Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 401 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér hver aðferðafræðin við úrkomumælingar er?

Úrkoma er mæld með nokkrum gerðum mælitækja. Hér á landi eru nú um 80 mannaðar veðurstöðvar sem mæla úrkomu. Úrkoma er einnig mæld á um 60 sjálfvirkum stöðvum sem Veðurstofan og Landsvirkjun reka. Mönnuðum stöðvum fer fækkandi en sjálfvirkum fjölgandi. Magn úrkomu er gefið upp í millimetrum (mm), 5 mm úrkoma j...

category-iconHagfræði

Hvað á Krugman við þegar hann segir í nýlegri grein að 'það að festa gengi krónunnar við gengi evru hefði ekki hjálpað við að draga úr skuldavandanum og hefði valdið mun meira atvinnuleysi'?

Krugman á líklega við að gengisfelling krónunnar hafi viðhaldið tekjum íslenskra heimila betur, miðað við skuldabyrði þeirra, heldur en ef krónan hefði verið á fastgengi við evruna. Gengisfelling krónunnar hafi þannig stuðlað að því að hægt var að koma í veg fyrir skuldahjöðnun og enn meiri efnahagsvanda á Íslandi...

category-iconNæringarfræði

Af hverju er sink svona nauðsynlegt fyrir okkur?

Sink er málmur og eitt af þeim steinefnum sem við þurfum að fá daglega í snefilmagni. Það finnst í sumum fæðutegundum, er bætt í aðrar eða er hægt að fá sem fæðubótarefni. Það finnst einnig í hálstöflum og ýmsum kvefmeðulum sem fást án lyfseðils. Sink er frumefni með efnatáknið Zn og er númer 30 í lotukerfinu....

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig fara plöntur að því að verjast skordýrum?

Þótt plöntur séu rótfastar og geti ekki flúið árás afræningja eru þær alls ekki varnarlausar. Plöntur nota mismunandi aðferðir til að verjast afræningjum og hefur maðurinn nýtt sér þekkingu á vörnum plantna til að rækta afbrigði af nytjaplöntum með innbyggðar varnir á sama hátt og gert hefur verið fyrir aðra ákjós...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvaða áhrif hafði Pýþagóras og kenningar hans á heimsmyndina?

Stærðfræðingurinn Pýþagóras (um 572-497 f.Kr.) fæddist á grísku eyjunni Samos. Þegar hann var fertugur fluttist hann til grísku nýlenduborgarinnar Krótón, sunnarlega á Ítalíu. Þar kom hann sér upp hópi lærisveina sem mynduðu einhvers konar sértrúarsöfnuð og skóla. Þeir voru seinna nefndir Pýþagóringar. Margt er...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Marco Polo og hversu langt ferðaðist hann?

Marco Polo var landkönnuður og einn víðförlasti Evrópumaður sinnar tíðar. Það sem hann hafði fram yfir aðra sem lögðust í ferðalög var að hann lét eftir sig skráðar heimildir og veitti þannig ómetanlega innsýn í heim sem var Evrópubúum mjög framandi. Marco Polo fæddist um 1254, en nákvæmlega hvar og hvenær er ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er munurinn á vetnissprengju og kjarnorkusprengju?

Orðið kjarnorka (e. nuclear energy) er haft um alla orku sem rekja má til atómkjarnanna (e. atomic nuclei). Orka losnar frá kjörnunum eftir tvenns konar leiðum sem eru ólíkar en byggjast þó báðar á tveim staðreyndum. í fyrsta lagi er orka jafngild massa samkvæmt jöfnu Einsteins $E = m c^2$ og í öðru lagi er massi ...

category-iconLífvísindi: almennt

Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?

Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni en fékk athugasemd frá aðila sem fullyrti að í því væru óæskileg efni. Því spyr ég: Er það manninum óhollt að sjóða mat upp úr hitaveituvatni? Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það e...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að sanna stærðfræðilega að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4?

Áður hefur verið fjallað um þetta efni í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig vitum við að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4? Þar var stuðst við eftirfarandi skilgreiningu á náttúrulegu tölunum $1$, $2$, $3$, og svo framvegis: Segjum að við höfum tvö söfn af hlutum og að við getum parað hlutina úr fyrra safninu sa...

category-iconNæringarfræði

Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hver er uppskriftin af Coca-Cola? Hver er efnablanda Coca-Cola? Hvað er þetta efni E338 sem er í Coca-Cola með sykri og hvað gerir það? Það er enginn vandi að tilgreina hver helstu innihaldsefni í drykknum Coca-Cola eru, enda koma þau flest fyrir á innihaldslýsingu á umbúðu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju er brjóstakrabbamein kvenna svona algengt og hver eru meðferðarúrræðin?

Það er rétt að ein af algengustu dánarorsökum vegna krabbameins meðal kvenna í Evrópu og Norður-Ameríku er brjóstakrabbamein. Í þessum heimshluta hefur tíðni sjúkdómsins farið vaxandi á undanförnum áratugum. Á árabilinu 2019-2023 greindust árlega að meðaltali 266 konur með brjósakrabbamein og að meðaltali létust 5...

category-iconEfnafræði

Hvað er líftækni?

Líftækni (e. biotechnology) er mjög víðtækt hugtak og ekki létt að skilgreina það í stuttu máli. En skilgreining gæti til dæmis verið þessi: Líftækni er sérhver tækni þar sem líffræðilegum kerfum, lífverum eða hlutum þeirra, er beitt til að framleiða vörur eða breyta vörum eða vinnuferlum til ákveðinna nota. Lí...

category-iconHugvísindi

Hvernig var daglegt líf og venjur Forngrikkja?

Þessi spurning er viðamikil og hér gefst ekki færi á öðru en að lýsa daglegu lífi Forngrikkja í grófum dráttum. En fyrst ber að slá varnagla. Þegar rætt er um Forngrikki er átt við íbúa Grikklands hins forna eða grískumælandi fólk í fornöld. Fornöld var langur tími. Grískumælandi menn komu fyrst til þess svæðis se...

category-iconLögfræði

Hversu margar miðlunartillögur hefur ríkissáttasemjari lagt fram?

Ríkissáttasemjara starfar eftir III. kafla laga nr. 80/1938, en sá kafli fjallar um sáttastörf í vinnudeilum. Við sáttaumleitanir kemur stundum að því að væntingar aðila um samning eru ekki í samræmi við kröfur. Það má líka vera að annar aðilinn eða báðir hafi gefið sterkt til kynna við ríkissáttasemjara að búið s...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað gerðist í bókmenntum á Íslandi árið 1918?

Freistandi væri að svara einfaldlega að fremur lítið hafi gerst í íslenskum bókmenntum árið 1918. Íslendingar höfðu um ýmislegt annað að hugsa þetta ár sem bar í skauti sér margskonar hörmungar. Þetta ár lauk fyrri heimstyrjöldinni sem hafði haft í för með sér kreppt kjör almennings svo staðan var ekki beysin þega...

Fleiri niðurstöður