Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 975 svör fundust
Hvaðan kemur orðið edrú?
Orðið edrú ‘ódrukkinn, allsgáður’ er tökuorð úr dönsku ædru sem hefur sömu merkingu. Það virðist ekki vera gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi frá miðri 20. öld en edrú gæti þó vel verið eldra í talmáli. Þeir sem eru edrú hafa ekki smakkað á neinum af þessum drykkjum. Orðið er s...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í maí 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör maímánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon? Er flóðhestamjólk bleik og ef svo er, af hverju? Geta kettir verið andvaka? Hvað pissar meðalmaðurinn mikið á dag? Hvað er úrkoma í grennd? ...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júní 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því? Eru fullhlaðnar rafhlöður þyngri en þær sem eru tómar? Hvernig kúka slöngur, eru þær með afturenda? Hvað gerir forse...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í mars 2014?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör marsmánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Af hverju bulla stjórnmálamenn svona mikið? Af hverju er svart fólk stundum kallað blámenn? Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Hver er eðlilegur blóðþrýstingur? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ o...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í febrúar 2014?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör febrúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Mun ljósgeisli í kúlulaga speglaherbergi endurkastast endalaust og aldrei slokkna? Dóu Vestur-Íslendingar í skotgröfum fyrri heimstyrjaldarinnar? Hvernig er best að geyma stafræn gögn? Hvað er „vanvirkur...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júní 2014?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Hvort erum við með augabrúnir eða augabrýr? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða? Hvaðan er orðið gáll komið í sambandinu „þegar sá gállinn er á henni“? Hversu margir dóu í heimsstyrjöldi...
Eru eddukvæði áreiðanlegri heimild um heiðinn sið en Snorra-Edda?
Eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði? eru íslensk rit frá 13. og 14. öld, aðallega eddukvæðin og Edda Snorra Sturlusonar, helstu ritheimildir um norræna goðafræði. Löngum hefur verið litið til eddukvæðanna sem nær hinum heiðna uppruna en Snorra-Edda og...
Hvað er „að vera ennþá blautur á bak við eyrun“?
Orðasamböndin vera blautur á bak við eyrun og vera ekki þurr á bak við eyrun eiga sér erlendar fyrirmyndir. Í þýsku er sagt noch nicht trocken hinter den Ohren og í ensku wet behind the ears um þann sem ekki er orðinn fullþroskaður, er ungur og skortir næga reynslu til að á honum sé fullt mark takandi. Yfirleitt e...
Hefur sjórinn alltaf verið saltur?
Það var enski vísindamaðurinn Edmond Halley (1656-1742) sem fyrstur færði að því rök að selta sjávar stafi af efnaveðrun á landi og að hin uppleystu efni berist til sjávar með straumvötnum. Hann veitti því meðal annars athygli að vötn og innhöf, sem ekkert frárennsli hafa, eru sölt. Þess vegna er það vafalaust að ...
Hvað þýðir það að vera á sjömílnaskóm?
Sjömílnaskór eru töfraskór þeim eiginleika gæddir að geta flutt þann sem í þeim er sjö mílur í einu skrefi. Minnið er þekkt í fjölmörgum erlendum ævintýrum og er þar talað um stígvél en ekki skó, það er sjömílnastígvélin (enska: seven-league boots, þýska: Siebenmeilenstiefel, sænska: sjömilastövlar). Elsta dæm...
Af hverju skemmir sykur tennur?
Það eru sýrumyndandi sýklar sem skemma tennurnar í okkur. Sykur auðveldar vöxt sýklanna og þess vegna er meiri hætta á tannskemmdum ef við borðum mikinn sykur. Það hefur sitt að segja í hvaða formi sykurinn er og eins hversu oft við neytum hans. Sykur auðveldar vöxt sýkla.Sykur í karamellum loðir til dæmis len...
Hvað er loft?
Þegar við tölum um loft eigum við vanalega um lofthjúpinn sem er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Hann varð líklega til á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum og það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Ste...
Af hverju heitir Viðey þessu nafni, var svona mikið af trjám þar?
Viðey heitir eyja ein á Kollafirði á Faxaflóa, rétt utan við Reykjavík. Önnur Viðey mun vera í Þjórsá og Viðeyjar eru nyrst í Faxaflóa, úti fyrir Skógarnesi. Viðey á Kollafirði. Nafnið er dregið af skógi eða kjarri sem hefur einkennt eyjarnar þegar þær fengu nafn. Fornleifarannsóknir í Viðey á Kollafirði ha...
Hvers vegna er sóttkví vegna COVID-19 tvær vikur?
Þeir sem sýkjast af COVID-19 eru settir í einangrun og þeir sem þeir hafa umgengist eru settir í sóttkví. Fyrir SARS-CoV-2-veiruna (sem veldur COVID-19-sjúkdómnum) er tíminn frá smitun til sjúkdómseinkenna oftast 2-7 dagar, og talið er að í yfir 99% tilvika komi einkenni fram innan 14 daga, ef einkenni koma fram á...
Hver er tengingin við þræla hjá þeim sem er þrælduglegur eða þrælmyndarlegur?
Nokkrir hafa spurt Vísindavefinn um sama efni: Af hverju hafa orð eins og þrælmyndarleg, þrælgott, þrælskemmtilegt á sér jákvæðan blæ þótt forskeytið þýði ófrjáls? Hvaðan kemur orðið þrælmyndarleg, þrælskemmtilegt? Hver er uppruni orðsins þrælgott? Hvaðan kemur notkun orðsins þræll í orðum eins og "þræl...