Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 285 svör fundust
Hver er munurinn á gígum eftir sprengigos og gígum eftir árekstur við stóran loftstein?
Þeir sprengigígar sem helst líkjast loftsteinsgígum eru öskugígar eða "hverfjöll" (eftir samnefndu felli í Mývatnssveit), en slíkir gígar myndast við það að bergkvikan kemst í snertingu við grunnvatn á leið sinni til yfirborðsins, hún freyðir og sundrast í smáar agnir; ekkert hraun myndast heldur einungis gjós...
Hvaða frumulíffæri eru í lifrarfrumu og hvernig starfa þau?
Flestar frumur líkamans hafa að miklu leyti sömu frumulíffæri en fjöldi þeirra og umfang er mismunandi og háð starfsemi og sérhæfingu frumunnar. Lifrin er helsta efnaverksmiðja líkamans og frumulíffærin í lifrarfrumum endurspeglar þessa starfsemi. Kjarninn er stór og hnöttóttur með laust pökkuðu litni og áberan...
Hvers vegna breyttist orðið hringur í armband, og fingurgull í hring?
Í fornu máli merkti baugur ‘hringur (einkum úr gulli eða silfri)’ og var hann gjarnan notaður sem gjaldmiðill. Um var að ræða bæði hring á fingur og hring til að bera á handlegg. Þannig var armbaugur borinn á handlegg. Orðið hringur hafði sömu merkingu og nú um eitthvað sem var hringlaga og var í eldra máli meðal ...
Hvað er vogunarsjóður?
Með hugtakinu vogunarsjóður (e. hedge fund) er yfirleitt átt við sjóð sem notar lántöku eða svokallaða skortstöðu í tilteknum eignum til að afla fjár til kaupa á öðrum eignum. Með skortstöðu er átt við að sjóðurinn fær verðbréf að láni frá öðrum og selur þau til að afla fjár. Einstakir vogunarsjóðir fylgja oft ...
Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?
Upprunalega spurningin var svona: Hvaðan kemur R-ið í orðinu „lánardrottinn“? Samkvæmt Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, er bókstafinn R hvergi að finna í beygingu orðsins „lán“ . Hvernig stendur þá á að þetta er komi upp þarna í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdr...
Hvenær telst fólki batnað eftir kórónuveirusýkingu?
Svarið við þessari spurningu er ekki alveg einhlítt. Það er til dæmis ólíkt eftir löndum hvernig bati af SARS-CoV-2-sýkingu er skilgreindur og eins skiptir vitanlega máli hvort einstaklingar sem sýkjast af veirunni fá sjúkdóminn COVID-19 eða eru einkennalausir. Hér á landi fara þeir sem greinast með SARS-CoV-2-...
Hversu alvarlegt þarf ástand manns að vera til þess að hann sé sviptur sjálfræði?
Sjálfræði merkir í raun það að geta ráðstafað sínum málum sjálfur, öðrum en fjármálum sem falla undir fjárræði. Saman mynda sjálfræði og fjárræði það sem kallað er lögræði. Lögráða verða menn á Íslandi þegar þeir ná 18 ára aldri sbr. 1. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Menn geta orðið lögráða fyrir 18 ára aldur ef þe...
Hvers vegna geymist kex lengur en brauð?
Munurinn á kexi og brauði liggur fyrst og fremst í vatnsinnihaldinu. Samkvæmt Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) þá er heildarvatnsinnihald í kexi um það bil 2-5% meðan brauð inniheldur 35-50% raka. Heildarvatnsinnihald segir þó ekki alla söguna. Vatnið í matnum okkar er tvenns konar. Annar...
Hvað er gullfótur og hverjir eru kostir hans og gallar?
Sagt er að gjaldmiðill sé á gullfæti ef að baki hans er gullforði þannig að sérhver peningaseðill eða mynt er í reynd ávísun á tiltekið magn af gulli. Hugsum okkur til dæmis að ríki nokkuð eigi eitt tonn af gulli og að gjaldmiðill þess, sem við getum kallað skildinga, sé á gullfæti. Gefum okkur enn fremur að hver ...
Hvað getur meðalkind eignast mörg lömb um ævina ef hún lifir þennan venjulega lífstíma?
Það eru ýmsir þættir sem spila inn í þegar talað er um heildarfrjósemi áa á líftíma þeirra og þá helst hversu gamlar ærnar verða og frjósemi þeirra ár hvert. Við verðum því að gefa okkur ýmsar forsendur til þess að svara þessari spurningu og hafa í huga að niðurstaðan verður ekki nákvæm og endanlega tala heldur ge...
Hvernig varð orðatiltækið „Þú skalt eiga mig á fæti“ til og hvað merkir það?
Orðasambandið að eiga einhvern á fæti þekkist frá því á 19. öld og merkir að ‛eiga einhverjum að mæta, eiga von á að fá að kenna á einhverjum’. Bein merking þess að eiga eitthvað á fæti, til dæmis eiga fé á fæti, merkir að eiga eitthvað lifanda, það er það stendur en liggur ekki dautt. Vel má hugsa sér að lí...
Hver er ástæðan fyrir því að þvottabretti myndast á malarvegum?
Þvottabretti er það kallað, þegar litlar öldur myndast þvert á akstursstefnu á yfirborði malarslitlaga. Þrenns konar ástæður eru nefndar fyrir myndun þvottabretta. Í fyrsta lagi aðskilnaður og tilfærsla korna í vegyfirborðinu, sem er líklegasta skýringin þegar yfirborðið er þurrt. Í öðru lagi geta þvottabretti ...
Hvað éta górillur (fyrir utan banana)?
Rannsóknir á fæðuháttum vesturláglendisgórillunnar (Gorilla gorilla gorilla), einnar af fimm deilitegundum górilluapa, sýna að górillur leggja fjölda tegunda plantna og ávaxta sér til munns. Hlutfallsleg skipting milli fæðuflokka, samkvæmt vistfræðirannsóknum, gefur til kynna að 67% fæðunnar séu ávextir. Er þá um ...
Hver er uppruni íslensku skotthúfunnar?
Talið er að íslenskar konur hafi farið að klæðast fyrsta vísi að peysufötum, sem einnig voru nefnd húfubúningur, í lok 18. aldar. Þá fóru konur að nota húfur með skúfi hversdags í staðinn fyrir falda eða skaut. Fyrirmynd skotthúfanna eru líklega karlmannsprjónahúfur, þá einkum húfur skólapilta sem gengu í Skálhol...
Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik?
Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er sagt frá skollaleik sem einnig var kallaður blindingsleikur þar sem bundið var fyrir augun á þeim sem var skollinn. Leikurinn hefur sennilegast borist hingað frá Danmörku þar sem hann er kallaður blindebuk (‘blindi hafur’). Jón giskar á að klukk sé le...