjórnarfari landsins. En almennt má segja að stjórn landsins hafi í tímans rás stöðugt færst til hægri. Stjórnskipulegi Byltingarflokkurinn var við völd samfellt til ársins 2000 og spilling í valdakerfi hans jókst samtímis. Hámarki náði bæði hægriþróunin og spillingin í forsetatíð Salonas de Gartini 1988–1994. Undir merkjum einkavæðingar sölsaði hann undir sig og nána vini sína stóreignir frá ríkinu fyrir lítið fé. Um leið var landbúnaðarstefnunni snúið rækilega við og farið var að afhenda einkavinum lönd indjána í stórum stíl. Sagan frá stjórnartíð Diazar 1876–1911 virtist vera að endurtaka sig. Þessu svöruðu indjánarnir með uppreisn sem hófst 1994 og eins og áður sagði kenndu indjánar sig við byltingarleiðtogann Zapata frá öðrum áratug aldarinnar og kalla sig Zapatista og samtökin EZLN (Ejército Zapatista de Liberación Nacional).


Ejército Zapatista de Liberación Nacional er hópur uppreisnarindjána í Mexíkó sem kalla sig Zapatista. Hópurinn dregur nafn sitt frá uppreisnarleiðtoganum Emiliano Zapata.

Þess má geta að Salones hefur sætt réttarrannsókn í Mexíkó fyrir spillingu og margir nánustu vinir hans sitja nú í fangelsi. Almennt er nú viðurkennt að kosning hans til forsetaembættisins 1988 hafi byggst á víðtæku svindli. Hinn raunverulegi sigurvegari hafi verið leiðtogi mexíkóska vinstri flokksins sem er sonur Cardenesar þess sem var forseti 1934–1940 og var framfarasinnaðastur allra forseta Mexíkó á 20. öldinni.

Í forsetakosningunum 1994 tókst Byltingarflokknum (PRI) að halda völdum sínum, sennilega án verulegs kosningasvindls. Nýi forsetinn hóf að hreinsa til í flokknum en herti einnig stríðið við Zapatista, gerði þó við þá samkomulag um tíma sem landeigendur eyðilögðu. Eftir þessa máttlitlu stjórn missti svo flokkurinn loksins völdin árið 2000. Við tók Vincente Fox, jarðeigandi frá Norður-Mexikó, úr kaþólska hægri flokknum PAN, en hann var kjörinn út á stefnu sem var til vinstri við valdaþreytta Byltingarflokkinn (PRI)! Til dæmis lofaði Vincente að semja við Zapatistana, uppreisnarindjánana í Suður–Mexíkó. Nýjum landtökum hefur verið hætt en seint gengur að skila landinu sem nýlega hafði verið tekið af fólkinu. Allt málið er í biðstöðu. Bæði stjórnarherinn og Zapatistar eru tilbúnir til að grípa til vopna aftur.

Venjulega endurtekur sagan sig ekki, og ef svo er þá sem skrípamynd, hafa margir fróðir menn sagt. En þetta gildir ekki um Mexíkó. Í tvígang hafa byltingarmenn náð völdum vegna loforða um að bæta kjör almúgans, fyrst árin 1850–1870, síðan 1910–1920. Í bæði skiptin sigraði byltingin og gamla yfirstéttin missti sitt, en seint fengu sigurvegarnir launin og að endingu var nær allt af þeim tekið. Ný yfirstétt myndaðist, í bæði skiptin í nánum tengslum við valdahafana. Nú situr í forsetastóli landsins maður sem sögulega séð er fulltrúi þeirra afla sem töpuðu í byltingunni 1910–1920 og hann er kosinn vegna loforða um að snúa aftur til stefnu byltingar þessarar gegn sjálfskipuðum fulltrúum þeirra sem þykjast vera arftakar hennar!

Margar heimildir voru nýttar við samningu þessa verks, einkum alfræðiorðabækur og söguleg yfirlitsrit.

Myndir:...