Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru geitur með þrjá maga?

Jón Már Halldórsson

Geitur eru með svokallaðan fjögurra hólfa maga líkt og kýr og önnur jórturdýr. Hólfin nefnast vömb, keppur, laki og vinstur (kvk.) og er vömbin langstærst að rúmmáli, um 80% af heildarrúmmáli magans.

Vömbin verkar sem eins konar gerjunartankur. Fæðan fer nánast ótuggin þangað niður og gerjast í svolítinn tíma fyrir tilstilli gerla og frumdýra en þau seyta ensímum sem brjóta niður harðgerðar jurtaleifarnar. Því næst berst fæðan í smáskömmtum aftur upp í munn dýrsins sem tyggur hana og kyngir svo á nýjan leik. Þetta ferli nefnist jórtur. Fæðan berst þá niður í keppinn, þaðan í lakann og svo að lokum í vinstrina. Í þessum hlutum magans fer fram frekari melting og upptaka næringarefna (aðallega fitusýra) og vatns.



Vinstrin hefur oftar en ekki verið nefnt hinn eiginlegi magi jórturdýra. Þar eru frumur sem seyta saltsýru (HCl) út í magann en hún er afar öflug við niðurbrot á fæðuleifunum. Þaðan berst fæðan niður í smágirnið þar sem meginupptaka næringarefna fer fram.

Mynd: Af heimasíðu Dr. Monte L. Thies, Department of Biological Sciences, Sam Houston State University.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

31.12.2004

Spyrjandi

Einar Konráðsson, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru geitur með þrjá maga?“ Vísindavefurinn, 31. desember 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4691.

Jón Már Halldórsson. (2004, 31. desember). Eru geitur með þrjá maga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4691

Jón Már Halldórsson. „Eru geitur með þrjá maga?“ Vísindavefurinn. 31. des. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4691>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru geitur með þrjá maga?
Geitur eru með svokallaðan fjögurra hólfa maga líkt og kýr og önnur jórturdýr. Hólfin nefnast vömb, keppur, laki og vinstur (kvk.) og er vömbin langstærst að rúmmáli, um 80% af heildarrúmmáli magans.

Vömbin verkar sem eins konar gerjunartankur. Fæðan fer nánast ótuggin þangað niður og gerjast í svolítinn tíma fyrir tilstilli gerla og frumdýra en þau seyta ensímum sem brjóta niður harðgerðar jurtaleifarnar. Því næst berst fæðan í smáskömmtum aftur upp í munn dýrsins sem tyggur hana og kyngir svo á nýjan leik. Þetta ferli nefnist jórtur. Fæðan berst þá niður í keppinn, þaðan í lakann og svo að lokum í vinstrina. Í þessum hlutum magans fer fram frekari melting og upptaka næringarefna (aðallega fitusýra) og vatns.



Vinstrin hefur oftar en ekki verið nefnt hinn eiginlegi magi jórturdýra. Þar eru frumur sem seyta saltsýru (HCl) út í magann en hún er afar öflug við niðurbrot á fæðuleifunum. Þaðan berst fæðan niður í smágirnið þar sem meginupptaka næringarefna fer fram.

Mynd: Af heimasíðu Dr. Monte L. Thies, Department of Biological Sciences, Sam Houston State University. ...