Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær byrjuðu menn að trúa á guð?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Þessari spurningu er ekki hægt að svara af þeirri einföldu ástæðu að enginn veit svarið.

Í einhverjum elstu rituðu textum sem til þessa hafa fundist er getið um guði. Fyrir fjögur til fimm þúsund árum voru guðir sem sagt dýrkaðir með bænum og helgiathöfnum, að minnsta kosti á því svæði sem til hægðarauka er oft kallað Austurlönd nær. Einhvers konar guðstrú hlýtur að vera eldri en elstu rit.

En ef til vill er verið að spyrja um hvenær farið var að trúa á einn guð, þann guð sem Gyðingar, kristnir menn og Múslímar kalla Jahve, Drottin og Allah og sagt er frá í helgiritum, Biblíunni og Kóraninum. Hann var upphaflega ættarguð niðja Abrahams frá Úr í Kaldeu (þar sem nú er Írak) samkvæmt sérstökum sáttmála en varð síðan allsherjarguð í augum þeirra sem á hann trúa, ekki bara Gyðinga heldur alls mannkyns, hinn eini og alvaldi guð og aðrir guðir falsguðir, og jafnvel fulltrúar hinna illu afla. Spámaðurinn Amos (á áttundu öld fyrir upphaf tímatals okkar) var að því best er vitað fyrstur til að kveða upp úr um að Javhe væri einn guð í veröldinni og þar af leiðandi guð alls mannkyns.

Sjá einnig svar Dags Þorleifssonar við spurningunni Er mögulegt að töfrabrögð séu upphaf trúarbragða?

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.10.2000

Spyrjandi

Sigtryggur Hauksson, f. 1992

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvenær byrjuðu menn að trúa á guð?“ Vísindavefurinn, 31. október 2000, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1058.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2000, 31. október). Hvenær byrjuðu menn að trúa á guð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1058

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvenær byrjuðu menn að trúa á guð?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2000. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1058>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær byrjuðu menn að trúa á guð?
Þessari spurningu er ekki hægt að svara af þeirri einföldu ástæðu að enginn veit svarið.

Í einhverjum elstu rituðu textum sem til þessa hafa fundist er getið um guði. Fyrir fjögur til fimm þúsund árum voru guðir sem sagt dýrkaðir með bænum og helgiathöfnum, að minnsta kosti á því svæði sem til hægðarauka er oft kallað Austurlönd nær. Einhvers konar guðstrú hlýtur að vera eldri en elstu rit.

En ef til vill er verið að spyrja um hvenær farið var að trúa á einn guð, þann guð sem Gyðingar, kristnir menn og Múslímar kalla Jahve, Drottin og Allah og sagt er frá í helgiritum, Biblíunni og Kóraninum. Hann var upphaflega ættarguð niðja Abrahams frá Úr í Kaldeu (þar sem nú er Írak) samkvæmt sérstökum sáttmála en varð síðan allsherjarguð í augum þeirra sem á hann trúa, ekki bara Gyðinga heldur alls mannkyns, hinn eini og alvaldi guð og aðrir guðir falsguðir, og jafnvel fulltrúar hinna illu afla. Spámaðurinn Amos (á áttundu öld fyrir upphaf tímatals okkar) var að því best er vitað fyrstur til að kveða upp úr um að Javhe væri einn guð í veröldinni og þar af leiðandi guð alls mannkyns.

Sjá einnig svar Dags Þorleifssonar við spurningunni Er mögulegt að töfrabrögð séu upphaf trúarbragða?...