Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 80 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvert er hlutverk Öryggisnefndar ríkisins?

Hér er einnig svarað spurningum sama efnis frá Eiði Alfreðssyni og Arnþóri Reynissyni. Eftir mikla leit í frumskógi reglugerða og laga í íslenskri stjórnsýslu fannst einungis á einum stað eitthvað sem gæti talist vera Öryggisnefnd ríkisins. Það er í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnus...

category-iconHeimspeki

Er munur á mótsögn og þversögn? Ef svarið er já, hver er þá munurinn?

Mótsögn er í hnotskurn fullyrðing sem bæði játar og neitar því sama. Einföld framsetning gæti verið á þessa leið á táknmáli rökfræðinnar: p ∧ ¬ p (það er p og ekki-p) þar sem breytan p stendur fyrir hvaða staðhæfingu sem er. Ef breytan p stendur til dæmis fyrir staðhæfinguna „Ísland er eyja“ fæst: Íslan...

category-iconHeimspeki

Ef þetta er spurning hvert er þá svarið?

Við skulum byrja á því að skoða orðið "þetta" í setningunni sem er skrifuð í spurningarreitinn. Í málfræðinni er "þetta" flokkað sem ábendingarfornafn og í málspekinni er talað um ábendingarorð (e. indexicals), samanber svör Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunum Hvenær er núna? og Hvað er þetta? Í báðum...

category-iconFélagsvísindi

Er einhver munur á því að setja mann í embætti eða skipa hann?

Já, á þessu tvennu er munur. Hann felst í því hvernig staðið er að ráðningu viðkomandi, hve lengi hún stendur og hve varanleg hún er. Að sama skapi er staða embættismanna sem hafa verið settir í embætti og skipaðir ekki alfarið sú sama. Almenna reglan er sú að opinberir embættismenn eru skipaðir í embætti. Samk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við með málshættinum „Ekki má kasta svartri konu úr sæng“?

Öll spurningin hljóðaði svona: Í málsháttasafni Nönnu Rögnvaldardóttur er setning sem hljómar svona: "Ekki má kasta svartri konu úr sæng." Það hlýtur að vera að þetta þurfi ekki túlka bókstaflega - en hver er uppruni málsháttarins og hvað þýðir hann í rauninni? Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju heitir bögglaberi þessu nafni?

Bögglaberi er grind á reiðhjóli, oftast aftan við sætið. Eins og nafnið bendir til á að nota hana til að bera böggla. Orðið böggull er smækkunarorð af 'baggi', og merkir þess vegna 'lítill baggi' eða 'pakki'. Af orðinu böggull er leidd sögnin böggla sem þýðir að 'kuðla' eða 'vöðla', en það á ágætlega við þegar ...

category-iconHeimspeki

Hvernig veit maður hvað er spurning? Og ef maður veit það, hvernig veit maður svarið?

Spyrjandi spyr okkur spurningarinnar: "Hvernig veit maður hvað er spurning?" Við getum orðað svarið við þeirri spurningu til dæmis svona: Við vitum að tiltekin setning er spurning ef í henni felst áskorun til viðmælanda um að veita upplýsingar. Um þessa skilgreiningu á spurningu má til dæmis lesa í svörum Erlendar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er skilgreiningin á þrepasönnun?

Spyrjandi bætir við: Má þrepasanna án þess að vera með gildi sitt hvoru megin við jafnaðarmerki? Er hægt að þrepasanna í orðum? Sönnun með þrepun, þrepasönnun, er ákveðin gerð stærðfræðisönnunar sem þráfaldlega er notuð til að sýna fram á að fullyrðing sé sönn (eða regla gildi) fyrir allar náttúrlegar tölur, þ...

category-iconHeimspeki

Er raunverulega hægt að orða hugsanir sínar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er tungumálið öðrum þræði „bara ruslakista heilans“ (eins og bróðir minn orðaði það) eða hvers vegna annars breytir það einhverju um mína líðan að hafa orðað einhverja hugsun upphátt eins og það virðist gera? Þessi spurning er ansi djúp ráðgáta sem getur strax af sér aðrar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að skilgreina hvað telst vera íslenskt orð?

Eitt sinn var ég spurður hvort computer says no væri íslenska. Þetta er þekktur frasi sem á uppruna sinn í gamanþáttunum Little Britain frá því upp úr aldamótum og fólk bregður oft fyrir sig þótt annars sé verið að tala íslensku. Í fljótu bragði kann það að virðast fráleitt að spyrja hvort þetta sé íslenska – þett...

category-iconStærðfræði

Hver var Marie-Sophie Germain og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Marie-Sophie Germain fæddist í París 1. apríl 1776. Hún var ein þriggja dætra velstæðra hjóna, Ambroise-Francois og Marie Germain. Faðir hennar var silkikaupmaður, áhrifamaður í stjórnmálum og síðar bankastjóri í Frakklandsbanka. Heimilið stóð opið þeim sem aðhylltust þjóðfélagsbreytingar í frjálsræðisátt, svo ung...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er rétt og hvað er rangt í máli?

Rétt íslenskt mál er málnotkun sem samræmist (einhverri) íslenskri málvenju en rangt íslenskt mál samrýmist engri íslenskri málvenju. Rangt mál, til dæmis setningin "Páll eldaði fiskurinn", getur hvergi talist æskilegt en ekki er þar með sagt að rétt mál (í þessum skilningi) eigi sjálfkrafa rétt á sér við allar að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er ekki til formúla fyrir lausnum fimmta stigs jöfnu?

Áður en við svörum spurningunni skulum við gera grein fyrir helstu hugtökunum sem koma fyrir í henni, svo það sé öruggt að við séum öll að tala um sömu hlutina. Að leysa jöfnur af því tagi sem spurt er um þýðir að finna núllstöðvar margliðu, en það eru föll af gerðinni \[P(x)=a_{n}x^{n}+a_{n-1}x^{n-1}+...+a_{1}x+...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni?

Rökfræði fjallar um það hvenær eina setningu, sem við köllum niðurstöðu, leiðir af öðrum setningum, sem við köllum þá forsendur. Og ástæðan fyrir því að rökfræði getur verið flókin er í sem stystu máli sú að það getur verið flókið mál hvenær niðurstöðu leiðir af gefnum forsendum. Aþenuskólinn e. Rafael. Aristótel...

category-iconHeimspeki

Hvernig getur Guð verið dáinn ef hann fæddist aldrei?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Nietzsche sagði að Guð væri dáinn; hvernig getur Guð verið dáinn ef Guð fæddist aldrei, hvernig getur eithvað dáið sem aldrei hefur öðlast líf?Ýmsir hafa brotið heilann um þessa spurningu en tvær ólíkar forsendur kunna að liggja henni til grundvallar. Annars vegar má hugsa sér...

Fleiri niðurstöður