Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 76 svör fundust
Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?
Hér verður einnig svarað spurningunni: Hver algengustu trúarbragða nútímans eru elst? Verður sagt frá þeim trúarbrögðum sem flestir aðhyllast í heiminum í dag, kristni, íslam, hindúisma og búddisma. Auk þess verður fjallað um gyðingdóm sem fellur ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum en sem er engu að s...
Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust?
Því engi er sá maður, hvorki meira háttar, né minna, að ekki fái eitthvert nafn, þá hann eitt sinn er til kominn, því allir foreldrar gefa heiti börnum sínum, þá þau eru fædd. (Sveinbjörn Egilsson 1948) Þetta lætur skáldið Hómer Alkinóus segja við hina róðrargjörnu Feaka í áttunda þætti Ódysseifskviðu en hún var o...
Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum?
Rómverski mælskusnillingurinn og heimspekingurinn Marcus Tullius Cicero] skrifaði á einum stað: „Því að vita ekki hvað gerðist áður en maður fæddist, það er að vera ætíð barn.“ (Orator 120) Og það má til sanns vegar færa en við skulum skoða málið aðeins nánar. Hvers vegna stundum við rannsóknir á Rómaveldi eða for...
Hvort eru fleiri konur eða karlar á Íslandi?
Svarið er karlar. Þann 1. desember 1999 voru Íslendingar 278.717 talsins, þar af voru 139.518 karlar og 139.199 konur. Mismunurinn er 319. Á höfuðborgarsvæðinu eru konur hins vegar fleiri en karlar (86.986 á móti 84.529) og gildir það bæði um höfuðborgina sjálfa (55.624 konur og 53.528 karlar) og Hafnarfjörð, ...
Er kynferðislegur losti litinn hornauga í flestum samfélögum?
Ómögulegt er að svara þessari spurningu svo mark sé að. Í besta falli má segja að mjög mismunandi sé eftir samfélögum hvernig litið er á losta (eða ástleitni), enda ákaflega ólíkt hvað telst til ástleitni eða losta eftir því hvar er. Sums staðar er talið sjálfsagt að sýna kynfæri, eða sækjast eftir ástum, annars s...
Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær?
Á fjórða árþúsundinu fyrir Krist fór að breiðast út um vestanverða Evrópu sá siður að gera mannvirki úr stórum steinum. Þessi fyrirbæri hafa verið nefnd á máli vísindanna „megalithos“ (e. megaliths) sem er komið úr grísku og merkir „stór steinn“, en á íslensku hafa þau verið kölluð jötunsteinar. Stærsta og tilkomu...
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Ottósdóttir stundað?
Guðbjörg Ottósdóttir er lektor við félagsráðgjafardeild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum verið eigindlegar og snúið að alþjóðlegum fólksflutningnum og því að ferli að setjast að í nýju landi. Þau viðfangsefni sem Guðbjörg hefur meðal annars fengist við eru reynsla innflytjend...
Eru samtöl (eigindlegar rannsóknir) vísindi?
Fyrst þarf að greina örstutt þau hugtök sem felast í spurningunni. Samtöl, sem einnig ganga undir nafninu djúpviðtöl, er aðferð sem beitt er í félags- og heilbrigðisvísindum þar sem viðfangsefnið er fólk. Hér skilgreini ég félagsvísindi vítt; þau innibera fjölmargar greinar svo sem félagsfræði, stjórnmálafræði, ma...
Staðfesta nútímarannsóknir að Íslendingar séu að mestu leyti komnir af Norðmönnum líkt og segir í fornum ritum?
Landnám Íslands var síðasti áfangi í útbreiðslu mannsins í Evrópu. Ríkar heimildir eru til um þetta landnám, og það má segja að meira sé vitað um tilurð íslensku þjóðarinnar en um tilurð nokkurrar annarrar þjóðar í Evrópu (og jafnvel í heiminum). Almennt er talið að landnám hafi átt sér stað á tímabilinu 870-93...
Hvers vegna er mannkynið svo erfðafræðilega einsleitt sem raun ber vitni?
Eins og fram kemur í svari Agnars Helgasonar við spurningunni Eru kynþættir ekki til? er tegundin maður (Homo sapiens) óvenju einsleit í skilningi erfðafræðinnar þrátt fyrir landfræðilega útbreiðslu sem spannar nær öll landsvæði jarðar. Það er því ekki óeðlilegt að sú spurning vakni hvers vegna tegund okkar er svo...
Hvernig hefur femínismi haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir?
Spurningin hljóðar svona í heild sinni:Hvað er femínismi og hvernig hefur sú stefna haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir? Hvað er femínískt sjónarhorn? Lesendum skal jafnframt bent á svar Þorgerðar Einarsdóttur við spurningunni Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum? ...
Af hverju er skrift til?
Í mörgum menningarsamfélögum þar sem ritmál var óþekkt lifði fólk samt sem áður góðu og innihaldsríku lífi. Jafnvel nú þegar nær allir jarðarbúar hafa einhverja reynslu af ritmáli er til fólk sem hvorki getur lesið né skrifað, en þar á meðal eru margar milljónir barna. Í samfélögum án ritmáls myndast oft hefð f...
Hvaða rannsóknir hefur Kristjana Stella Blöndal stundað?
Kristjana Stella Blöndal er dósent í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum beint sjónum að náms- og starfsferli ungmenna og brotthvarfi frá námi sem er óvenjumikið á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og flest önnu...
Hvaða rannsóknir hefur Ágústa Pálsdóttir stundað?
Ágústa Pálsdóttir er prófessor í upplýsingafræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði upplýsingahegðunar í tengslum við heilsusamlegan lífsstíl. Miklu skiptir að fræðsla um heilsueflingu nái til sem flestra þjóðfélagsþegna. Miðlun upplýsinga þarf þ...
Hvenær byrjuðu menn að trúa á guð?
Þessari spurningu er ekki hægt að svara af þeirri einföldu ástæðu að enginn veit svarið. Í einhverjum elstu rituðu textum sem til þessa hafa fundist er getið um guði. Fyrir fjögur til fimm þúsund árum voru guðir sem sagt dýrkaðir með bænum og helgiathöfnum, að minnsta kosti á því svæði sem til hægðarauka er oft...