Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 62 svör fundust
Hver er munurinn á ameríska og evrópska vísundinum?
Flestir dýrafræðingar telja ameríska og evrópska vísundinn vera sitt hvora tegundina. Sá ameríski nefnist Bison bison en sá evrópski Bison bonasus. Tegundirnar eiga sameiginlegan forföður en hafa verið aðskildar í langan tíma. Amerískir og evrópskir vísundar geta átt saman frjó afkvæmi og þess vegna telja sumir...
Hvert er nýjasta spendýrið sem menn hafa fundið?
Margir núlifandi dýrafræðingar hefðu vafalaust viljað vera uppi á síðustu öld þegar menn voru enn að uppgötva nýjar tegundir spendýra í stórum stíl. Menn fóru inn í myrkviði Afríku og Suður-Ameríku og færðu heim upplýsingar um ótrúlegustu dýrategundir, þar á meðal mannapa. Þeir dagar eru liðnir og koma aldrei aftu...
Af hverju erum við með tíu tær og tíu fingur?
Væntanlega hafa flestir einhvern tímann litið á hendurnar á sér eða fæturna og velt því fyrir sér af hverju tærnar eru tíu og fingurnir líka? Af hverju erum við ekki með tólf tær eða átta fingur? Ef litið er til hinna ýmsu hryggdýra þá er táafjöldi þeirra mjög breytilegur, meira að segja hjá öpum. Hinir svoköll...
Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu?
Upprunalega spurningin var á þessa leið: Veit einhver hvaða fiskur var fyrstur í hafinu? Við í 3. ÁGB í Setlandsskóla erum að læra um hafið og mig langar að vita þetta. Tilkoma fiska markar upphaf hryggdýra á jörðinni. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu á þróunarsögu fiska er mjög líklegt að þeir hafi komið fra...
Merkir edda virkilega langamma?
Í mörgum orðabókum stendur að orðið edda merki ‘langamma’. En hvað segja gögnin í raun og veru? Orðið edda er alls ekki algengt í fornritum. Það kemur aðeins fyrir á einum stað sem almennt orð (fremur en sem heiti á eddunum tveimur). Eina gagnið um orðið edda á miðöldum er Snorra-Edda. Þar segir ekki að edda me...
Hver er munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens?
Í stuttu máli má segja að munurinn á Homo sapiens og Homo sapiens sapiens sé flokkunarfræðilegur; annars vegar er verið að tala um tegund og hins vegar undirtegund eða deilitegund. Fræðimenn nota ákveðið kerfi til að skipta öllum lífverum niður í hópa sem síðan er skipt niður í smærri og nákvæmari einingar byg...
Hver fann fyrstur risaeðlubein?
Steingerð risaeðlubein hafa fylgt manninum frá upphafi. Risaeðlur dóu út fyrir um 65 milljónum ára og talið er að sameiginlegur forfaðir manns og apa hafi komið fram fyrir um 5-6 milljónum ára. Vitað er að á forsögulegum tíma nýttu menn sér steingervinga til skraut- og listmunagerðar. Elsta lýsing á risaeðlubeini ...
Hverjar eru allar tegundir naggrísa?
Það hefur lengi verið ágreiningur meðal dýra- og flokkunarfræðinga um hvernig eigi að flokka naggrísi. Almennt ríkir sátt um að naggrísir séu flokkaðir í naggrísaætt (Caviidae) og því næst í tvær undirættir, eiginlega naggrísi (Caviinae) og mörur (Dolichotinae). Eiginlegir naggrísir greinast síðan í 4 ættkvíslir,...
Hvað eru völvur?
Völva er norrænt nafn á spákonu sem um leið gat verið göldrótt. Slíkar kvenverur þekkjast víða í heimi undir ýmsum heitum. Kunnastar eru hinar grísku sibyllur sem áttu að vera fylltar af andagift Appollons. Heiti þeirra hefur verið þýtt sem völvur á íslensku. Helsti munur á nornum og völvum er sá að nornir eru tal...
Hvaða rómversku guðir samsvöruðu ekki forngrísku guðunum?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hverjir voru sérrómversku guðirnir, þeir sem ekki samsvöruðu grísku guðunum? (Helga Guðrún Óskarsdóttir)Hverjir voru sérrómversku guðirnir og hvað var merkilegt við þá? Hverjar voru Vestumeyjarnar? (Dagný Ívarsdóttir) Rómversk goðafræði er að langmestu leyti ættuð frá Forn...
Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?
Sú kenning er hvað vinsælust meðal fræðimanna að skepna nokkur sem þeir nefna mesonychid, hafi leitað í vatn fyrir um 55 milljónum ára og af þessari skepnu séu allir hvalir komnir. Mesonychid er undarlegt dýr, líkist helst lágfættum úlfi með hófa. Af tönnum þess að dæma át það aðallega kjöt. Ástæðuna fyrir því að ...
Getið þið sagt mér frá þróun úlfa?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hver var forfaðir timburúlfsins? Líklegast kom gráúlfurinn (Canis lupus) fram á sjónarsviðið í Asíu fyrir um milljón árum síðan. Hann er talinn hafa farið vestur yfir landbrúna sem lá yfir Beringssund og tengdi saman Asíu og Norður-Ameríku fyrir um 700 þúsund árum síðan. Það er...
Hvað getið þið sagt mér um ameríska akitahunda?
Akitahundar eru upprunnir í Japan og nefnist hundakynið akita inu, japanskur akita eða einfaldlega akita. Fyrir miðja síðustu öld barst fyrsti akitahundurinn til Ameríku og nú er til sérstakt afbrigði sem kallast amerískur akita (e. American Akita). Japanskir akitar koma upprunalega frá fjallahéruðum nyrst á ja...
Hvernig er ættartré mannsins?
Spurningin er í heild sinni svona:Hvert er ríki, fylking, flokkur, ættbálkur, ætt, ættkvísl og tegund Homo sapiens sapiens? Maðurinn (Homo sapiens sapiens) er flokkaður á eftirfarandi hátt: Ríki (Regnum, e. Kingdom) Dýraríki (Animalia) Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylum...
Er það rétt sem Dr. House segir í einum þætti að ef DNA okkar breytist um 1% þá verðum við höfrungar?
Sjónvarpspersónan Dr. House segir eitthvað á þessa leið í einum þætti: „Ef DNA okkar breytist um 1% þá verðum við höfrungar.“ Þessi setning felur í sér þá hugmynd að menn og höfrungar séu eins að upplagi. Það er rétt, menn (homo sapiens) og höfrungar eru bæði spendýr með áþekka grunnbyggingu og líkamsstarfsemi. ...