Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1204 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015?

Sólmyrkvinn 20. mars 2015 er almyrkvi. Ferill almyrkvans liggur aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Færeyjum og á Svalbarða sést almyrkvi en á Íslandi sést verulegur deildarmyrkvi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5% sólar en 99,4% á Austurlandi. Þetta er seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu ti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað heitir skaftið á sverði?

Hjalt (hvk), í fleirtölu hjölt, er þverstykkið ofan og neðan við meðalkaflann, handfangið, á sverði. Fyrir neðan neðra hjaltið tekur við brandurinn, sjálft sverðsblaðið. Orðið hjalt er gamalt og finnst í öllum eldri stigum germanskra mála. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:332-333) telur það komið...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „þvara“ í orðasambandinu „að standa eins og þvara“?

Orðið þvara er haft um sköfu, yfirleitt með löngu skafti, eða stöng með blaði á til að hræra í potti. Orðasambandið að standa eins og þvara í merkingunni ‛hafast ekkert að, standa aðgerðarlaus’ þekkist frá því á 19. öld og vísar líklegast til þvöru sem hangir eða stendur ónotuð í eldhúsinu eða ofan í grautar...

category-iconLæknisfræði

Hvað er ský á auga?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ský á auga? Hvers vegna skemmast augasteinarnir? Ský á auga eða drer nefnist það sjúkdómsástand þegar augasteinninn er ekki glær heldur skyggður sem aftur veldur óskýrri sjón. Ef sjúkdómurinn er langt á veg kominn sést að augasteinninn er grár. Slík ský geta komið samtími...

category-iconHeimspeki

Ef þetta er spurning hvert er þá svarið?

Við skulum byrja á því að skoða orðið "þetta" í setningunni sem er skrifuð í spurningarreitinn. Í málfræðinni er "þetta" flokkað sem ábendingarfornafn og í málspekinni er talað um ábendingarorð (e. indexicals), samanber svör Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunum Hvenær er núna? og Hvað er þetta? Í báðum...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef tveir hlutir nálgast mig úr gagnstæðum áttum með meira en hálfum ljóshraða, hver er þá innbyrðis hraði þeirra?

Spurningin í heild er sem hér segir:Ef ég er kyrr og í austri nálgast hlutur (A) á 0,6 c miðað við mig og annar úr vestri (B) á sama hraða, hver er hraði hlutar A miðað við B?Eins og sjá má í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni "Er ekki hægt að komast hraðar en ljósið með því að leggja einn hraða við a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru til margir fossar á landinu sem heita Svartfoss?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Svartfoss er foss í Kollafirði á Ströndum. Hvað eru margir fossar á landinu með þetta nafn?Svartfoss er skammt frá Felli í Kollafirði í Strandasýslu. Hann sést langt að og notuðu sjófarendur hann fyrir mið (Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson: Landið þitt Ísland I...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er kúkurinn brúnn en ekki bleikur?

Það er litarefnið saurbrúnka sem gefur kúk lit og hann verður brúnn en ekki bleikur, blár eða grænn af því að þetta er brúnt litarefni. Ef kúkurinn ætti að vera bleikur þyrfti eitthvert annað litarefni að koma til. Lifrin kemur mikið við sögu í lit hægða. Þar verða til svokölluð galllitarefni og kallast eitt ...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp tyggjóið?

Í svari Elínar Carstensdóttur við spurningunni Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp? kemur fram að það var maður að nafni John B. Curtis sem á heiðurinn af því að framleiða og selja tyggjó fyrstur manna en það var árið 1848. Reyndar hafði verið þekkt í mörg þúsund ár að tyggja trjákvoðu, vax eða ei...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju var Móna Lísa svona fræg?

Í svari Auðar Ólafsdóttur við spurningunni Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein? segir:Frægð málverksins af Mónu Lísu byggist ekki á því að það sé "besta málverk í heimi" enda er enginn mælikvarði til á slíkt í heimi listarinnar, heldur er verkið vitnisburður um þau ...

category-iconHugvísindi

Af hverju heitir það catwalk sem fyrirsætur ganga á?

Orðið catwalk í ensku er notað um mjóan gangveg, mjóa göngubrú til dæmis yfir sviði í leikhúsi eða vélarrúmi í skipi. Það er einnig notað í merkingunni ‘sýningarpallur’ og er þá átt við gangbraut þá sem sýningarstúlkur ganga eftir á tískusýningum. Að kenna þessa mjóu gangvegi við ketti er vegna fimleika katt...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað í ósköpunum er eðlismassi?

Eðlismassi hlutar er hlutfallið milli massa hlutarins og rúmmáls. Ef hluturinn hefur massann 1 kg og rúmmálið 1 lítra er eðlismassi hans 1 kg/l sem er sama og eðlismassi ferskvatns. Slíkur hlutur er í jafnvægi í ferskvatni og leitar hvorki upp né niður. Þannig ræður eðlismassi ýmsu um hegðun hlutanna. Eðlismass...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju þarf að drepa kindina ef hún fær riðuveiki, er ekki hægt að lækna hana?

Riðuveiki eða riða í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til einkenna frá taugakerfi svo sem ótta, öryggisleysis og fælni. Oft sést og finnst hárfínn titringur eða skjálfti og tannagnístur heyrist nær alltaf í riðuveikum kindum. Fyrir kemur a...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru til margar tegundir af sólmyrkva og hvað heita þær?

Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Skuggi tunglsins skiptist í tvo hluta: Alskugga (e. umbra) og hálf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið í "trássi" við eitthvað?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðið í "trássi" við eitthvað og er einhver skyldleiki milli þessa orðs og enska orðsins TRESpassing? Orðið tráss ‘þrái, þrjóska’, sem dæmi eru um í málinu allt frá 16. öld, er að öllum líkindum tökuorð úr gamalli dönsku trotz, tratz, en í nútímadönsku er orðið trods...

Fleiri niðurstöður