Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 61 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að?

Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort og hvenær börn eigi að sofa í sérherbergi. Bæði geta þær skoðanir verið menningarbundnar og persónubundnar. Hafa þarf í huga að börn eru misjöfn rétt eins og fullorðnir. Sumum er alltaf frekar illa við að sofa einir á meðan öðrum finnst erfitt að sofa með öðrum. Flest börn fá ...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Anna Kristín Sigurðardóttir stundað?

Anna Kristín Sigurðardóttir er prófessor í menntastjórnun við Deild kennslu- og menntunarfræða á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntastjórnun og matsfræði. Rannsóknir hennar beinast einkum að menntaumbótum í skólum og menntakerfum. Viðfangsefni hennar í rannsóknum beinast að þró...

category-iconHagfræði

Hversu miklu eyðir dæmigerður Íslendingur á mánuði?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu miklum pening eyðir persóna á mánuði að meðaltali? Þá fyrir mat, reikninga, föt o.s.frv Breytist það með aldri? Hagstofa Íslands heldur utan um ýmislegt talnaefni, meðal annars tölur um neysluútgjöld Íslendinga. Því miður er eitthvað síðan tölurnar undir þessum lið voru upp...

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna þurfum við að fara í skólann ef við viljum það ekki?

Til þess að geta lifað og starfað í samfélagi nútímans er nauðsynlegt að hafa gengið í skóla. Það er hvort tveggja nauðsynlegt einstaklingunum, hverjum í sinni hamingjuleit, og samfélaginu í heild, bæði til að öllum störfum sé sinnt sem þurfa þykir og að virkt lýðræði haldist í landinu. Lýðræðisþróun Innifó...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er hreyfiorku breytt í raforku?

Orka hlutar er hæfileiki hans til að framkvæma vinnu. Raforka er sú orka sem flutt er með rafstraumi, þar sem rafstraumur er færsla rafhlaðinna agna. Við notum raforku mikið í daglegu lífi. Umhverfið er lýst upp með rafljósum, við notum alls kyns raftæki eins og tölvur, síma og heimilistæki, og þeir sem hafa e...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna eru menn eina lífveran sem þarf að borga fyrir að lifa á jörðinni?

Upprunalega spurningin var: Hvers vegna erum við eina lífveran á jörðinni sem þarf að borga fyrir að búa/lifa hér? Þessi spurning felur í raun í sér margar mikilvægar spurningar og vert er að huga að þeim nánar. Spurningin hvílir á ýmsum forsendum. Þarna er gengið út frá því að við manneskjurnar þurfum að bo...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er stéttaskipting á Íslandi?

Upphaflegu spurningarnar hljóðuðu svona: Eru til upplýsingar eða rannsóknir um stéttaskiptingu á Íslandi? Er ríkjandi stéttaskipting/lagskipting á Íslandi? Stéttagreining er fræðilegt sjónarhorn sem byggir á rannsóknum á birtingarmyndum stéttaskiptingar. Rannsóknir sýna að stéttaskipting mótar tilveru og afdr...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var Háskóli Íslands árið 1918?

Á árinu 1918 varð Háskóli Íslands sjö ára gamall og hafði breyst sáralítið frá því að hann var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Þá hafði Háskólinn verið búinn til með því að steypa saman og breyta í háskóladeildir þremur embættismannaskólum í Reykjavík, prestaskóla, læknaskóla og lagaskóla...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?

Talið er að heimiliskötturinn hafi komið til Evrópu einhvern tíma á járnöld en utan Evrópu á hann sér mun lengri sögu. Hlutverk kattarins í samfélagi við manninn hefur allt frá fyrstu tíð verið að verja uppskeru og híbýli fyrir nagdýrum auk þess sem kattarskinn voru lengi talin verðmæt. Það er einnig ævagömul trú ...

category-iconFélagsvísindi

Hverjir eru 5 bestu háskólar í heimi og hvað kostar að stunda þar nám?

Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara afdráttarlaust, en hvað telst vera best er alltaf háð ákveðnu gildismati. Nokkur eining ríkir þó um hvaða háskólar séu taldir meðal þeirra bestu, en reynt hefur verið að meta gæði skóla á hlutlægan hátt. Ein þekktasta rannsóknin á gæðum háskóla er á vegu...

category-iconHagfræði

Hvaða kostir og gallar fylgja afnámi verðtryggingar af húsnæðislánum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjir eru kostir og gallar við afnám verðtryggingar á húsnæðislánum á Íslandi? Það er flestum á aldrinum milli 25 ára og 35 ára ofviða að greiða íbúðarhúsnæði út í hönd. Við því má bregðast með tvenns konar hætti. Í fyrsta lagi með því að leita á leigumarkað. Í öð...

category-iconHeimspeki

Eru jólasveinar til í alvörunni?

Hér er jafnframt svarað spurningu Davíðs Arnar (f. 1989) Er jólasveinninn til í alvöru eða er hann bara eitthvert rugl? Hvað er það að vera til "í alvörunni"? Það er auðvitað ekkert vafamál að jólasveinar eru til í hugum okkar og í sögum og frásögnum af þeim. Í einhverjum skilningi hljóta þeir því að vera ti...

category-iconHugvísindi

Hvaða handrit Íslendinga töpuðust í brunanum í Kaupmannahöfn?

Einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar er stórbruninn í Kaupmannahöfn haustið 1728. Mestur hluti miðbæjarins brann til kaldra kola, þar með talið háskólahverfið, að undanteknu háskólaráðshúsinu. Háskólabókasafnið eyðilagðist gjörsamlega og með því ótal handrit, meðal annars ófá íslensk handrit frá miðöldum. Stj...

category-iconHagfræði

Hvernig breytist húsnæðislánamarkaður ef við göngum í ESB? Mun verðtryggingin hverfa og gætu Íslendingar þá tekið lán í evrópskum bönkum?

Ekki er líklegt að margt mundi breytast á íslenskum húsnæðislánamarkaði með aðild að Evrópusambandinu. Töluverðar breytingar gætu hins vegar orðið við aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópusambandsins og jafnvel í aðdraganda þess. Í flestum löndum á evrusvæðinu eru breytilegir vextir, bundnir til eins árs eða ...

category-iconLæknisfræði

Hvar smitast fólk helst af COVID-19?

COVID-19 orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2. Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem inniheldur meðal annars fjórar svokallaðar „kvefkórónuveirur“ og einnig tvær sem valda SARS (e. severe acute respiratory syndrome) og MERS (e. Middle-East respiratory syndrome) hvor um sig. Um allar þessar veirur má lesa mei...

Fleiri niðurstöður