Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 569 svör fundust
Hvernig er einnota rafhlaða ólík endurhlaðanlegri?
Rafhlöðum er hægt að skipta í tvö undirflokka, einnota og endurhlaðanlegar. Einnota rafhlöður endast yfirleitt lengur í hvert skipti en þær sem eru endurhlaðanlegar. Þær geta geymt meiri orku en eru ekki umhverfisvænar. Rafhlöður breyta efnaorku í raforku og geta geymt orku í ákveðin tíma. Inni í rafhlöðu er se...
Er hægt að búa til svarthol á tilraunastofu?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Er það satt að vísindamönnum hafi tekist að búa til örsmá svarthol ? Uppskriftin af heimagerðu svartholi er í raun afskaplega einföld: Taktu einhvern hlut sem þig langar til að breyta í svarthol.Þjappaðu honum saman þar til geisli hlutarins er minni en Schwarzschild...
Hvernig breyti ég tommum í millímetra?
Ein tomma er nákvæmlega 2,54 cm eða 25,4 mm. Til að breyta tommum í millímetra þarf sem sagt að margfalda með þeirri tölu. Tólf tommur jafngilda einu feti sem aftur er jafnt 30,48 cm. Svona upplýsingar er auðvelt að nálgast, bæði á veraldarvef og í handbókum ýmiss konar. Heimild: Benson, Harris, 1996. Uni...
Fengju apar mannréttindi ef hægt væri að kenna þeim að tala?
Hvort apar fengju mannréttindi við það að læra að tala veltur annars vegar á því hvaða skilning maður leggur í mannréttindahugtakið og hins vegar hvað í því felst að læra að tala. Lítum fyrst á seinna atriðið. Þegar páfagaukar læra að tala þá læra þeir einungis að herma eftir því sem þeir heyra, en þeir læra ek...
Er til flautumál á Kanaríeyjum?
Á eyjunni La Gomera, sem er ein af þeim sjö eyjum sem mynda Kanaríeyjar, er til einstakt mál þar sem flaut er notað í stað orða. Flautið heitir á mannamáli el silbo og var áður fyrr notað af bændum og fjárhirðum til að ræða saman þrátt fyrir að miklar vegalengdir skildu menn að. Með ‘el silbo’ er hægt að f...
Hver er munurinn á vefsíðuheitunum: .asp , .htm , .html, .php o.s.frv.?
Þegar vafrað er um netið sendir vafrinn fyrirspurn til netþjóns (e. webserver) sem túlkar fyrirspurnina, vinnur úr henni og sendir niðurstöðu til baka til vafrans, venjulega á HTML-formi. HTML (Hyper Text Markup Language) er samsafn skipana um hvernig vafrinn eigi að birta heimasíðuna, til dæmis hvar, hvernig og h...
Hvernig ber að umrita grísk og latnesk nöfn á íslensku?
Sérhvert tungumál hefur sinn háttinn á meðferð grískra og latneskra nafna. Á þeim tungumálum sem ekki eru rituð með grísku letri þarf augljóslega að umrita grísk nöfn með einhverjum hætti. Auk þess breytast ósjaldan bæði grísk og latnesk nöfn á ýmsa vegu þegar þau berast yfir í önnur tungumál. Stundum verða til ák...
Er hægt að segja í einhverjum skilningi á réttri íslensku "að söðla um sig"?
Sögnin að söðla er leidd af nafnorðinu söðull 'karlhnakkur, kvenhnakkur' og merkir að 'leggja söðul á hest'. Þegar maður er á ferð með tvo til reiðar skiptir hann öðru hverju um hest til að hvíla þann sem hann sat áður. Hann flytur þá söðulinn (hnakkinn) milli hesta og það er kallað að söðla um. Að 'söðla um' v...
Er guðlast bannað með lögum?
Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum settum af Alþingi sem beinlínis bannar guðlast í orðsins fyllstu merkingu. Hins vegar eru ákvæði í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem lýsir þá athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast:Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða...
Ætlið þið að stækka ritstjórnina til að halda í við spurningaflóðið?
Við erum að vinna að frekari eflingu Vísindavefsins meðal annars með því að styrkja fjárhagsgrundvöll hans, fjölga efnisflokkum og breyta útliti. Þegar fjárhagurinn styrkist munum við nota það til þess að efla starfslið og ritstjórn. Meginmarkmið okkar er að halda úti lifandi, fræðandi og vönduðu vefsetri, þar ...
Hvernig er hægt að láta jöfnuna 5 + 5 + 5 = 550 standast með því að bæta við einu striki?
Hægt er að láta útreikningana 5 + 5 + 5 = 550 standast á að minnsta kosti tvennan hátt með því að bæta við einu striki. Í fyrsta lagi má setja strik þvert á "jafnt og" merkið til að fá út "ekki jafn og" merkið og þá stendur 5 + 5 + 5 er ekki jafnt og 550 sem er alveg rétt. Skemmtilegri aðferð er þó sú ...
Er búið að afsanna afstæðiskenninguna með hraðeindum?
Svarið er í stuttu máli tvíþætt. Í fyrsta lagi er alls ekki líklegt að hraðeindir séu til og engar vísbendingar um það þó að sumir hafi viljað bollaleggja um þær. Í öðru lagi er engan veginn sjálfgefið að tilvist þeirra mundi breyta neinu um möguleika okkar á að koma hlutum í kringum okkur upp fyrir ljóshraða. ...
Er samningur gildur ef rangt orð finnst í honum?
Það er óskrifuð meginregla samningaréttar að samninga skal halda. Um þetta er til orðatiltæki á latínu: pacta sunt servanda.[1] En þó svo að meginreglan sé að samningar séu gildir samkvæmt efni sínu, þá geta komið upp aðstæður sem gera það að verkum að samningur sé þá þegar ógildur og skuldbindur ekki samningsaðil...
Ef samkynhneigður maður í sambandi með öðrum karlmanni breytir um kyn, hættir þá hinn aðilinn að vera hommi?
Það að beina sjónum að maka, og nánar tiltekið kynhneigð maka, þeirra sem fara í kynskiptaaðgerð, er satt að segja harla einkennileg og gátukennd aðferð. Sannarlega eru dæmi um að fólk sem fer í kynskiptaaðgerð eigi sambönd eða hjónabönd að baki og því má alveg eins spyrja hvort kona sem gift er karlmanni sem síða...
Hvaðan kemur orðið 'fílapensill'?
Orðið fílapensill er tökuorð úr dönsku filipens. Það orð er aftur talið ummyndun úr lágþýsku fleirtölunni finnepins (et. finnepin) sem samsett er úr finne 'nabbi í húð' og pin 'pinni'. Orðið finne var einnig tekið upp í sænsku í þeirri merkingu. Bæði í þýsku og sænsku er Finne/finne nafn á þjóðinni sem byggir Finn...