Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 961 svör fundust
Plast er unnið úr olíu en er hægt að snúa þessu við og vinna olíu úr plasti?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega já: Það er vel hægt að búa til olíu úr plasti. Úr einu kílói af plasti verður til um einn lítri af olíu. Flest plastefni eru búin til úr jarðolíu eða jarðgasi. Ekki þó öll því það eru líka til plastefni sem eru búin til úr endurnýjanlegum lífmassa, svo sem sell...
Er hægt að kveikja eld með vatni?
Flestir vita að vatn kemur að góði gagni við að slökkva venjulegan eld og því hljómar það fráleitt að vatn geti kveikt eld. En það eru til aðstæður þar sem eldur getur kviknað vegna vatns. Eldur af völdum efnahvarfa við vatn Nokkur efni eru þekkt fyrir að valda eldi ef þau komast í tæri við vatn. Eitt þekkt...
Hvað eru limrur og hvernig eru þær ortar?
Limra er bragarháttur sem kom upp í enskum skáldskap á fyrri hluta 19. aldar. Á ensku nefnst limrur limerick en uppruni orðsins er ekki kunnur. Á Írlandi er til borg með sama nafni. Fyrstu prentuðu limrurnar birtust í bókunum Anecdotes and Adventures of Fifteen Young Ladies og The History of Sixteen Wonderful Old ...
Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur sú áralanga hefð að syngja þjóðsöngva landa fyrir landsleiki? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik? er flutningur söngsins Hen Wlad Fy Nhadau á Cardiff Arms Park í Wales árið 1905 fyrsta þekkta dæm...
Eru minni líkur á því að börn sem alast upp með dýrum fái ofnæmi?
Rannsóknir hafa sýnt að minnkun ofnæmisvaka í loftinu hefur takmörkuð verjandi áhrif gegn myndun ofnæmis. Það er engin ástæða til að forðast dýr á fyrstu árunum þar sem það gæti jafnvel minnkað líkur á að mynda ofnæmi (Simpson A, Custovic A. Pets and the development of allergic sensitization. Curr Allergy Asthma R...
Hvenær ársins eru moskítóflugur á sveimi í Nuuk á Grænlandi?
Moskítóflugur angra fólk og önnur spendýr á Grænlandi helst frá miðjum júní og fram í ágúst. Á þessum tíma sækjast kvendýrin eftir blóði en í því er prótín sem þarf til þess að egg flugnanna þroskist. Stærstur hluti lífsferils moskítóflugna er í vatni en hversu langur lífsferillinn er fer eftir aðstæðum, allt f...
Hvað er innvermið efnahvarf og hvað er útvermið efnahvarf?
Upprunalegu spurningarnar voru:: Ég er að vinna verkefni í efnafræði og þarf að fjalla um innvermið og útvermið. Hvað er það eiginlega? Hver er munurinn á útvermri og innvermri efnabreytingu? Ég var að spá hver er munurinn á innvermnu og útvermnu efnahvarfi? Ný hugtök vefjast oft fyrir fólki í byrjun...
Hvað eru svokallaðar erkitýpur (archetypes)?
Erkitýpa er samheiti yfir frumgerð og fullkomna ímynd. Gríska orðið archetypos er í beinni þýðingu: "frummynstur." Í bókmenntagagnrýni er erkitýpa ævaforn ímynd, manngerð eða aðstæður sem endurtaka sig sífellt í bókmenntum. Þessi sífellda endurtekning gefur í skyn að um hugtak eða aðstæður er að ræða sem eru ö...
Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?
Kína gæti vel orðið eitt af stórveldum 21. aldarinnar. Þar skiptir mestu stærð efnahagskerfis landsins og pólitísk staða Kína. Vissulega hefur kreppan sem nú gengur yfir áhrif á efnahagskerfi landsins, eins og svo margra annarra landa, en ólíklegt er að hún muni hafa áhrif á stöðu Kína sem stórveldis á sviði efnah...
Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á sjávarstöðu?
Okkur kann að finnast að spegilsléttur sjávarflöturinn sé algjörlega láréttur. Meðalsjávarborð liggur hins vegar nærri því sem kallast jafnmættisflötur í þyngdarsviði jarðar. Oft er talað um jörðina eins og hún sé kúlulaga hnöttur, en hún er í raun sporvölulaga, aðeins breiðari um sig um miðbaug en pólana. Jafnmæ...
Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?
Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar...
Er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mat eða einhverjum æfingum?
Já, í stuttu máli sagt, er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mataræði og æfingum. Testósterón er helsta karlkynhormónið og er myndað í millifrumum eistnanna. Það stuðlar að myndun sáðfrumna og karlkyneinkenna, kynhvöt og aukningu vöðva- og beinmassa. Það getur einnig haft góð áhrif á ýmsa andlega...
Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu fólks?
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki (IARC, 2013; WHO, 2016, 2017; HEI, 2017). Svifryk, sem...
Er staða eineltismála á Íslandi sú sama og í nágrannalöndunum?
Til þess að svara þessari spurningu þyrfti að gera nýrri, stærri og yfirgripsmeiri rannsóknir á Íslandi. Þær rannsóknir sem til eru benda þó til þess að Ísland skeri sig ekki á neinn hátt frá nágrannalöndunum. Tíðnin virðist vera sú sama hér og annarsstaðar og það virðist vera álíka erfitt að koma í veg fyrir eine...
Er hægt að smitast af HIV ef maður kyssir einhvern sem er smitaður?
HIV-veiran smitast aðallega á milli einstaklinga gegnum óvarðar samfarir, með sprautum eða sprautunálum, við blóðgjöf, eða frá móður til barns á meðgöngu, við fæðingu eða við brjóstagjöf. Af öllum þeim milljónum HIV-smita sem eru þekkt er aðeins vitað um eitt tilfelli þar sem veiran barst á milli manna með kossum....