Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 65 svör fundust
Hvers vegna eru sumir rangeygðir?
Rangeygð er ástand þegar bæði augu horfa ekki á sama stað á sama tíma. Annað augað snýr þá inn á við, út á við, upp eða niður og stafar það oftast af lélegri stjórnun augnvöðva eða mikilli fjarsýni. Sex vöðvar tengjast hvoru auga og stjórna hreyfingum þess. Vöðvarnir fá boð frá heila sem stýrir þeim. Undir venjule...
Hvers vegna má ekki setja málmhluti í örbylgjuofn?
Málmar og örbylgjur geta farið ágætlega saman. Þannig eru bylgjurnar í örbylgjuofninum leiddar frá bylgjugjafanum í málmstokki sem kallaður er bylgjuleiðari og sjálft bylgjuhólfið sem maturinn er hitaður í er málmkassi. Bylgjurnar speglast af málmfletinum og fara aðra umferð um hólfið. Speglunin gerist á þann hátt...
Hvað eru hugvísindi?
Hugvísindi eru þær greinar fræða og vísinda sem fást við að skýra afurðir menningarinnar, greina þær og miðla þeim. Menning er hvers kyns viðleitni manna til að gæða lífið merkingu. Sú viðleitni er öðrum þræði í því fólgin að nema það sem fyrir ber í allri sinni dýpt og öllum sínum fjölskrúðugu myndum. Öll vísindi...
Er skynsamlegt að hækka hita í ofnum vegna mengunar frá eldgosinu eða vegna annarrar mengunar?
Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Þessi ráðstöfun léttir pyngju húseiganda og gerir íbúum hússins mengunina þungbærari með óþægilegum hita. Hugmyndin um að varna innstreymi útilofts í hýbýli okkar með hitun innilofts byggir á þeirri röngu forsendu að hús okkar verði sem næst loftþétt þegar við höfum l...
Hvað er dýpsta lægð í mb sem komið hefur yfir Ísland síðan mælingar hófust?
Dýpsta lægð sem komið hefur yfir Ísland síðan mælingar hófust var 919,7 mb. Loftþrýstingur er nú að jafnaði tilfærður í einingu sem nefnist hektópaskal eða hPa og er hún hluti af alþjóðlega einingakerfinu SI. Ástæða þess að forskeytið hektó- er notað er sú að eitt hPa er sama og eldri eining, millibarinn (mb), ...
Hvað er svartími og birtuskil í sjónvarpstækjum?
Með svartíma (e. response time) er átt við þann tíma sem líður frá því að einn díl (pixel) á skjá er óvirkur (svartur) þar til hann verður virkur (hvítur) og síðan aftur óvirkur (svartur). Svartími mælist í millisekúndum, það er þúsundustu hlutum úr sekúndu, og því skemmri sem hann er því skarpari helst myndin þeg...
Hvað eru mörg göt á tunglinu?
Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömul, ljósleit hálendissvæði, alsett gígum og hins vegar eru inn á milli þeirra yngri, dekkri svæði sem kallast tunglhöf (sem eru þó ekki höf heldur miklar hraunbreiður). Nánar er fjallað um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig lí...
Hvað hefur þjóðkirkjan að segja um framhaldslífið?
Orðið framhaldslíf gefur til kynna að um sé að ræða áframhald á því lífi sem við lifum hér á jörðu. Oftast er þá vísað til þess að dauðinn feli aðeins í sér tilfærslu frá einu tilverustigi yfir á annað. Hér að baki liggur sú hugmynd að dauðinn sé ekki raunverulegur dauði, eða endalok, heldur aðeins einhvers konar ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?
Steven Campana er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir á fiski- og hákarlastofnum og þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði þeirra og fjölda. Veruleg fækkun hefur átt sér stað í mörgum hákarlastofnum í heiminum og ástand þeirra því talið alvarlegt. Þrátt fyrir að vera...
Hvað gerist í líkamanum við áreynslu?
Við líkamlega áreynslu verða töluverðar breytingar á allri líkamsstarfsemi. Þessar breytingar miða meðal annars að því að búa líkamann undir aukna notkun beinagrindarvöðva á súrefni og orkuefnum og losa þá við koltvísýring (CO2), önnur úrgangsefni og varma. Öndun eykst verulega við áreynslu, úr 5-7 lítrum á mín...
Hvernig verkar sólarrafhlaða?
Ljósspennurafhlöð (e. photovoltaic cells) eru tól sem umbreyta sólarljósi (ljósorku) beint í raforku. Þau eru gerð úr hálfleiðurum. Nánar má lesa um þá í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er hálfleiðari? Þegar skeytt er saman hálfleiðurum með annars vegar n-leiðni og hins vegar p-leiðni eru mynduð svo...
Hvar er hægt að jarðsetja duftker?
Duftker eru kerílát sem aska látins manns er varðveitt í eða jarðsett í. Algengast er að duftker séu jarðsett í sérstökum duftgarði og skal stærð hvers leiðis vera um ½ fermetri og dýpt duftkersgrafar um 1 metri samkvæmt lögum nr. 36/1993 með síðari breytingum. Þar stendur einnig: Nöfn þeirra sem duft er varðveit...
Hvers konar gos varð í Nevado del Ruiz 1985 og af hverju dóu svona margir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um eldgosið í eldfjallinu Nevado del Ruiz árið 1985? Hinn 13. nóvember 1985 hófst gos í eldfjallinu Nevado del Ruiz í Kólumbíu. Þetta var ekkert sérstaklega stórt gos en olli engu að síður einu mesta manntjóni sem orðið hefur í eldgosi á tuttugu...
Er virkilega hægt að poppa maísbaun með því að láta farsíma hringja umhverfis baunina, eins og sýnt er á myndböndum á Netinu?
Stutta svarið við spurningunni er nei. Myndböndin eru falsanir sem ýmist eru gerðar með klippingu og límingu eða að kröftugum örbylgjusendi er komið fyrir undir borðplötunni fyrir neðan baunina. Við vekjum athygli þeirra sem horfa á þessi myndbönd á gólfsíða borðdúknum sem einkennir flest þeirra. Í öllum þes...
Ég bý í Grafarvogi og sé ljós í Breiðholti og víðar titra og flökta. Hvers vegna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ég bý í Grafarvoginum á 5. hæð í blokk. Í heiðskíru veðri sé ég ljós í Breiðholtinu og víðar. Mig langar að vita hvers vegna ég sé ljós, sem eru lengst í burtu, titra eða flökta. Það er líka misjafnt hvort þetta sé snemma morguns eða seint á kvöldin. Mest er þetta áberandi í köl...