Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 83 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Fyrir hvaða rannsóknir voru Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2018 veitt?

Þriðjudaginn 2. október 2018, tilkynnti sænska Nóbelsstofnunin að Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2018 hefðu verið veitt þremur vísindamönnum, þeim Arthur Ashkin við Bell-rannsóknarstofnunina í Bandaríkjunum, Gérard Mourou við École Polytechnique í Frakklandi og Michican-háskóla í Bandaríkjunum og Donnu Strickland v...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er mjólkurneysla tannskemmandi?

Mjólk er af flestum ekki talin valda tannátu, jafnvel í mörgum tilvikum talin draga úr henni. Aftur á móti er alþekkt að ungbörn sem sofa með pela, fá tannskemmdir framan á framtennur efrigóms. Mjög fáar bitastæðar rannsóknir eru til þar sem áhrif mjólkurdrykkju á tannátu í fólki eru könnuð, enda er erfitt eða ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að við brennum okkur á 80-100°C heitu vatni en getum setið í jafnheitu gufubaði án þess að brenna okkur?

Þetta er góð spurning og svarið snertir mörg af undirstöðuatriðum varmafræðinnar. Hiti hlutar eða hitastig (e. temperature) segir fyrst og fremst fyrir um stefnu varmaflutnings (e. heat transport) til annarra hluta í kring. Þegar hiti hlutarins A er hærri en hlutarins B segjum við að A sé heitari en B og þá fl...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerið þið sagt mér um sjúkdóminn ADEM?

Heiti sjúkdómsins Acute Disseminated Encephalomyelitis mætti þýða sem bráða, dreifða heila- og mænubólgu, en hann verður kallaður ADEM hér. Sjúkdómurinn einkennist af bólgu í heila og mænu og er hann ástæðan fyrir allt að þriðjungi greindra tilfella af heilabólgu (e. encephalitis). Sjúkdómseinkennin sem fylgj...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er ennisholubólga og er hún læknanleg?

Ennisholubólga er bólga í ennisholum sem stafar af veiru-, bakteríu- eða sveppasýkingu. Ennisholur eru loftfyllt rými í höfuðkúpunni. Þær eru klæddar slímhúð. Auk hola bak við ennið eru sambærilegar holur fyrir aftan nefbein, kinnbein og augu. Heilbrigðar holur eru lausar við sýkla, loft streymir um þær og slím...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Valgerður Andrésdóttir rannsakað?

Valgerður Andrésdóttir er sérfræðingur á Tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Rannsóknir Valgerðar beinast aðallega að lífsferli mæði-visnuveiru, sem sýkir sauðfé, og samskiptum hennar við hýsilinn. Tilraunstöðin að Keldum var stofnuð árið 1948 til þess að rannsaka sjúkdóma sem bárust til landsi...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?

Björn Sigurðsson (1913-1959) læknir var fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Björn lést um aldur fram og hafði þá aðeins verið rúman áratug í starfi forstöðumanns að Keldum. Á stuttri ævi náði hann ótrúlegum árangri í rannsóknum á sviði meinafræði, bakteríufræði, veirufræði,...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru stofnfrumur og hvert er hlutverk þeirra?

Hér er einnig svar við spurningunni Hvaða eiginleika hafa stofnfumur sem nýtast við lækningar? Stofnfrumur eru ósérhæfðar, frumstæðar frumur sem geta bæði fjölgað sér og sérhæfst í sérstakar frumugerðir. Í 3-5 daga fósturvísi, svokallaðri kímblöðru, mynda um 30 frumur innri frumumassa sem þroskast síðan og brey...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er erfðafræði?

Eins og nafnið bendir til er erfðafræðin fræðigrein þar sem fengist er við rannsóknir á því hvernig eiginleikar erfast frá kynslóð til kynslóðar. Upphaf nútíma erfðafræði má rekja til tilrauna austurríska munksins Gregors Mendel (1822-1884). Mendel birti niðurstöður sínar árið 1866 en þær vöktu þá litla sem enga a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef allar reikistjörnurnar í sólkerfinu væru settar saman í eina plánetu, hvert væri þá ummál hennar?

Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar eru átta talsins. Til að reikna út ummál plánetu sem væri sett saman úr þessum átta reikistjörnum þurfum við að vita þvermál eða geisla (radíus) nýju plánetunnar. Þvermál nýju plánetunnar er hægt að reikna út frá rúmmáli hennar, sem fæst með því að leggja saman rúmmál reikistjar...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Bettina Scholz rannsakað?

Bettina Scholz er vísindamaður og verkefnisstjóri hjá sjávarlíftæknisetrinu BioPol ehf. á Skagaströnd. Rannsóknir hennar beinast fyrst og fremst að vistfræði og líffræðilegum fjölbreytileika þörunga. Í hafinu eru þúsundir tegunda smásærra þörunga sem eru grunnurinn að fæðukeðju hafsins. Bettina hefur rannsakað ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur S. Andrésson rannsakað?

Ólafur S. Andrésson er prófessor í erfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann fæst einkum við rannsóknir á sambýli sveppa og blágrænbaktería í fléttum, hvernig slík sambýli verða til í náttúrunni og hvaða sameindir og eðlisþættir einkenna þau. Fléttur (skófir, hreindýramosi, fjallagrös o...

category-iconHugvísindi

Af hverju hernámu Bretar Ísland?

Bretar hernámu Ísland 10. maí árið 1940. Fjögur herskip lögðust að bryggju í Reykjavík snemma morguns og innan skamms var bærinn fullar af hermönnum. Margir bæjarbúar höfðu vaknað um nóttina vegna flugvéladyns en menn áttu því ekki að venjast á þessum tíma. Grunur vaknaði þegar um hvað væri í aðsigi. Óvissan sneri...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig virka farsímar?

Farsímar eru í raun bara flókin útvarpstæki, nema hvað að þeir taka ekki bara á móti rafsegulbylgjum, eins og útvörp, heldur geta líka sent þær frá sér. Í dag eru allir farsímar stafrænir, það er þeir taka við og senda frá sér stafrænar upplýsingar, það er 0 eða 1 í löngum bunum, hvort sem það er stafrænt kóðað ra...

category-iconSálfræði

Hver var Wilhelm Wundt og hvernig lagði hann grunninn að sálfræði sem vísindagrein?

Í sálfræði, ekki síður en öðrum greinum, hefur orðið vinsælt, í anda Tómasar Kuhn, að segja söguna með áherslu á byltingar. Sumir sjá þá byltingu við hvert fótmál, atferlisbyltingu á fyrri hluta 20. aldar og hugræna tölvubyltingu á síðari hluta aldarinnar. Sumir sjá jafnvel enn fleiri, en aðrir eru sparari á bylti...

Fleiri niðurstöður