Líkaminn getur ekki melt og tekið upp sumar tegundir kolvetna í smáþörmum vegna skorts á réttum meltingarensímum. Þessi ómelta fæða berst frá smáþörmum í ristilinn. Þar eru náttúrulegar og skaðlausar bakteríur sem sundra fæðunni og mynda um leið lofttegundirnar vetni og koltvíoxíð.Fæðutegundir valda mismiklum vindgangi. Vitað er að fæðutegundir sem innihalda sykrur (kolvetni) geta valdið vindgangi en fita og prótín valda aftur á móti litlum vindgangi. Í áðurnefndi svari um vindgang er fjallað nánar um prump og ropa, vindlosandi fæðutegundir, einkenni og vandamál tengd lofti í meltingarvegi og hvað er hægt að gera við of miklu lofti í meltingarvegi. Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um meltingarveginn og meltingarfærin, til dæmis svör Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunum:
Af hverju prumpar maður og ropar?
Útgáfudagur
9.5.2006
Spyrjandi
Sigrún Torfadóttir, f. 1994
Tilvísun
EDS. „Af hverju prumpar maður og ropar?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5879.
EDS. (2006, 9. maí). Af hverju prumpar maður og ropar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5879
EDS. „Af hverju prumpar maður og ropar?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5879>.