Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 503 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Gísli Jónsson stundað?

Jóhannes Gísli Jónsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á setningafræði og innan hennar hefur hann glímt við ýmis viðfangsefni sem tengjast nútímaíslensku, færeysku, íslensku táknmáli og forníslensku. Allar þessar rannsóknir taka mið af beinum eða óbei...

category-iconStærðfræði

Hvað merkir X í þessum dæmum: X*X = 2, X*X*X = 3, X*X*X*X = 4, og svo framvegis?

Ef táknin í jöfnunum eru skilin á venjulegasta hátt, þá hafa jöfnurnar enga sameiginlega lausn. Slíkt er raunar algengt í stærðfræði og þykir ekki tiltökumál, einkum ef jöfnur eru fleiri en óþekktu stærðirnar. Fyrsta jafnan gildir ef X er ferningsrótin (kvaðratrótin) af 2 og önnur jafnan ef X er þriðja rótin a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja "Borgarfjörður eystri" eða "Borgarfjörður eystra"?

Algengt er að tala um Borgarfjörð eystri og er þeirri venju til dæmis haldið í ferðaauglýsingum frá héraðinu. Sjaldan er talað um Borgarfjörð vestri eða vestari. Þeir sem tala um Borgarfjörð eystra eru með í huga Borgarfjörð fyrir austan. Sé leitað að nöfnunum Borgarfjörður eystri og Borgarfjörður eystra í leitarv...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru nótur á píanói svartar og hvítar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Af hverju eru nóturnar á píanóinu bara hafðar svartar og hvítar? Og af hverju eru þær þá ekki svartar og hvítar til skiptis?Milli tveggja samliggjandi nótna á píanói, hvort sem þær eru báðar hvítar eða önnur hvít og hin svört, er svokallað hálftónsbil. Hálftónsbil fæst með þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upphaf lífsins?

Jafnvel á frumjörð hafa aðstæður getað verið nokkuð fjölbreytilegar og enginn veit með vissu hvernig þær voru þar sem líf kviknaði. Líklegt er að það hafi kviknað þar sem lífrænar sameindir gátu myndast eða safnast fyrir og lítið sem ekkert var um súrefni. En það hefur þurft mörg skref og líklega langan tíma til þ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er í miðju jarðar, hversu langt er þangað og hversu heitt er þar?

Jörðin er sem næst kúlulaga, og geislinn (radíus) er 6370 km, þannig að sú er fjarlægðin niður í miðju hennar. Jarðkjarninn, sem reyndar er stór kúla með um 3470 km geisla, er talinn vera að mestu úr járni og nikkel - þar hafa menn fyrir sér annars vegar eðlismassa (eðlisþyngd) kjarnans, og hins vegar loftsteina s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið frímerki?

Frímerki er tökuorð úr dönsku, en samsvarandi danskt orð er frimærke. Um miðja 19. öld var farið að ræða á þingi um að taka upp notkun frímerkja eins og í Danmörku. Í Tíðindum frá Alþíngi Íslendinga 1855 segir svo: „en eg held, að skoðun hans breyttist, ef hér væri innfærð „frímerki“, eins og í Danmörk“. Þarna er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um hunangsflugur?

Hunangsflugur eru af ætt býflugna en ólíkt býflugum gera þær sér ekki varanlegt bú. Lengi vel var aðeins ein tegund af ættinni hér á landi en nú eru þær þrjár. Gamla íslenska hunangsflugan heitir móhumla (Bombus jonellus). Hún er nokkuð algeng á láglendi um allt land en er mest í dreifbýli og finnst sjaldan í þ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna verður vatn hvítt þegar það fellur niður, eins og í fossum?

Endurkasti ljóss frá flötum er skipt í tvo flokka: speglun og ljósdreifingu. Við speglun (e. spatial reflection) ræðst stefna endurvarpaðs ljósgeisla af stefnu upprunageisla miðað við endurvarpsflötinn. Til að flötur geti framkallað spegilmynd af ljósgjafanum þarf endurkastið að vera af þessu tagi. Endurkast...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð?

Spurningin hljóðar í heild sinni svona:Af hverju gefa kettir frá sér þetta einkennilega kjökur þegar þeir sjá bráð? Hvaða tilgangi þjónar það? Kattareigendur þekkja það vel að kettir gefa frá sér ýmis hljóð. Það algengasta er mjálmið (mjá mjá mjá), en það hljómar með ýmsum blæbrigðum; rólegt, hvetjandi eða kveina...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er munurinn á stjörnuþoku og vetrarbraut?

Orðin stjörnuþoka og vetrarbraut eru samheiti yfir sama fyribærið sem á erlendum málum nefnist galaxy, en það er komið beint úr grísku, dregið af orðinu gala sem merkir mjólk. Vetrarbrautin NGC 4565. Í stjörnufræði er vetrarbraut næsta skipulagseining ofan við sólkerfi. Í hverri vetrarbraut er fjöldi stjarna....

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um Andrómedu-vetrarbrautina?

Andrómeda-vetrarbrautin er næsta stóra vetrarbrautin við vetrarbrautina okkar. Við góð skilyrði sést hún sem daufur þokublettur á næturhimninum í stjörnumerkinu Andrómedu, sem hún dregur nafn sitt af. Stjörnufræðingar nefna Andrómedu-vetrarbrautina oft M31 eða NGC 224 og er hún í um 2,8 milljón ljósára fjarlægð ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir 'miðvikudagur til moldar'?

Í íslenskri þjóðtrú kemur fram að máli gat skipt á hvaða vikudegi barn fæddist. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (II. bindi, 558) stendur:Sagt er að sá sem fæddur er á sunnudegi sé fæddur til sigurs, á mánudag til mæðu, á þriðjudag til þrifa (þrautar), á miðvikudag til moldar, á fimmtudag til frama, á föstudag til fjár,...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík?

Í heild hljóðar spurningin svona: Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík? Báðar útgáfur af þessu orði koma fyrir í fræðiritum og bókum. Í Landnámu (Íslensk fornrit I:392 og víðar) og fornbréfum er nafnið ritað Krýsuvík. Uppruni þess er óviss. Alexander Jóhannesson taldi að forliður nafnsins gæti verið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndaðist Esjan?

Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina milljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón áru...

Fleiri niðurstöður