Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 135 svör fundust
Af hverju er grjótið á Mars rautt?
Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er ...
Hver konar skip var knörr á tímum Eiríks rauða?
Upphaflega var spurt:Hvað eru knörr?Get ég fengið lýsingu á knörr á tímum Eiríks rauða? Hvernig var knörr að gerð og hvernig notaður? Ólafur digri Haraldsson hélt frá Englandi til Noregs með menn sína á tveimur knörrum, víst haustið 1014. Um þessa för getur samtímaskáldið Óttar svarti í tveimur dróttkvæðum vísu...
Hvaðan var Leifur heppni?
Leifur heppni var sonur Eiríks rauða sem er talinn einn af landnámsmönnum Íslands. Hann bjó á Eiríksstöðum í Haukadal í Dölum en hrökklaðist þaðan og var dæmdur í þrjú ár af landinu. Hann hóf landnám á Grænlandi árið 986. Leifur er yfirleitt talinn vera íslenskur en samkvæmt Grænlendinga sögu fór hann í landale...
Hvað hét byggð Eiríks rauða á Grænlandi og hvaða heimildir eru til um hana og endalok hennar?
Norrænir menn á Grænlandi bjuggu á tveimur stöðum á vesturströnd Grænlands, sem nefndust Eystribyggð og Vestribyggð. Eystribyggð var fjölmennari og þar bjó Eiríkur, á Brattahlíð í Eiríksfirði. Sá fjörður nefnist nú Tunugdliarfik. Fundist hafa ummerki um norræna byggð í báðum þessum byggðarlögum. Fornleifauppgrefti...
Hvað er Genfarsáttmálinn?
Inngangur Genfarsáttmálinn eða Genfarsamningarnir öðru nafni eru í raun fjórir alþjóðasamningar sem samþykktir voru árið 1949 með tveimur frekari viðbótum árið 1977. Þetta eru alþjóðleg mannúðarlög sem hafa það að markmiði að vernda þá sem ekki taka beinan þátt í ófriði fyrir afleiðingum átakanna. Er hér aðalleg...
Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?
Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae (Mesostigmata, Acari) fannst nýverið í miklu magni í húsi fimm varphænsna í bakgarði íbúðarhúss í vesturbæ Kópavogs. Vikurnar á undan hafði varp hænsnanna minnkað og ein hænan drepist. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni um það hvort þetta sníkjudýr sé al...
Er blóð í kjötinu sem við borðum?
Þessari spurningu er óhætt að svara neitandi. Strax eftir slátrun eru skrokkar blóðtæmdir, og eru þannig blóðlausir að mestu við frekari vinnslu. Sá rauði vökvi sem kemur í ljós þegar til dæmis léttsteikt nautakjöt er skorið er í raun bara blóðlitað vatn. Það er fyrst og fremst litað af mýóglóbíni eða vöðvarauða, ...
Laðast naut virkilega að rauðu, eru þau ekki litblind?
Jú, það er rétt að naut séu litblind. Þau sjá heiminn þó ekki bara í svart-hvítu, heldur geta þau greint á milli einhverra lita. Til dæmis sjá þau mun á gulum og bláum. Naut sjá hins vegar engan mun á rauðum og grænum lit, eins og menn sem þjást af vissri tegund litblindu. Margir hafa heyrt að nautum sé illa vi...
Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna?
Upprunalega spurningin var: Var loftslagið á Íslandi, Grænlandi og víðar þar sem norrænir menn settust að í kringum landnámsöld mun hlýrra en við þekkjum í dag, eða svipað? Hvaða heimildir eru fyrir því, t.d. úr sagnaritun miðalda og vísindalegum mælingum? Náttúrulegar veðurfarssveiflur eru þekktar frá fyr...
Úr hverju er köngulóarvefur? Væri hægt að framleiða hann?
Köngulóarvefur er geysilega sterkur. Sumir fræðimenn hafa gengið svo langt að segja að efnið í vefnum sé nógu sterkt til að köngulóarvefur sem er svipaður að ummáli og pensill gæti stöðvað Boeing 747 þotu á flugi! Uppistaðan í köngulóarvefnum er fjölliða prótín sem nefnist fibróín (e. fibroin). Þræðirnir sem kö...
Hafa sauðnaut verið flutt til Íslands?
Eftir fyrri heimsstyrjöldina komu upp hugmyndir á Íslandi um að nýta auðlindir Grænlands. Meðal annars þótti vænlegt að flytja inn sauðnaut og rækta þau hér. Forvígismenn þeirrar hugmyndar voru Ársæll Árnason bókbindari og bókaútgefandi í Reykjavík, Þorsteinn Jónsson útgerðar- og kaupmaður frá Seyðisfirði, og ...
Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland?
Alþekkt er sögnin um Hrafna-Flóka Vilgerðarson í Landnámabók sem sat í Vatnsfirði við Barðaströnd heilan vetur en kvikfé hans féll um veturinn af heyleysi. „Var vor heldur kalt. Þá gekk Flóki norður á fjöll og sá fjörð einn fullan af hafísum; því kölluðu þeir landð Ísland.“ (Íslenzk fornrit I:38-39). Ísland stóð...
Hvers vegna kemur rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkva en ekki líka í fyrri?
Spurningin í heild var svona:Tunglmyrkvi 9. janúar 2001. Hvers vegna kom rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkvans (pen umbra), 9. janúar 2001, en ekki líka í fyrri?Skugga jarðar er skipt í tvo hluta: annars vegar er alskuggi (á ensku umbra), sem er dimmasti hluti skuggans og innan hans sést sólin alls ekki, og hin...
Hvaða tilgangi þjónar skjaldarmerkið og fyrir hvað stendur hvert fyrirbæri á því?
Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um uppruna og merkingu skjaldarmerkisins og þá sérstaklega um landvættirnar fjórar. Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Á riddaratímanum urðu þau til að mynda vinsæl sem merking á her...
Hvernig myndast rauð millilög?
Millilögin í tertíera jarðlagastaflanum eru jarðvegur sem myndast hafði á mislöngum tíma áður en næsta hraunlag rann yfir hann. Lögin eru af ýmsu tagi, rautt eða gult „laterít“ (myndað við efnaveðrun), surtarbrandur, leir, og gjóska (gosaska). Fyrir um 3 milljónum ára, þegar ísöld gekk í garð, breyttist ásýnd ...