Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er „að vera ennþá blautur á bak við eyrun“?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasamböndin vera blautur á bak við eyrun og vera ekki þurr á bak við eyrun eiga sér erlendar fyrirmyndir. Í þýsku er sagt noch nicht trocken hinter den Ohren og í ensku wet behind the ears um þann sem ekki er orðinn fullþroskaður, er ungur og skortir næga reynslu til að á honum sé fullt mark takandi. Yfirleitt eru orðasamböndin skýrð þannig að þau vísi til nýfædds barns beint úr móðurkviði sem enn er ekki búið að þurrka.

Orðasamböndin eru ekki gömul í íslensku og fá dæmi eru um þau í því safni Orðabókar Háskólans sem á rætur að rekja til prentaðs máls. Þegar Matthías Jochumsson notaði þurr undir eyrunum í þýðingu sinni á Sögum herlæknisins (Ég held, að hann [þ.e. unglingurinn] sé ekki einu sinni þurr undir eyrunum) er hann hugsanlega að þýða sambærilegt erlent orðasamband.

Í talmálssafni Orðabókarinnar er talsvert af dæmum um að vera ekki þurr á bak við eyrum og af þeim má ráða að orðasambandið er vel þekkt um allt land. Færri þekktu hins vegar blautur á bak við eyrun.

Hægt er að lesa fleiri svör sama höfundar um mismunandi orðasambönd og orðatiltæki á Vísindavefnum. Til gamans má benda á:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.3.2005

Spyrjandi

Bjarni Sigursteinsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er „að vera ennþá blautur á bak við eyrun“?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4836.

Guðrún Kvaran. (2005, 15. mars). Hvað er „að vera ennþá blautur á bak við eyrun“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4836

Guðrún Kvaran. „Hvað er „að vera ennþá blautur á bak við eyrun“?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4836>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er „að vera ennþá blautur á bak við eyrun“?
Orðasamböndin vera blautur á bak við eyrun og vera ekki þurr á bak við eyrun eiga sér erlendar fyrirmyndir. Í þýsku er sagt noch nicht trocken hinter den Ohren og í ensku wet behind the ears um þann sem ekki er orðinn fullþroskaður, er ungur og skortir næga reynslu til að á honum sé fullt mark takandi. Yfirleitt eru orðasamböndin skýrð þannig að þau vísi til nýfædds barns beint úr móðurkviði sem enn er ekki búið að þurrka.

Orðasamböndin eru ekki gömul í íslensku og fá dæmi eru um þau í því safni Orðabókar Háskólans sem á rætur að rekja til prentaðs máls. Þegar Matthías Jochumsson notaði þurr undir eyrunum í þýðingu sinni á Sögum herlæknisins (Ég held, að hann [þ.e. unglingurinn] sé ekki einu sinni þurr undir eyrunum) er hann hugsanlega að þýða sambærilegt erlent orðasamband.

Í talmálssafni Orðabókarinnar er talsvert af dæmum um að vera ekki þurr á bak við eyrum og af þeim má ráða að orðasambandið er vel þekkt um allt land. Færri þekktu hins vegar blautur á bak við eyrun.

Hægt er að lesa fleiri svör sama höfundar um mismunandi orðasambönd og orðatiltæki á Vísindavefnum. Til gamans má benda á:...