Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 77 svör fundust
Hvað eru lyfjaónæmir sýklar?
Helsta einkenni lyfjaónæmra sýkla er að þeir bregðast ekki við sýklalyfjum. Ónæmi baktería er ýmist náttúrlegt eða áunnið. Sýkill sem er ónæmur fyrir tveimur eða fleiri lyfjum er sagður vera fjölónæmur. Lyfjaónæmi er vaxandi vandamál.Á rannsóknarstofum er hægt að beita ýmsum aðferðum við að mæla næmi baktería ...
Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?
Spurningin sem svo var orðuð árið 2002 og höfundur svaraði þá á Vísindavefnum felur í sér tvær rangar fullyrðingar. Enn fremur hafa í millitíðinni komið fram nýjar upplýsingar um uppruna rykmítla í húsakynnum hérlendis þannig að rétt þykir að uppfæra svarið. Í fyrsta lagi hefur orðið breyting á hugtakanotkun en...
Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?
Í núverandi heimsfaraldri COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) hefur, þrátt fyrir fjölda lyfjarannsókna, verið skortur á góðum meðferðarúrræðum. Til þessa hafa rannsóknir aðeins sýnt ávinning af örfáum lyfjum - þau helstu eru sykursterar (e. glucocorticoids, þá aðallega dexametasón), einstofna móte...
Hver er munurinn á heilkenni og sjúkdómi?
Spurningin getur gefið tilefni til margvíslegra hugleiðinga á orðfræðilegum, læknisfræðilegum eða jafnvel heimspekilegum grunni. Hún getur einnig verið hvöt til þess að rifja upp ýmis af þeim mörgu orðum, sem til eru í íslensku og hafa verið notuð um veikindi og sjúkdóma, svo sem: kröm, kvilli, mein, meinsemd, pes...
Hvernig lýsir Hunter-heilkenni sér og af hverju leggst það aðallega á stráka?
Hunter-heilkenni er afar sjaldgæfur erfðasjúkdómur. Talið er að alls séu um 2000 einstaklingar með sjúkdóminn í öllum heiminum. Hann stafar af víkjandi stökkbreyttu I2S-geni á X kynlitningi og er það ástæða þess að hann leggst aðallega á stráka. Strákar hafa aðeins einn X litning í frumunum sem þeir erfa í öllum t...
Er hægt að fjarlægja gallgöng og lifa án þeirra?
Ef gallgöng eru fjarlægð þarf að endurbyggja þau á einhvern hátt því líkaminn getur ekki starfað til lengdar ef gall kemst ekki frá lifrinni. Gall er gulgrænn basískur vökvi sem í grófum dráttum gegnir tvenns konar hlutverki - annars vegar sér hann um að losa líkamann við úrgangsefni, til dæmis gallrauða (e. b...
Þursabit og brjósklos, hver er munurinn á þessu tvennu?
Í stuttu máli er munurinn á þursabiti og brjósklosi sá að þursabit er almennt heiti á skyndilegum bakverk en brjósklos er fræðilegt heiti á orsök fyrir bakverk. Hryggurinn er burðarás líkamans, súla sem ber mannslíkamann uppi. Hann er gerður úr flóknu kerfi 26 samtengdra hryggjarliða úr beini, taugum, vöðvum, s...
Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?
Hvarmabólga (e. blepharitis) er það þegar jaðrar augnlokanna bólgna. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi en erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa verule...
Hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?
Upprunalega spurningin var: Eru einhverjar tölur um það hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu? Haldið er utan um dánarorsakir allra sem eiga lögheimili á Íslandi í svokallaðri dánarmeinaskrá. Upplýsingar úr henni má nálgast bæði á vef Landlæknisembættisins og á vef Hagstofu Íslands. Á v...
Hvað er fuglaflensa?
Fuglaflensa hefur nýlega tekið sér bólfestu í villtum fuglum á Íslandi og er það í fyrsta sinn sem hún greinist hér á landi. Þegar þetta svar er skrifað hefur fuglaflensan eingöngu fundist í villtum fuglum og ólíklegt er talið að þessi tiltekna fuglaflensa berist til manna. Hins vegar er mikilvægt að skilja eðli f...
Hver er munurinn á flensu og COVID-19?
Verulegur munur er á flensu og COVID-19 - það er engan veginn hægt að segja að COVID-19 sé eins og hver önnur flensa, enda um tvo aðskilda sjúkdóma að ræða sem orsakast af tveimur gjörólíkum veirum. Þegar nýr faraldur smitsjúkdóms greinist er gjarnan horft um öxl og fyrri faraldrar skoðaðir. Þetta getur verið gagn...
Hvaðan kom COVID-19-veiran?
Með því að skoða erfðamengi kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 í fólki er hægt að varpa ljósi á uppruna hennar.[1] Sýkingin var fyrst greind í Wuhan-borg í Kína í desember 2019 en nú er vitað að veiran var farin að sýkja einstaklinga í borginni um miðjan nóvember. Í grein sem birtist í lok janúar 2020 reyna kí...
Er eitthvað til í því að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur COVID-19?
Nei, í stuttu máli sagt þá er ekkert til í því. Veiran sem veldur COVID-19 og 5G-fjarskiptanet eru tveir alveg ótengdir hlutir en sögusagnir um tengingu þarna á milli hafa þó komist á kreik. 5G-fjarskiptanet er ný (fimmta) kynslóð fjarskiptatækni þar sem notuð er rafsegulgeislun. Orsök COVID-19 er veira sem ...
Getur PreCold munn- og hálssprey hjálpað til við að koma í veg fyrir COVID-19-smit?
PreCold er framleitt á vegum íslensk-sænska fyrirtækisins Zymetech en sænski hluti þess ber nafnið Enzymatica. PreCold er einnig markaðssett undir nafninu ColdZyme. Þær rannsóknir á fólki sem hafa verið birtar voru gerðar með ColdZyme. PreCold og ColdZyme eru sem sagt sama varan sem er markaðssett sem lækningatæki...
Er eitthvað til í því að COVID-19 geti valdið alvarlegum heilasjúkdómum?
Strax í byrjun faraldurs COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) kom í ljós að sjúkdómurinn getur haft áhrif á miðtaugakerfið, þar með talið heilann. Kínversk rannsókn á rúmlega 200 inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 sýndi að um þriðjungur var með einkenni frá miðtaugakerfi, meðal annars svonefnda ...