Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3231 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið?

Spurningin í fullri lengd var þessi: Er vitað hvaðan nafnið Kænugarður er upprunnið, mér finnst svolítið sérkennilegt að þetta nafn skuli ávallt vera notað af fjölmiðlafólki hérlendis, sérstaklega í seinni tíð, borgin heitir Kiev (eða Kyiv) og er að mér hefur skilist ævafornt nafn á höfuðborg Ukraínu. Orðið...

category-iconHugvísindi

Af hverju tóku Grikkir upp á því að trúa á grísku guðina?

Það er ekki gott að segja hvers vegna Grikkir tóku upp trú á grísku guðina en það var ekki meðvituð ákvörðun. Segja má að í ákveðnum skilningi hafi þeir þegar trúað á guðina sína frá því áður en þeir voru Grikkir. Til dæmis er nafn gríska guðsins Seifs (á grísku Zeus) komið af frumindóevrópska orðinu *Dyews sem va...

category-iconHugvísindi

Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna?

Ritheimildir segja frá veru Papa hér á landi áður en norrænir menn komu en að þeir hafi síðan horfið á braut. Þó að vissulega sé hægt að þreifa á gömlum handritum er líklega átt við annars konar áþreifanlegar sannanir. Gallinn við ritheimildir er sá að þær geta logið eða farið með fleipur, einkum og sér í lagi ...

category-iconLandafræði

Hvort eru fleiri menn eða kindur á Íslandi?

Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað eru margar kindur á Íslandi? kemur fram að árið 2000 voru alls 465.777 kindur í landinu miðað við tölur frá Hagstofu Íslands og hafði þeim fækkað um tæplega helming frá árinu 1978. Nýjustu tölur á vef Hagstofunnar um fjölda sauðfjár eru fyrir árið 2002 en þa...

category-iconHeimspeki

Af hverju eru dýr lægra sett en menn?

Okkur þykir vænt um gæludýrin okkar. Við gefum þeim nöfn og þau svara kalli okkar. Við gleðjumst með þeim þegar þau leika sér og finnum til með þeim þegar þau eiga bágt. Þau virðast hafa persónuleika. Gæludýrin kunna ekki að tala en okkur finnst að þau hagi sér oft alveg eins og menn. Er þá rétt að segja að mannes...

category-iconHugvísindi

Eru örnefni sunnar í álfunni sem gefa til kynna að norrænir menn hafi sest þar að, sambærilegt við nöfn hér eins og Vestmannaeyjar?

Jú, víkingar settust að í Normandie í Frakklandi, einkum á 10. öld, og örnefni þar bera þess merki. Þeir sem settust þar að komu víða að; Danir, Norðmenn, víkingar frá eyjunum í Atlantshafi, fólk af keltneskum uppruna af Bretlandseyjum og menn ensk-skandinavískrar ættar. Náið samband hefur því verið milli norrænna...

category-iconHugvísindi

Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða?

Hundrað að fornu merkti 120. Upphaf orðsins er ekki yngra en frá 11. öld, sennilega eldra, og merkti fyrst 120 álnir vaðmáls þar sem hver alin skyldi vera af tilskilinni stærð og réttum gæðum. Eftir því sem tímar liðu urðu tengslin við vaðmálið ógleggri og virðast vera með öllu horfin á 17. öld. Bæði alin og hundr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?

Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?

Með því að beita skyldleikagreiningu á erfðaefni hefur verið sýnt fram á að íslenskir kettir eru náskyldir köttum frá Skáni í Svíþjóð, Færeyjum og Hjaltlandseyjum en mun fjarskyldari köttum annars staðar á Bretlandseyjum. Rétt er að taka fram að kettir í íslenskum sveitum eru upprunalegri en kettir í þéttbýli sem ...

category-iconStærðfræði

Hver var al-Khwarismi og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Menning stóð með miklum blóma í Mið-Austurlöndum á áttundu og níundu öld e.Kr. Hún nefndist íslömsk menning, kennd við trúarbrögðin sem urðu til þar á sjöundu öld, íslam. Abū Abdallāh Mohamed ibn-Mūsā al-Khwārismī var íslamskur rithöfundur sem var uppi um það bil 780–850 e.Kr. Al-Khw&...

category-iconStærðfræði

Hver gaf tölunum upprunalega nafn á íslensku? Hvaðan koma nöfnin á þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hver er það sem gefur tölustöfum nafn á íslensku? Nú geri ég ráð fyrir því að að ekki öllum tölum hafi verið gefið nafn og því væri gaman að geta nefnt sína eigin tölu og fengið það skráð! Elstu heimildir um ritað mál á Íslandi eru frá 12. öld, um 300 árum eftir landnámið. Þæ...

category-iconFöstudagssvar

Hvernig fara geimverur í sturtu?

Einn af höfundum Vísindavefsins gaukaði að okkur eftirfarandi svari:Skrúfa fyrst frá kalda vatninu, síðan heita vatninu.Þetta er auðvitað stutta svarið en lesendur okkar væru fyrir löngu farnir frá okkur ef við hefðum lagt okkur eftir slíkum svörum. Við erum hins vegar mikið fyrir það að kryfja texta spurninga...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er erfðafræðilegi munurinn á manni og mannapa? Er órangútan ekki 97% maður?

Af mannöpunum standa simpansar næst manninum og eru prótín simpansa og manna flest nauðalík. Oft er því slegið fram að erfðafræðilegur munur á þessum tegundum sé ekki nema 1%, en nákvæm vitneskja um þennan mun fæst ekki fyrr en búið er að raðgreina genamengi apans og bera saman við genamengi mannsins. Líkamsby...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað var eða er elsti karl í heimi gamall?

Núverandi elsti karl í heimi er talinn vera Japani að nafni Yukichi Chuganji. Hann fæddist árið 1889 og hefur náð 112 ára aldri. Hann á heima í Fukuoka í Vestur-Japan. Hann hætti ekki að vinna fyrr en fyrir tveim árum. Hann vann við silkiormaræktun. Hann segir að lykillinn að langlífi sé hollur matur og bjartsýni....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr er skyldast mönnunum fyrir utan apa eða prímata?

Sennilega hafa prímatar (lat. Primata) komið fyrst fram fyrir um 60 milljónum ára, nokkrum milljónum ára eftir að risaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu. Þessir frumstæðu apar voru mjög smávaxnir og líkamsbygging þeirra minnti á íkorna nútímans. Lífshættir þeirra voru einnig svipaðir og hjá íkornum. Í ýmsu voru f...

Fleiri niðurstöður