Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 367 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýðir táknið µ til dæmis í skammstöfunum eins og µm og µA?

Heiti gríska bókstafsins µ er borið fram 'my'. Þegar stafurinn er notaður í heitum eininga táknar hann forskeytið 'míkró-'. Þannig er 'µm' lesið sem 'míkrómetri' (stundum raunar sem 'míkron') og 'µA' er 'míkróamper'. Forskeytið táknar einn milljónasta hluta á sama hátt og 'millí-' táknar einn þúsundasta og 'kíló-'...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvort er krullað hár ríkjandi eða víkjandi?

Krullað hár er víkjandi. Það þýðir að sá sem er með krullað hár hefur erft það frá báðum foreldrum sínum og er arfhreinn (homozygotic) hvað þennan eiginleika varðar. Einstaklingar með slétt hár eru annað hvort arfhreinir hvað slétt hár varðar og geta þá ekki eignast barn með krullur, eða þeir eru arfblendnir (het...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er jörðin ekki skrifuð með stórum staf eins og Júpíter?

Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um þetta í svari sínu við sömu spurningu. Þar segir meðal annars:Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er ég stelpa?

Þú ert stelpa vegna þess að sáðfruma pabba þíns, sem frjóvgaði egg mömmu þinnar, hafði X-kynlitning. Ef sáðfruman hefði verið með Y-kynlitning þá værir þú strákur. Þegar sáðfruman hafði frjóvgað eggið þá varð til okfruma sem síðan þróaðist og varð að þér! Á Vísindavefnum er að finna svar eftir Þuríði Þorbjarna...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða kennitölur eða mælikvarðar veita besta innsýn í þenslu fasteignamarkaðarins?

Engar kennitölur hafa verið settar saman, sem gefa traustar upplýsingar um verð á húsnæði í framtíðinni, þar sem margir þættir geta haft áhrif á verð íbúðarhúsnæðis á hverjum tíma. Aftur á móti hefur verið fundin ákveðin fylgni eða samband milli húsnæðisverðs og almenns hagvaxtar, sem sýnir að breytingar á fasteig...

category-iconUnga fólkið svarar

Erum við við eða ímyndun einhvers annars?

Þessa spurningu gætum við orðað svona: Erum við raunverulega til eða erum við bara í hugarheimi einhvers annars? Ef við erum til þá erum við sjálfstæðar manneskjur sem hafa sál og lifa í sameiginlegum heimi. Þá ráðum við yfir okkur sjálfum og þar með er svarið við spurningunni að við séum við og ekki ímyndun einh...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er melatónín og hver eru áhrif þess á dægursveiflur?

Frá örófi alda hefur verið þekkt að sveiflur setja mark sitt á lífverur, bæði í dýra- og jurtaríki. Lengd sveiflanna er breytileg. Algengastar eru dægursveiflur, til dæmis svefn og vaka, eins eru dægursveiflur í hormónalosun, ensímvirkni og fleira. Aðrar eru lengri, til dæmis árstíðabundnar breytingar á æxlunarfær...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna eru ljósin á norður- og suðurhveli talin vera samhverf?

Eins og fram kemur í svörum við spurningunum 'Af hverju stafa norður- og suðurljósin?' og 'Hvers vegna virðist stefna norðurljósa ávallt vera svipuð?' þá myndast norður- og suðurljósin við það að hlaðnar eindir, sem hreyfast hratt eftir segulsviðslínum jarðarinnar, rekast á sameindir og frumeindir í lofthjúpnu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig verkar heilinn?

Heilinn er afar flókið líffæri og það er ekki auðvelt að skrifa um það í stuttu máli hvernig hann starfar, fyrir utan það að margt við hann er enn á huldu. Ýmislegt um heilann er þó vel þekkt, til dæmis það að hjá flestum gegnir vinstri hluti heilans meira hlutverki en sá hægri við stjórnun hægri hlutar líkaman...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta álar?

Állinn (Anguilla anguilla) byrjar lífsferil sinn í Þanghafinu sem er í suðvestanverðu Norður-Atlantshafi. Hann lifir hins vegar mestan aldur sinn í ósöltu vatni þar sem hann nærist og vex. Állinn (Anguilla anguilla). Það má segja að állinn éti allt það sem að kjafti kemur og hann ræður við. Meðal annars leg...

category-iconJarðvísindi

Hvað getur eldgos orðið heitt?

Efnið sem kemur upp í eldgosum er misheitt og ræður þar miklu hver samsetning þess er. Kvikan sem kemur upp er gjarnan flokkuð eftir því hversu mikið kísilsýrumagn hún inniheldur. Heitasta kvikan er basísk kvika en hún inniheldur minnst af kísilsýru. Basalthraun, algengasta tegund hrauna á Íslandi, eru einmitt...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?

Eitt af hlutverkum peninga er að vera mælieining á verðmæti. Þessi mælieining hefur þó þann galla, ólíkt til dæmis mælieiningum metrakerfisins, að vera síbreytileg. Stundum er hægt að kaupa minna fyrir ákveðinn fjölda króna nú en áður. Þetta þýðir að mælieiningin hefur breyst og það er almennt kallað verðbólga. Ei...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta?

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað ræður augnalit okkar? segir meðal annars að gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráði því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg...

category-iconJarðvísindi

Hvað ræður því að jarðskjálftar á Íslandi verða ekki eins stórir og sums staðar í útlöndum?

Stærstu jarðskjálftar á Íslandi sem mælst hafa eru skjálfti undan norðurströndinni 1910, skjálfti á Rangárvöllum 1912, og skjálfti sem varð fyrir mynni Skagafjarðar árið 1963. Allir mældust þeir 7 stig að stærð. Nýlegri skjálftar hafa mælst nokkru minni, til dæmis voru skjálftarnir 17. og 21. júní 2000 af stærðin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Virða flugur eitthvert lögmál um lífsrými?

Upphaflega spurningin var svona: Ég er oft á sumrin stödd á sveitabæ þar sem flugur safnast stöðugt í eldhúsið. Þótt þær séu drepnar, koma alltaf mjög fljótt aðrar í staðinn, en aðeins að vissu marki, yfirleitt aldrei fleiri en 5-6 í þetta eldhús (nema í sérstökum flugnasumrum). Flugurnar sýnast virða eitthvert...

Fleiri niðurstöður