Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 510 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað veldur nýburagulu?

Nýburagula er ástand í nýburum sem stafar af gulu litarefni sem kallast gallrauði (e. bilirubin). Þetta efni myndast við niðurbrot á slitnum rauðkornum en í þeim er rauða litarefnið blóðrauði. Járnið í blóðrauðasameindum er notað aftur í nýjar sameindir en prótínhlutanum er breytt í gallrauða sem þarf að fjarlægja...

category-iconLæknisfræði

Hvað er þvagsýrugigt?

Spurningin í heild hljóðar svona: Hvað er þvagsýrugigt? Af hverju stafar hún? Er hún hættuleg? Hver er meðferðin við henni? Þvagsýrugigt byrjar oftast skyndilega með miklum verkjum og bólgu í einum lið. Sá liður sem oftast verður fyrir barðinu á þessu er fremsti liður stóru táar en aðrir liðir geta átt í hlut, ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er svona skrýtin lykt af gufunni á Hellisheiði?

Lyktin frá borholum á Hellisheiði stafar af brennisteinsvetni (H2S) í gufunni, en það er litlaus, baneitruð og eldfim lofttegund. Sagt er að þefskynið taki öllum mælitækjum fram við að greina mjög lítinn styrk brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu, en aukist styrkurinn hættir nefið að skynja lyktina og jafnframt ver...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegna nýrnahetturnar?

Tvær nýrnahettur (e. adrenal glands) eru í líkamanum, ein ofan á hvoru nýra. Þær eru þríhyrningslaga og eru rúmlega 1 cm á hæð og um 7,5 cm á lengd. Nýrnahettur eru innkirtlar, sem þýðir að þær mynda hormón. Hvor nýrnahetta er gerð úr tveimur meginhlutum, að utanverðu er svokallaður börkur sem umlykur merg að...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju prumpar maður og ropar?

Allir hafa loft í meltingarveginum sem líkaminn þarf að losa sig við og til þess notar hann ropa eða prump. Þetta loft á sér tvenns konar uppruna, annars vegar loft sem við gleypum og hins vegar loft sem myndast við niðurbrot ómeltanlegrar fæðu. Við gleypum alltaf svolítið loft þegar við kyngjum mat eða dryk...

category-iconEfnafræði

Hvað er metangas og hvernig er það nýtt?

Metan er einfaldasta samband kolefnis og vetnis sem til er; efnaformúlan er CH4. Metan er lyktarlaus gastegund og skaðlaust við innöndun. Það er léttara en loft og gufar því mjög fljótt upp komist það í snertingu við andrúmsloft. Orkan sem felst í metaninu er nýtt með bruna, oftast með bruna til hitunar en ei...

category-iconFélagsvísindi

Eru ofskynjunarsveppir ólöglegir á Íslandi?

Já, innflutningur, útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla, tilbúningur og varsla ofskynjunarsveppa er ólögleg skv. lögum nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni. Í 1. mgr., sbr. 4. mgr. 2. gr. laganna kemur fram að neysla þeirra efna sem talin eru upp í lögunum sé bönnuð. Í 6. gr. lagann...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Parkinsonssjúkdómur?

Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er mengun í hafinu farin að hafa áhrif á ísbirni?

Í heild hljóðar spurningin svona:Hvernig er mengun í hafinu farin að hafa áhrif á ísbirni? Hvaða efni eru það sem safnast fyrir í þeim og hvaðan koma þau helst? Rannsóknir á ísbjörnum eða hvítabjörnum (Ursus maritimus) benda til þess að ófrjósemi meðal þeirra hafi aukist verulega á undanförnum árum. Einnig hafa ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað hefur vísindamaðurinn Unnar Arnalds rannsakað?

Unnar Arnalds er fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskólans. Hann stundar rannsóknir í eðlisfræði þéttefnis með áherslu á efniseðlisfræði og þróun nýrra efna og á eiginleikum spunakerfa. Hann hefur auk þess starfað að þróun tækjabúnaðar í eðlisfræði og efnisvísindum og smíðaði meðal annars fyrstu smugsjána sem se...

category-iconUmhverfismál

Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?

Að flokka rusl er óneitanlega í tísku nú á dögum. Lítríkir bæklingar berast til okkar um að flokka hitt og þetta, æ fleiri sveitarfélög taka þátt í Staðardagskrá 21 og leggja sig fram um að gera gott betur, Vistvernd í verki (Global Action Plan) hefur stungið sér niður hér á landi, skilagjald var sett á dósir og f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru þrávirk lífræn efni og hvernig berast þau í dýr?

Þrávirk lífræn efni er samheiti yfir hóp efnasambanda sem eru mjög stöðug bæði í náttúrunni og í lífverum ef þau berast í þær. Um er að ræða efni eins og DDT, PCB og mörg fleiri. Þessi þrávirku efni eru fituleysanleg og geta borist í lífverur með fæðu. Þar safnast þau smám saman fyrir í vefjum enda er helmingunar...

category-iconNæringarfræði

Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?

Prótín í mjólk eru af ýmsum gerðum, en að mestu samanstanda þau af kaseinum (ostaprótínum) eða um 80%, og mysuprótínum, tæplega 20%. Því má segja að mysuprótín teljist til mjólkurprótína. Kaseinum má skipta í fjóra flokka, alfa-, beta-, gamma- og kappa-kasein. Í kaseinum er amínósýran prólín í miklu magni, en ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvert er hlutverk skjaldkirtilsins?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvers konar veikindum getur skjaldkirtill valdið? Hvað getið þið sagt mér um skjaldkirtilshormón og áhrif röskunar á þeim? Skjaldkirtillinn er innkirtill og myndar tvö hormón í tveimur megin frumugerðum sínum. Önnur frumugerðin myndar skjaldkirtilshormón en það er til í tvei...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Stefánsson rannsakað?

Andri Stefánsson er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Hann lauk MS-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands 1998 og doktorsprófi í jarðefnafræði frá ETH í Zürich í Sviss 2002. Rannsóknir Andra hafa einkum beinst að efnafræði jarðhitavatns, samspili vatns og bergs, eðlisefnafræði jarðhitavökva og up...

Fleiri niðurstöður