Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4705 svör fundust
Ég er að skrifa stuttan fyrirlestur um þróun lífvera frá upphafi. Getið þið bent mér á heimildir?
Á Vísindavefnum er að finna nokkur svör sem fjalla um upphaf lífs á jörðinni, til dæmis þessi eftir Guðmund Eggertsson:Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upp...
Hvar er hægt að finna heimildir um uppruna og merkingu mannanafna?
Vísindavefnum berast reglulega spurningar um merkingu mannanafna, uppruna þeirra og stundum hvernig eigi að beygja nöfnin. Við höfum svarað einstaka spurningum um þetta efni, til dæmis eru til svör við spurningunum:Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?Getur nafnið Vatnar verið fyrir bæði kynin, og hvað þý...
Getið þið bent mér á heimildir um Tyrkjaránið og Tyrkja-Guddu?
Í Gegni sem er samskrá um safnakost íslenskra safna eru 69 færslur sem þar sem 'tyrkjaránið' kemur fyrir. Með því að smella á þennan tengil er hægt að skoða fyrstu tíu færslurnar og með því að smella á örina eða 'næstu' á síðunni er hægt að sjá næstu 10 færslur. Bækurnar og annað efni sem vísað er til fást ...
Hver var Hómer og eru til einhverjar traustar heimildir um hann?
Einfaldast er að svara spurningunni á þá leið að Hómer sé skáldið sem Grikkir eignuðu elstu bókmenntaverk sín, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu. Um þetta skáld vitum við nánast ekki neitt og meira að segja hafa menn efast um að kviðurnar séu verk einhvers eins höfundar. Hómer í fornöld Grikkir eignuðu skáldinu ...
Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?
Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Þannig getum við sagt að mannkynssagan nái aftur til þess tíma þegar dýrategundin Homo sapiens kemur fram fyrir um það bil 400-500 þúsundum ára, eða fyrsti forveri hennar (Australopithecines) sem talinn er koma fram fyrir u.þ.b. 4,4 milljónum ára. Venjan er hins vegar í ...
Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi?
Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir dýpstu stöðuvötn landsins: 1.Jökulsárlón, Breiðamerkursandi260m 2.Öskjuvatn220m 3.Hvalvatn160m 4.Þingvallavatn114 m 5.Þórisvatn113m 6.Lögurinn112m 7.Kleifarvatn97m 8.Hvítárvatn84m 9.Langisjór75m Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir ...
Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til?
Hér er einnig svarað spurningu Þorsteins Kolbeinssonar, Eru til einhverjar sagnfræðilegar heimilidir fyrir því að Jesús Kristur hafi verið til og að frásögn Biblíunnar samræmist heimildum sagnfræðinnar? og spurningu Sveinbjörns Finnssonar Var Jesús til? Innan sagnfræði er hugtakið „heimild“ notað fremur en „sön...
Hvar á netinu get ég nálgast upplýsingar um þróun manna?
Darwin hélt því fram að menn og apar hefðu átt sameiginlegan forföður. Ekki lögðu allir jafnmikinn trúnað á þessa hugmynd, eins og sést hér á skopmynd af Darwin í líki apa. Mikið hefur verið skrifað um þróun mannsins á netinu. Við heimildaleit getur oft verið gott að skoða fyrst alfræðiorðabækur eins og...
Kom Kristófer Kólumbus til Íslands?
Í janúar 1495 skrifaði Kólumbus konungshjónunum á Spáni þeim Ferdínand og Ísabellu bréf í þeim tilgangi að réttlæta og verja gerðir sínar sem landstjóri í spænsku nýlendunum vestanhafs en margt var honum mótdrægt í því starfi. Einnig höfðu andstæðingar hans heima í Madríd gagnrýnt hann og rægt. Bréfið notaði hann ...
Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?
Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...
Um hvað er Íslendingabók Ara fróða?
Íslendingabók er yfirlit yfir sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til ársins 1118. Hún var samin á árunum 1122–32 af prestinum Ara Þorgilssyni (1068–1148) sem hlaut síðar viðurnefnið hinn fróði. Sagt er frá helstu landnámsmönnum, fyrstu lagaskipan, setningu Alþingis, skiptingu landsins í fjórðunga og fundi Græn...
Eru nefndir í Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu sjálfstæðar eða lúta þær stjórn félagsins?
Vísindavefurinn svarar ekki oft sértækum spurningum af þessu tagi - en segja má að þessi spurning bjóði upp á fræðslu um lög félagasamtaka almennt og ýmislegt í þeim efnum sem gott er að hafa í huga. Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu og áhugafólks um málefni þess (FEBRANG) eru félagasamtök. Lög félagsins o...
Hver var Heródótos frá Halikarnassos?
Heródótos frá Halikarnassos var forngrískur sagnaritari, sem skrifaði um sögu Persastríðanna og hefur verið nefndur faðir sagnfræðinnar. Heródótos fæddist um 484 f.Kr. í Halikarnassos, sem var dórísk nýlenduborg í Litlu-Asíu. Hann ferðaðist víða, meðal annars til Samos og grískra nýlendna umhverfis Svartahaf, til ...
Gætuð þið vísað mér í heimildir um kjarnorkusprengjuna, kjarnorkuvopnakapphlaupið, hver fann kjarnorkuna upp?
Hér er einnig svarað spurningu Guðmundar Magnússonar: „Hvar finn ég upplýsingar um tilraunir með kjarnorkusprengjur?“ Kjarnorkusprengjan í Nagasaki, Japan.Um heimildir ber fyrst að nefna tvær afbragðsgóðar bækur eftir Richard Rhodes. Í fyrsta lagi bókina The Making of the Atomic Bomb, sem segir frá forsögu kjarn...
Hvaða heimildir eru til um Vatnsenda-Rósu og hvað er vitað um hana?
Lítið hefur verið skrifað um Rósu Guðmundsdóttur (1795-1855) sem oft er kölluð Vatnsenda-Rósa. Samtímaheimildir um búsetu hennar, störf og getu er einkum að finna í umsögnum presta, en þessar umsagnir eru þó heldur þurrar og ná á engan hátt að fanga persónuna sjálfa. Það er þó einnig skrifað nokkuð um Rósu í Natan...