Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur meðalkind eignast mörg lömb um ævina ef hún lifir þennan venjulega lífstíma?

Jón Már Halldórsson

Það eru ýmsir þættir sem spila inn í þegar talað er um heildarfrjósemi áa á líftíma þeirra og þá helst hversu gamlar ærnar verða og frjósemi þeirra ár hvert. Við verðum því að gefa okkur ýmsar forsendur til þess að svara þessari spurningu og hafa í huga að niðurstaðan verður ekki nákvæm og endanlega tala heldur gefur frekar hugmynd um þann fjölda lamba sem ær ber um ævina.

Vorið 2011 bar ærin Dögg á bænum Tröð við Sauðarkrók fimm lömbum sem er óvenjumikil frjósemi. Dögg var á fjórða vetri þegar þetta var en hafði áður tvisvar verið þrílembd. Frá þessu var greint á vefnum feykir.is.

Gefum okkur að kind verði sjö vetra gömul, þó það sé alls ekki reglan því vel þekkt er að ám sé leyft að lifa lengur og þær verði jafnvel rúmlega 10 vetra gamlar. Gefum okkur einnig að ærin eignist lömb á hverju vori. Eitt lamb á fyrsta og öðru vori, eins og algengt er, en verði tvílembd hin fimm vorin. Þessar forsendur gefa okkur 12 lömb.

Ef við flækjum málið aðeins þá er ekki óalgengt að ær verði þrílembdar og því má ætla að um 95% kinda eignist á bilinu 13-16 lömb á líftíma sínum.

Þess má að lokum geta að meðalfrjósemi sauðfjárbúa er nærri 1,8 lömb á hverja kind samkvæmt skýrslum fjárræktarfélaga.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.1.2013

Spyrjandi

Sylvía Ösp Jónsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur meðalkind eignast mörg lömb um ævina ef hún lifir þennan venjulega lífstíma?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63978.

Jón Már Halldórsson. (2013, 2. janúar). Hvað getur meðalkind eignast mörg lömb um ævina ef hún lifir þennan venjulega lífstíma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63978

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur meðalkind eignast mörg lömb um ævina ef hún lifir þennan venjulega lífstíma?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63978>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur meðalkind eignast mörg lömb um ævina ef hún lifir þennan venjulega lífstíma?
Það eru ýmsir þættir sem spila inn í þegar talað er um heildarfrjósemi áa á líftíma þeirra og þá helst hversu gamlar ærnar verða og frjósemi þeirra ár hvert. Við verðum því að gefa okkur ýmsar forsendur til þess að svara þessari spurningu og hafa í huga að niðurstaðan verður ekki nákvæm og endanlega tala heldur gefur frekar hugmynd um þann fjölda lamba sem ær ber um ævina.

Vorið 2011 bar ærin Dögg á bænum Tröð við Sauðarkrók fimm lömbum sem er óvenjumikil frjósemi. Dögg var á fjórða vetri þegar þetta var en hafði áður tvisvar verið þrílembd. Frá þessu var greint á vefnum feykir.is.

Gefum okkur að kind verði sjö vetra gömul, þó það sé alls ekki reglan því vel þekkt er að ám sé leyft að lifa lengur og þær verði jafnvel rúmlega 10 vetra gamlar. Gefum okkur einnig að ærin eignist lömb á hverju vori. Eitt lamb á fyrsta og öðru vori, eins og algengt er, en verði tvílembd hin fimm vorin. Þessar forsendur gefa okkur 12 lömb.

Ef við flækjum málið aðeins þá er ekki óalgengt að ær verði þrílembdar og því má ætla að um 95% kinda eignist á bilinu 13-16 lömb á líftíma sínum.

Þess má að lokum geta að meðalfrjósemi sauðfjárbúa er nærri 1,8 lömb á hverja kind samkvæmt skýrslum fjárræktarfélaga.

Mynd:...