Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 148 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru margar frumur í einum mannslíkama?

Mér hefur ekki tekist að finna svar við þessari spurningu, en í mannslíkama eru um það bil 200 mismunandi tegundir frumna. Í einu grammi af vef eru allnokkrir tugir milljóna af frumum, en auðvitað er það mismunandi eftir því um hvaða vef er að ræða. Í sumum vefjum og líffærum standa frumurnar mjög þétt saman, til ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaðan komu veirur og hvenær urðu þær til?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni veira og hver er saga þeirra? Hafa þær alltaf verið til? Allt líf á jörðinni er af einum meiði. Þetta staðfesta nokkrar staðreyndir, erfðaefnið (DNA) og táknmálið er það sama í öllum lífverum,[1] og örvhentar amínósýrur (e. left handed amino acids) eru ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á blóði froska og manna?

Blóð gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíildi (einnig nefnt koltvíoxíð) þannig að þeir geti starfað eðlilega. Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. En lífverur hafa ekki allar eins blóð. Helsti munurinn á blóði froskdýr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er genastjórnun?

Orðið genastjórnun gæti átt við stjórn gena á eiginleikum eða einkennum lífvera. Hvernig stjórna gen til dæmis því að sumir menn eru brúneygðir en aðrir bláeygðir og sumir svarthærðir en aðrir rauðhærðir? Genastjórnun gæti líka átt við stjórnun á starfsemi einstakra gena eða genahópa. Miklar rannsóknir hafa fa...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Hallsteinn Hallsson rannsakað?

Jón Hallsteinn Hallsson er dósent í erfðafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns snúa að því að auka skilning okkar á aðlögun landbúnaðar að norðurslóðum með rannsóknum á bæði nytjaplöntum og -dýrum auk sjúkdómsvalda sem kunna að hafa áhrif í landbúnaði. Hefð...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er veira?

Veira (e. virus) er örvera sem inniheldur erfðaefni en getur þó ekki fjölgað sér sjálf. Hver gerð af veiru getur sýkt ákveðna lífveru og fjölgað sér innan fruma hennar. Veirur eru mjög sértækar með tilliti til hýsillífvera og geta oftast bara sýkt eina eða fáar tegundir, til dæmis bara menn eða nokkrar tegundir dý...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Snorri Þór Sigurðsson rannsakað?

Snorri Þór Sigurðsson er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar við lífræna efnafræði, en sérsvið hans eru kjarnsýruefnafræði og efnafræði stöðugra stakeinda. Rannsóknir Snorra eru í eðli sínu þverfaglegar og byggja að miklu leyti á samvinnu við bæði íslenska og erlenda rannsóknah...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hugsanlegt að ný blendingstegund brúnbjarna og hvítabjarna verði til í framtíðinni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað er pizzly? Gæti stofn af pizzly-björnum orðið til? Heitið „pizzly“ er viðurkennt alþýðuheiti yfir blending brúnbjarnar (Ursus arctos) og hvítabjarnar (Ursus maritimus). Formlegt vísindaheiti hefur ekki náð alþjóðlegri útbreiðslu. Það eru vísbendingar um að í kjölfar...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Thor Aspelund rannsakað?

Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði í læknadeild Háskóla Íslands, við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, og forstöðumaður Tölfræðiráðgjafar Heilbrigðisvísindasviðs. Thor hefur rannsakað áhrif áhættuþátta á hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki og hvernig er hægt að nota þá sem forspárþætti í áhættureiknum. Einni...

category-iconNæringarfræði

Getur inntaka á ríbósa stuðlað að bættum árangri í íþróttum?

Ríbósi er sykra (5-kolvetna), hluti af kjarnsýrum (RNA og DNA) og mikilvægur í nokkrum kóensímum. Í auglýsingum um ríbósa sem fæðubótarefni er minnt á að ríbósi sé forsenda fyrir myndun ATP (orkuefni líkamans) og því geti inntaka á ríbósa stuðlað að því að líkaminn nái að mynda ATP hraðar meðan á æfingu stendur og...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvar verða ríbósóm til?

Segja má að ríbósóm séu prótínverksmiðjur frumunnar. Þetta eru örsmáar hnattlaga einingar sem eru í kringum 20 nm í þvermál og því ómögulegt að greina þær í ljóssmásjá. Í frumum sem mynda mikið af prótínum eru mörg þúsund ríbósóm í umfryminu. Ríbósóm myndast í kjarna frumunnar og berast þaðan í umfrymið í tvei...

category-iconLífvísindi: almennt

Er DNA manna flóknasta DNA sem vitað er um?

Erfðaefni mannsins er sett saman úr um þremur milljörðum kirnapara af DNA sem skiptast á 23 litninga. Þetta erfðaefni er reyndar í tveimur eintökum í líkamsfrumum, sem eru því kallaðar tvílitna. Kynfrumur hafa hins vegar aðeins eitt eintak af erfðaefninu, eru einlitna. Í erfðaefni mannsins eru talin vera 30-40...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um James Dewey Watson?

James Dewey Watson fæddist þann 6. apríl árið 1928 í Chicago í Bandaríkjunum. Hann lauk B.Sc. prófi í dýrafræði frá Háskólanum í Chicago árið 1947, þá aðeins 19 ára. Þremur árum seinna lauk hann svo doktorsprófi (Ph.D.) frá háskólanum í Indiana. Árið 1951 hóf hann störf á rannsóknarstofu í Cambridge á Englandi...

category-iconEfnafræði

Hver er helsti munurinn á lífrænum og ólífrænum efnum?

Lífræn efni eru einfaldlega allar þær sameindir sem innihalda kolefnisatóm (C) tengd vetnisatómum (H), það er innihalda C-H tengi. [1] Annað megineinkenni stærri lífrænna sameinda er að þær samanstanda af tengjum milli C-atóma,[2] sem ýmist geta verið eitt (C-C), tvö (C=C) eða þrjú (C≡C) auk C-H tengja. Alls...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru veirur til?

Til að svara spurningunni „af hverju eru veirur til?“ þarf fyrst að átta sig á því hvað veirur eru og hvað þær gera. Þegar svör við því hafa fengist er hægt að svara spurningunni um tilvist veira. Hvað eru veirur? Veirur eru agnarsmáar lífverur sem þurfa að sýkja frumur til að fjölga sér. Þær geta ekki fjölg...

Fleiri niðurstöður