Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2626 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?

Grænland er 2.166.086 km2 að flatarmáli. Þar af hylur ís 1.755.637 km2 eða rúmlega 80% af landinu. Til samanburðar má geta þess að jöklar á Íslandi eru um 10% af flatarmáli landsins. Grænlandsjökull er önnur stærsta jökulbreiða heims á eftir Suðurskautsjöklinum. Jökullinn er um 2.400 km langur frá norðri til...

category-iconHugvísindi

Var Leifur Eiríksson ekki Grænlendingur sem átti rætur að rekja til Íslands og Noregs?

Um ævi og gjörðir Leifs Eiríkssonar höfum við fáar heimildir og allar eru þær ungar, miðað við að hann á að hafa verið uppi um árið 1000. Meginheimildirnar um hann eru Eiríks saga, en elsta handrit hennar (Hauksbók) er ritað skömmu eftir 1300, og Grænlendinga saga, sem ekki finnst í eldra handriti en frá því um 13...

category-iconLandafræði

Hvað er Snæfellsjökull hár og hvar er hann í röðinni yfir hæstu jökla Íslands?

Snæfellsjökull nær upp í 1446 m hæð og er áttundi hæsti jökull landsins. Hæstur er vitaskuld Vatnajökull með Hvannadalshjúk, hæsta tind landsins sem rís 2110 (nákvæmlega 2110,6) metra yfir sjávarmál. Þar á eftir kemur Hofsjökull sem nær upp í 1800 metra hæð. Drangajökull er hins vegar lægstur af helstu jöklum la...

category-iconStærðfræði

Hvenær barst núllið til Íslands og hvaða talnakerfi notuðu norrænir menn fyrir tilkomu núllsins?

Talið er að núllið sem sérstakur tölustafur hafi fyrst komið fram í Evrópu í skólaljóðinu Carmen de Algorismo eftir franska klerkinn Alexander de Villa Dei (Benedict, 1914: 122). Carmen de Algorismo er lítil þula ort á latínu undir sexliðahætti (hexameter), alls um 300 vísuorð, mismörg eftir handritum. Þuluformið ...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist ef fuglaflensan kemur til Íslands og er til eitthvert mótefni gegn henni?

Það er ekki gott að segja til um hvað gerist ef fuglaflensa berst til Íslands. Það fer væntanlega eftir því hvort um verður að ræða veiruna eins og hún er í dag eða hugsanlega stökkbreytt afbrigði. Og ef hún stökkbreytist þá fara áhrifin af því hverjir eiginleikar veirunnar verða. Algengasta smitleið fuglaflen...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu nýjar hákarlategundir komið til Íslands þar sem hitastig er að hækka vegna gróðurhúsaáhrifa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Þar sem hitastig jarðar fer hækkandi vegna gróðurhúsaáhrifanna er þá möguleiki að stærri rándýr eins og hákarlar, sem sækjast í heitari sjó, komi til sjávar í kringum Ísland á næstunni? Hitastig hefur farið hækkandi á jörðinni síðastliðin ár. Til að mynda hefur hitastig á s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er ekki skráð í stjórnarskrá Íslands að íslenska sé opinbert tungumál landsins?

Einfaldasta skýringin á þessu er að Alþingi, og væntanlega einnig almenningi, hefur ekki þótt nægilega rík ástæða til þess að binda það í stjórnarskrá að íslenska sé opinbert tungumál lýðveldisins. Þetta kann að vera að breytast, til að mynda með tilkomu Internetsins, nýrri máltækni í stafrænum heimi og auknum ...

category-iconEfnafræði

Hvort frýs heitt eða kalt vatn hraðar?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort frystist heitt eða kalt vatn betur? Gert er ráð fyrir að í upprunalegu spurningunni sé spurt um hvort heitt eða kalt vatn frjósi hraðar. Stutta svarið við þeirri spurningu (að mati höfundar) er nei, heitt vatn frýs ekki hraðar en kalt vatn. Málið er hins vegar f...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var guðinn Próteus?

Próteus, einnig kallaður hinn aldni sjávarmaður, var guðleg vera samkvæmt grískri goðafræði. Hann var annað hvort sonur sjávarguðsins Póseidonar eða Óseanusar, sem var persónugervingur hafsins sjálfs. Próteus hélt sig aðallega hjá Pharos-eyjum við Egyptaland sem hirðir sela Póseidonar. Hann gat séð framtíð þe...

category-iconVísindavefur

Hvað eru margir vöðvar í mannslíkamanum?

Í mannslíkamanum er um 640 vöðvar sem bera nafn auk nokkurra þúsunda ónefndra minni vöðva. Vöðvarnir skiptast svo í þrjár tegundir: Þverrákótta vöðva, slétta vöðva og hjartavöðva. Þverrákóttir vöðvar eru þeir vöðvar sem lúta stjórn viljans og við notum til að hreyfa okkur. Sinar líkamans tengja þá við bein...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða gjaldmiðill er í Kína og Japan?

Eitt yuan Gjaldmiðill Kína heitir renminbi og er yuan algengasta eining hans. Renminbi er skammstafað RMB og tákn yuansins á alþjóðamarköðum er CNY. Nánar er fjallað um gjaldmiðil Kína í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Eru renminbi og yuan sami gjaldmiðillinn? 1000 yen Gjaldmiðill Japans heitir y...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju er blóð yfirleitt rautt?

Blóðið fær rauðan lit sinn af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða, sem finnst í rauðum blóðkornum manna og margra annarra dýra. Hemóglóbín er prótínsameind sem samanstendur af glóbíni (e. globin), sem er einn af tveimur helstu flokkum prótína líkamans, og fjórum hemhópum (e. heme) sem eru lífræna...

category-iconUnga fólkið svarar

Er það rétt að læmingjar kasti sér fram af björgum?

Læmingjar eru hópur lítilla nagdýra sem tilheyra ættbálkinum Lemmini. Til eru um 20 tegundir læmingja og lifa þær allar á norðlægum slóðum. Læmingjar eru 8-22 sm á lengd og vega frá 20-112 g, en stærð og þyngd er breytileg milli tegunda. Þeir eru kringluleitir, stuttfættir, smáeygðir, með mjúkan feld og stutt skot...

category-iconUnga fólkið svarar

Í hvaða landi var ísinn fundinn upp?

Það er margt á huldu um hver hafi fyrst fundið upp á því að búa til og borða ís. Algengasta sagan er einhvern veginn svona: Hinn frægi landkönnuður Marco Polo (1254-1324) sneri aftur til Ítalíu frá Kína og hafði þá með sér uppskrift að ís. Uppskriftin barst svo til Frakklands þegar Katrín af hinni frægu Medici...

category-iconUnga fólkið svarar

Voru María Magdalena og María mey sama konan?

Nei þær voru ekki sama konan. Samkvæmt Nýja Testamentinu var María mey móðir Jesú og því oft kölluð guðsmóðir til að vísa í þá trú að Jesú væri hinn eilífi sonur guðs. Ekki er mikið fjallað um Maríu í guðsspjöllunum og lítið er vitað um ævi hennar. Hún á að hafa komið frá Nasaret og verið dóttir hjóna að nafni ...

Fleiri niðurstöður