Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 909 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru taugaboð og hvernig verka þau?

Taugaboð eru raffræðileg og efnafræðileg boð sem flytjast bæði innan og á milli taugafrumna. Þau eru forsenda þess að taugafrumur geti haft samskipti sín á milli, að skynboð berist til heila og mænu og að hreyfiboð komist til vöðva. Boðflutningur innan taugafrumu byggist á hreyfingu jóna inn og út úr henni, en...

category-iconMannfræði

Hvernig er stéttakerfi Hindúa?

Erfðastéttir hindúa eru innvenslaðir hópar, sem raðað er í tignarröð og tengdust áður tilteknum störfum og gera það að nokkru leyti enn. Aðalskiptingin var í fjórar stéttir sem raðað var eftir tign og virðingu. Þær voru Brahmina, Ksatrya, Vasaya og Sudra. Fimmta hópinn mynduðu svo hinir ósnertanlegu, oft kallaðir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rangt að segja „við förum erlendis“?

Upprunlega spurningin hljóðaði svona: Er að velta fyrir mér notkun á orðinu "erlendis" Það var pistill á Rás 1 fyrir nokkru þar sem farið var yfir notkun á þessu orði. Þar var talið rangt að segja, "við förum erlendis", það ætti að segja til útlanda eða utan. Hvað er rétt í þessu máli, þessu hefur nefnilega ...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Brynja Elísabeth Halldórsdóttir stundað?

Brynja Elísabeth Halldórsdóttir (Gudjonsson) er lektor í uppeldis- og menntunarfræðum við Menntavísindasvið. Brynja hefur stundað rannsóknir á öllum skólastigum og í ólíkum menntakerfum. Kjarninn í rannsóknum hennar er líðan og reynsla minnihlutahópa af menningu og samfélagi og viðhorf til ýmissa menningarlegra hó...

category-iconLæknisfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ástríður Stefánsdóttir stundað?

Ástríður Stefánsdóttir er dósent í hagnýtri siðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru fyrst og fremst á sviði hagnýtrar siðfræði. Megináherslan hefur verið á siðfræði tengda fagmennsku, fötlunarfræði, vísindum og heilbrigðisþjónustu. Ástríður hefur tekið virkan þátt í umfjöllun um si...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju getur tónlist vakið tilfinningar sem eru stundum framandi?

Viðbrögð við tónlist, bæði tilfinningaleg og önnur, eru bæði almenn og persónubundin. Þau eru almenn í þeim skilningi að fólk með svipaðan bakgrunn lýsir tilfinningaáhrifum tónlistar á svipaðan veg, til dæmis sem dapurlegum, glaðlegum eða glæsilegum. Þau eru hins vegar jafnframt persónubundin og háð því hvernig vi...

category-iconVísindi almennt

Hver er munurinn á kenningu og lögmáli?

Orðin „kenning“ og „lögmál“ eru notuð með ýmsum hætti í daglegu máli. Ef við takmörkum okkur hins vegar við það hvernig hugtökin eru notuð innan vísinda má greina mikilvægan mun á kenningum og lögmálum. Fyrir það fyrsta er kenning almennara hugtak en lögmál í þeim skilningi að þótt ekki séu allar kenningar lögmál ...

category-iconSálfræði

Af hverju kallast fræðigreinin sálfræði þessu nafni?

Sálfræði á sér langa sögu á Vesturlöndum en orðið sálfræði er þó ekki svo ýkja gamalt. Aristóteles skrifaði ritið Um sálina um 350 f.Kr. Sálfræðilegar athuganir er líka að finna í Biblíunni, bæði í Gamla og Nýja testamentinu (Macnamara, 1999) og í ritum Ágústínusar (til dæmis í Játningum hans frá um 400 e.Kr.). Þá...

category-iconHagfræði

Hvað er arður, samkvæmt skilningi hagfræðinnar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skilgreinir hagfræðin hugtakið „arður“? Getur fyrirtæki tekið út arð ef það skuldar? Þá ekki lögfræðilega, heldur samkvæmt skilgreiningunni á orðinu. Arður er íslensk þýðing á alþjóðlega hugtakinu dividend. Með arði er átt við greiðslur fyrirtækis í atvinnurekstri t...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?

Schönberg-Chandrasekhar-mörk eru ákveðin mörk á massa helínkjarnans í sólstjörnu. Eftir að þeim er náð breytist stjarnan í rauðan risa. Sólstjarna í meginröð lýsir vegna þess að vetni breytist í helín við kjarnasamruna í miðju stjörnunnar. Þannig verður smám saman til gífurlega heitur helínhnöttur í miðju ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru til mörg nöfn á Íslandi?

Spurningunni er ekki auðvelt að svara. Svarið fer eftir því við hvað er miðað. Ef átt er við þann fjölda nafna sem Íslendingar hafa borið svo vitað sé eru nöfnin rúmlega 6000. Ef aðeins er átt við þau nöfn sem nú eru í notkun eru þau heldur færri. Árið 1983, þegar ég lét athuga fyrir mig fjölda nafna á þjóðskrá, v...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru innlánstryggingar og hvernig er þeim háttað hér á landi?

Með innláns- eða innstæðutryggingum er átt við að sá sem á fé á reikningi í banka eða sparisjóði getur fengið féð að hluta eða í heild greitt úr tryggingasjóði ef bankinn eða sparisjóðurinn getur ekki greitt það. Á Íslandi annast Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta þetta hlutverk. Tryggingarsjóður inn...

category-iconLögfræði

Er klónun manna lögleg á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru til lög um klónun manna á Íslandi? Er klónun manna lögleg á Íslandi?Eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er klónun? merkir klónun eða einræktun fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Með hugtakinu er átt við það þegar l...

category-iconHugvísindi

Báru lögsögumenn á Alþingi til forna einhvern hlut sem merki um stöðu sína? Líkt og biskupar báru bagal?

Ekki er til þess vitað að lögsögumenn hafi borið einhver tákn um stöðu sína. Ekkert kemur fram um það í fornum heimildum og enginn slíkur hlutur hefur fundist, hvorki í fornleifauppgreftri né á annan máta. Bagall Páls Jónssonar biskups. Smellið til að sjá stærri mynd. Hér á landi hafa hins vegar fundist mjög ga...

category-iconLögfræði

Hefur maður sem dæmdur var í opinberu máli í héraðsdómi rétt á að fá hljóðupptökur af vitnaleiðslum í dómsal?

Þegar opinbert mál er höfðað gilda um málsmeðferð þess lög um meðferð opinbera mála nr. 19/1991. III kafli laganna fjallar um þinghöld, birtingar og fleira og í 15. gr. er fjallað um hljóðritun í þinghaldi:1. Hljóðrita má framburð eða taka upp á myndband í stað þess að skrá hann í þingbók ef hentugra þykir. Í þing...

Fleiri niðurstöður