Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 84 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu heitt er á Plútó?

Það er kalt á Plútó. Talið er að meðalhiti við yfirborð sé -230°C, hæsti hiti sé um -220°C og lægsti um -240°C. Hitatigið á Plútó er því ekki langt frá alkuli. Ástæðan fyrir þessu er sú að braut Plútó er yfrleitt langt frá sólu og einnig er yfirborðið bjart og sólargeislarnir endurkastast því vel af Plútó. Í ...

category-iconEfnafræði

Hvaða hefur vísindamaðurinn Sigríður G. Suman rannsakað?

Sigríður G. Suman er dósent við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Fræðasvið hennar er ólífræn efnafræði. Sigríður hefur unnið margvísleg verkefni í tengslum við efnahvatanir, málmdrifin lyf og virkjun smásameinda og umbreytingu þeirra í gagnleg efni. Efnahvatanir eru efnahvörf sem eru nýtt til þess að búa ti...

category-iconEfnafræði

Af hverju er loftið ósnertanlegt?

Það er ekki rétt að andrúmsloftið sé ósnertanleg en við fyrstu sýn virðist svo vera. Hugsanlega villir það okkur sýn að loftið er gegnsætt. Ástæðan fyrir því er sú að sameindir og frumeindir loftsins gleypa ekki í sig sýnilegt ljós. Við um einnar loftþyngdar þrýsting (1 atm), sem ríkir vanalega við sjávarmál ja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er lofthjúpur Mars? Er veður þar?

Lofthjúpur Mars er mjög þunnur. Loftþrýstingurinn þar er aðeins 7 millibör en meðalloftþrýstingur við sjávarmál á jörðinni er 1013 millibör. Um 95% lofthjúpsins er koltvísýringur (CO2) en 3% er nitur (köfnunarefni, N2). Aðrar lofttegundir sem finna má eru argon, súrefni, koleinsýringur og vatnsgufa. Þótt lofthj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getum við lifað á Mars?

Eins og staðan er í dag geta menn ekki lifað á Mars og fátt sem bendir til þess að það muni breytast í fyrirsjáanlegri framtíð. Við komumst ekki af án súrefnis en í lofthjúp Mars er ekki að finna það súrefni sem þarf til þess að menn geti þrifist. Í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvernig er lofthjú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað notuðu Bandaríkjamenn og Rússar til að skrifa úti í geiminum?

Í geimnum er ekki hægt að nota venjulega kúlupenna því að þar er þyngdarleysi og oft miklar hitabreytingar. Að skrifa með kúlupenna í þyngdarleysi er eins og að reyna að skrifa upp í móti. Þyngdarkrafturinn dregur blekið ekki fram að kúlunni og penninn skrifar ekki. Penni sem er ætlaður til að nota í geimnum þarf ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er himinninn blár á Mars?

Á Mars er örþunnur lofthjúpur sem er að mestu leyti úr koltvíildi (95%, einnig kallað koldíoxíð og koltvísýringur), nitri (2,7%, einnig kallað köfnunarefni) og argoni (1,6%) en auk þess finnast önnur efni í minna magni. Vísbendingar um fljótandi vatn á yfirborðinu benda til þess að lofthjúpurinn hafi eitt sinn ver...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju stafa norður- og suðurljósin?

Þetta er einnig svar við spurningunum "Hvað, hvernig og hversvegna eru norðurljós og sjást þau bara á norður- og suðurhveli jarðar?" Yfirborð sólarinnar sendir í sífellu frá sér svokallaðan sólvind, en hann er straumur hlaðinna agna, aðallega róteinda og rafeinda. Segulsvið jarðar hrindir flestum þessum ögnum ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru bandarísk yfirvöld ekki að ráðleggja að sá lúpínu á tunglinu? Hvenær verður þá líft þarna?

Það hlýtur að vera einhver misskilningur að ábyrg bandarísk yfirvöld gefi þessi ráð. Það skortir einfaldlega alltof margt til að líf eins og við þekkjum, þar á meðal lúpínur, geti þrifist við þau náttúruskilyrði sem ríkja á tunglinu. Mestu skiptir að á tunglinu er alls enginn lofthjúpur. Þar er því ekkert súref...

category-iconLífvísindi: almennt

Er rauðsmári einær eða fjölær jurt?

Rauðsmárinn (Trifolium pratense) er fjölær belgjurt af ertublómaætt. Venjan er að skipta fjölæringum í tvennt: trjákennda fjölæringa, sem eru tré og runnar, og jurtkennda fjölæringa. Jurtkenndir fjölæringar eru plöntur sem mynda stöngul, blöð og blóm að vori en deyja þegar vetur gengur í garð. Rótin lifir hins veg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reiknar maður út hröðun eða hraðabreytingu frumeinda eða sameinda efnis þegar viðkomandi efni er hitað eða kælt?

Hröðun (e. acceleration) hluta er skilgreind sem hraðaaukning háð tíma. Þannig er til dæmis hægt að tilgreina hröðun kappakstursbifreiðar með því að tiltaka hve mikilli hraðaaukningu, til dæmis í km/klst, viðkomandi bifreið nái á sekúndu. Hröðunin væri þá gefin upp í einingunni km/(klst∙sek). Samkvæmt alþjó...

category-iconEfnafræði

Hvað er áburðarsprengja?

Áburðarsprengju mætti frekar kalla ammoníumnítratsprengju, því hægt er að gera sprengju úr ammoníumnítratáburði en ekki öðrum tegundum áburðar. Snemma á 19. öld var farið að nota Chile saltpétur eða natríumnítrat (NaNO3) sem áburð og vitað var að það var köfnunarefnið (efnatákn N) sem jók mjög vöxt plantna. Þe...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er líf á sólinni?

Svarið er nei; það er ekkert líf á sólinni. Til þess liggja margar ástæður sem eru þó ekki með öllu óskyldar. Veigamesta ástæðan er sú að það er gríðarlega heitt á sólinni. Hitinn í iðrum hennar mælist í milljónum stiga á Selsíus og hitinn við yfirborðið í þúsundum stiga. Í slíkum hita verður allt efni gerólíkt...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver er jörðin?

Séð utan úr geimnum er jörðin fallegur bláleitur hnöttur sem gengur á braut um sólina. Mikil hreyfing er á henni, því auk þess sem jörðin gengur hratt eftir braut sinni, eða á um 107 þúsund kílómetra hraða á klukkustund, snýst hún um sjálfa sig. Þessar hreyfingar hafa talsverð áhrif á jörðu niðri og hafa mennski...

category-iconJarðvísindi

Er „kolefnisklukkan” alltaf áreiðanleg?

Frumkvöðlar geislakolsaðferðarinnar gerðu ráð fyrir því að hlutfall C-14 í andrúmsloftinu breyttist ekki með tímanum — það er að segja að geimgeislastreymið sem myndar C-14 úr köfnunarefni væri stöðugt. Síðar kom í ljós að málið er ekki svo einfalt, og að eitt er geislakolsaldur og annað „raunverulegur aldur“. ...

Fleiri niðurstöður