Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til flautumál á Kanaríeyjum?

Ulrika Andersson

Á eyjunni La Gomera, sem er ein af þeim sjö eyjum sem mynda Kanaríeyjar, er til einstakt mál þar sem flaut er notað í stað orða. Flautið heitir á mannamáli el silbo og var áður fyrr notað af bændum og fjárhirðum til að ræða saman þrátt fyrir að miklar vegalengdir skildu menn að.

Með ‘el silbo’ er hægt að flauta býsna nákvæmar setningar, flautið er því mun þróaðra en til dæmis mors-stafróf. Með því að breyta tónum og lengd þeirra er hægt að mynda orð. Til að breyta tónunum eru einn eða tveir fingur settir í munninn þegar flautað er og lausa höndin er sett við hliðina á munninum og verkar þá sem kalllúður (sjá myndina).

Í dag er málið ekki eins mikilvægt og áður fyrr. Vegna menningar og sögu eyjarinnar hafa menn þó fengið áhuga á þessu einstæða máli. Námskeið í el silbo eru haldin reglulega og flautið er einnig kennt í skólum. Þeir sem kunna að flauta el silbo eru kallaðir silbadores. Þeir skemmta ferðamönnum á veitingahúsum með því að flauta setningar eins og þessa: „Færðu þessari yndislegu konu í rauða kjólnum tvöfaldan gin og tónik.“ Frá árinu 1986 hefur el silbo verið á lista UNESCO yfir menningarverðmæti sem ber að varðveita.

Málið hefur verið í notkun í mörg hundruð ár og uppruna þess er hægt að rekja til frumbyggjanna Guanches sem bjuggu á eyjunum áður en Spánverjarnir lögðu Kanaríeyjar undir sig. Guanches-frumbyggjarnir komu til Kanaríeyja frá Norður-Afríku og voru líklega skyldir Berbum í Norður-Afríku. Guanches-frumbyggjar voru hávaxnir, með ljóst hár og bláeygðir og lifðu hálfgerðu steinaldarlífi þegar Spánverjar komu til eyjanna á fimmtándu öld. Þeir bjuggu í hellum í fjöllunum og klæddust leðurkyrtlum og strávestum. Frumbyggjarnir blönduðust Spánverjum og í dag er hægt að finna ýmislegt í útliti eyjarskeggja sem minnir á Guanches-frumbyggjana.

Hér er hægt að hlusta á el silbo. Fyrir þá sem ekki eru fullnuma í flautinu er rétt að geta þess að flautið merkir:
Mikið er ég ánægður að sjá þig. Skilaðu kærri kveðju til Emilio í Þýskalandi.

Heimildir

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

19.9.2002

Síðast uppfært

23.8.2018

Spyrjandi

Einar Einarsson

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Er til flautumál á Kanaríeyjum?“ Vísindavefurinn, 19. september 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2728.

Ulrika Andersson. (2002, 19. september). Er til flautumál á Kanaríeyjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2728

Ulrika Andersson. „Er til flautumál á Kanaríeyjum?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2728>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til flautumál á Kanaríeyjum?
Á eyjunni La Gomera, sem er ein af þeim sjö eyjum sem mynda Kanaríeyjar, er til einstakt mál þar sem flaut er notað í stað orða. Flautið heitir á mannamáli el silbo og var áður fyrr notað af bændum og fjárhirðum til að ræða saman þrátt fyrir að miklar vegalengdir skildu menn að.

Með ‘el silbo’ er hægt að flauta býsna nákvæmar setningar, flautið er því mun þróaðra en til dæmis mors-stafróf. Með því að breyta tónum og lengd þeirra er hægt að mynda orð. Til að breyta tónunum eru einn eða tveir fingur settir í munninn þegar flautað er og lausa höndin er sett við hliðina á munninum og verkar þá sem kalllúður (sjá myndina).

Í dag er málið ekki eins mikilvægt og áður fyrr. Vegna menningar og sögu eyjarinnar hafa menn þó fengið áhuga á þessu einstæða máli. Námskeið í el silbo eru haldin reglulega og flautið er einnig kennt í skólum. Þeir sem kunna að flauta el silbo eru kallaðir silbadores. Þeir skemmta ferðamönnum á veitingahúsum með því að flauta setningar eins og þessa: „Færðu þessari yndislegu konu í rauða kjólnum tvöfaldan gin og tónik.“ Frá árinu 1986 hefur el silbo verið á lista UNESCO yfir menningarverðmæti sem ber að varðveita.

Málið hefur verið í notkun í mörg hundruð ár og uppruna þess er hægt að rekja til frumbyggjanna Guanches sem bjuggu á eyjunum áður en Spánverjarnir lögðu Kanaríeyjar undir sig. Guanches-frumbyggjarnir komu til Kanaríeyja frá Norður-Afríku og voru líklega skyldir Berbum í Norður-Afríku. Guanches-frumbyggjar voru hávaxnir, með ljóst hár og bláeygðir og lifðu hálfgerðu steinaldarlífi þegar Spánverjar komu til eyjanna á fimmtándu öld. Þeir bjuggu í hellum í fjöllunum og klæddust leðurkyrtlum og strávestum. Frumbyggjarnir blönduðust Spánverjum og í dag er hægt að finna ýmislegt í útliti eyjarskeggja sem minnir á Guanches-frumbyggjana.

Hér er hægt að hlusta á el silbo. Fyrir þá sem ekki eru fullnuma í flautinu er rétt að geta þess að flautið merkir:
Mikið er ég ánægður að sjá þig. Skilaðu kærri kveðju til Emilio í Þýskalandi.

Heimildir

...