Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 156 svör fundust
Hvernig fann Eratosþenes ummál jarðar svo nákvæmlega meira en 200 árum fyrir Krist?
Á þriðju öld fyrir Krist tókst Eratosþenesi að reikna ummál jarðarinnar með nokkuð góðri nákvæmni. Aðferðina sem hann beitti má skýra með meðfylgjandi mynd. Eratosþenes vissi að á hádegi um hásumar falla ljósgeislar frá sólinni beint ofan í brunn í borginni Sýenu við Níl. Sólin er því beint yfir henni á þessum ...
Hvað er deiling og hver uppgötvaði þessa stærðfræðiaðferð?
Flestum kemur skipting til hugar þegar reikniaðgerðin deiling er nefnd. Eðli deilingar getur þó verið ólíkt ef grannt er skoðað. Talað er um tvenns konar deilingu, annars vegar skiptingu en hins vegar endurtekinn frádrátt. Munurinn er að annars vegar á að skipta jafnt í tiltekinn fjölda staða en hins vegar að ...
Hvernig eru kívíávextir ræktaðir?
Kívíávextir, eða loðber, eru aldin klifurplantna af ættkvíslinni Actinidia; Wikipedia nefnir Actinidia deliciosa og Encyclopædia Britannica Actinidia chinensis. Hægt er að lesa meira um kívíávöxtinn í svarinu Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til? eftir EMB. Einnig má benda á svar Jóns Más Halldórsso...
Eru samtöl (eigindlegar rannsóknir) vísindi?
Fyrst þarf að greina örstutt þau hugtök sem felast í spurningunni. Samtöl, sem einnig ganga undir nafninu djúpviðtöl, er aðferð sem beitt er í félags- og heilbrigðisvísindum þar sem viðfangsefnið er fólk. Hér skilgreini ég félagsvísindi vítt; þau innibera fjölmargar greinar svo sem félagsfræði, stjórnmálafræði, ma...
Er siðferðilega rétt að veiða lax í þeim eina tilgangi að sleppa honum?
Á undanförnum árum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting á því hvernig við teljum æskilegt að koma fram við umhverfi okkar. Margt af því sem áður þótti eðlilegt þykir núna fullkomlega óásættanlegt. Stærstu breytingarnar tengjast líklega því hvernig við förum með úrgang og rusl, en á síðustu árum hafa viðhorf okkar ti...
Er hægt að koma efnisögnum á meiri hraða en ljóshraða? Ef ekki, verður þá hægt að rannsaka svokölluð svarthol?
Samkvæmt almennu afstæðiskenningunni er ekki hægt að koma neinum fyrirbærum á hraða sem er meiri en hraði ljóssins í tómi. Afstæðiskenning Einsteins hefur nú verið staðfest það vel að eðlisfræðingar líta svo á að hún sé rétt og því sé ómögulegt að koma ögnum á meiri hraða. Auk þess gildir að agnir sem hafa kyrrstö...
Mig langar að spyrja um ammóníak, framleiðslu þess og notagildi.
Ammóníak Ammóníak er litlaus daunill lofttegund undir venjulegum kringumstæðum (við staðalaðstæður). Sameind ammóníaks samanstendur af einni köfnunarefnisfrumeind (N) og þremur vetnisfrumeindum (H) og er táknuð með efnaformúlunni NH3. Um hættu af völdum ammóníaks er fjallað í svari sama höfundar við spurningunn...
Hvers vegna myndast magasár?
Hér er einnig svar við spurningunni: Hvaðan kemur bakterían sem veldur magasári, er hún í matinum okkar eða fæðumst við með hana? Magasár er oft notað sem samheiti yfir svonefnd ætisár í maga og skeifugörn. Ætisár eru býsna algeng, en áætlað er að einn af hverjum 100 einstaklingum fái ætisár á lífsleiðinni. ...
Er hið örugga tímabil kvenna til?
Spurningin í heild sinni hjóðar svona: Er hið „örugga“ tímabil kvenna til? Það tímabil sem öruggara er að stunda kynlíf án getnaðarvarna en annarr. Svokallaðir „öruggir dagar“ (e. rhythm method eða fertility awareness method) eru meðal margra aðferða sem notaðar hafa verið til að koma í veg fyrir getnað. Slíkar a...
Hver fann upp áfengið?
Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við áfenga drykki, en sjálft áfengið í þeim, etanólið (C2H5OH), er náttúrulegt efni og ekki fundið upp af neinum. Menn hafa bruggað og drukkið áfengi allt frá forsögulegum tíma. Þetta á þó bara við um gerjaða drykki eins og bjór og vín, það er drykki sem framleiddir eru me...
Hverjir eru kostir og gallar atferlisþjálfunar fyrir börn?
Atferlisþjálfun er markviss notkun á vel þekktum námslögmálum í þeim tilgangi að kenna eða móta tiltekna hegðun og losna við aðra úr hegðunarmynstri einstaklings. B. F. Skinner (1904-1990) setti þessi lögmál fram einna fyrstur manna og byggja þau á þeirri grundvallarhugmynd að hegðun skilyrðist eða lærist vegna þe...
Hvað þýðir arabíska orðið halal?
Orðið halal er notað um allt það sem er leyfilegt samkvæmt íslömskum lögum. Andstæðan við halal er haraam, sem er notað um það sem íslömsk lög banna. Í löndum þar sem arabíska er ekki opinbert mál er halal oftast notað til að tilgreina þau matvæli sem múslimar mega neyta. Í því tilfelli gegnir orðið sambærilegu hl...
Af hverju margföldum við stundum í kross þegar við leysum jöfnur með brotum í stað þess að finna samnefnara og lengja með honum?
Fyrst er rétt að gera grein fyrir tveimur hugtökum sem koma fyrir í spurningunni: Samnefnari tveggja eða fleiri brota er tala sem allir nefnarar brotanna ganga upp í. Ef við höfum til dæmis brotin $\frac7{9}$ og $\frac5{12}$, þá er talan $36$ samnefnari þeirra, því báðir nefnararnir $9$ og $12$ ganga upp í han...
Hverjar voru helstu heimspekihugmyndir Platons?
Höfundur þessa svars hefur þegar fjallað um heimspeki Platons í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum. Í svarinu Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól? gerir hann grein fyrir frægustu kenningu Platons, frummyndakenningunn...
Hvers vegna fær maður æðaslit?
Litlar, þunnar bláæðar liggja nálægt yfirborði húðar. Þær tengjast bláæðakerfi líkamans en eru ekki nauðsynlegur hluti þess. Æðaslit eða háræðaslit (e. spider veins eða telangiectasias) felur ekki í sér að æðarnar slitni eins og nafnið kann að gefa til kynna heldur myndast það þegar þessar æðar víkka út þannig að ...