Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1254 svör fundust
Hvar á að leita upplýsinga um hafstrauminn sem Hafrannsóknastofnunin fann nýlega út af Vestfjörðum?
Áður óþekktur hafstraumur hefur komið í ljós við straummælingar Hafrannsóknastofnunarinnar, en stofnunin hefur undanfarin ár staðið fyrir mælingum á straumum á Hornbankasniði á 21°35´V. Straumurinn kom í ljós yfir landgrunnshlíðinni og ber hann með sér þungan djúpsjó sem síðan streymir út um Grænlandssund suður...
Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?
Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...
Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?
Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...
Hversu gamalt er England og hvernig myndaðist það?
Bretland — England og Skotland — spannar næstum alla jarðsöguna, meira en 3000 milljón ár (m.á.). Í Hebrideseyjum og NV-Skotlandi er hið forna berg á yfirborði (fjólublátt á jarðfræðikortinu hér fyrir neðan), en í East Anglia í SA-Englandi er yfirborðsberg frá síðustu ísöld (gulbrúnt á kortinu). Hvergi í heiminum ...
Hvað er monsún og hvernig myndast hann?
Í upphaflegri merkingu er monsún nafn á árstíðabundinni breytingu vinda á norðanverðu Indlandshafi, í Suður- og Austur-Asíu og suður með austurströnd Afríku. Nafnið er dregið af arabísku orði, mausim eða mawsim sem þýða mun árstíð. Arabar stunduðu snemma milliríkjaviðskipti á þessum slóðum og nýttu sér monsúnvinda...
Af hverju stafa norður- og suðurljósin?
Þetta er einnig svar við spurningunum "Hvað, hvernig og hversvegna eru norðurljós og sjást þau bara á norður- og suðurhveli jarðar?" Yfirborð sólarinnar sendir í sífellu frá sér svokallaðan sólvind, en hann er straumur hlaðinna agna, aðallega róteinda og rafeinda. Segulsvið jarðar hrindir flestum þessum ögnum ...
Hvernig er gróðurfarið í Norður-Ameríku?
Í þessu svari er miðað við að mörkin á milli Norður- og Suður-Ameríku liggi um Panamaeiðið en stundum eru notuð önnur viðmið eins og greint er frá í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku? Í norðri nær Norður-Ameríka að heimskautaströndum Al...
Er gras á norður- eða suðurpólnum?
Ef spurningin á við pólana í merkingunni nyrsti og syðsti punktur jarðkringlunnar er svarið nei. Þar er ekki gras eða annar gróður enda skilyrði öll hin erfiðustu fyrir gróður, um 2.700 m þykkur ís á suðurpólnum og hafís fljótandi yfir norðurpólnum. Hins vegar notar fólk stundum orðið suðurpóll þegar það á í raun...
Hvernig varð Norður-Kórea svona spillt?
Norður-Kórea er án vafa eitt sérkennilegasta ríki heims. Allt frá stofnun þess árið 1948 hefur það farið eigin leiðir og takmarkað mjög samskipti sín við önnur ríki, að frátöldum Sovétríkjunum og Alþýðulýðveldinu Kína eftir stofnun hins síðarnefnda árið 1949. Þótt bæði Kóreuríkin hafi farið illa út úr Kóreustrí...
Hver er lengsta á Norður-Ameríku?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er lengsta á Norður Ameríku? Reyndi að gúggla þetta en fékk mjög mismunandi svör. Er eitthvert óumdeilt svar við þessari spurningu? Ekki er eins einfalt að mæla nákvæma lengd vatnsfalla og það kann að virðast í fyrstu. Þar skiptir máli hvar upptök vatnsfallsins eru skilgre...
Hvað geta rostungar orðið gamlir og stórir?
Rostungar (Odobenus rosmarus) greinast í tvær deilitegundir sem eru landfræðilega aðskildar. Önnur deilitegundin nefnist Atlantshafsrostungur (O.r. rosmarus) en hin Kyrrahafsrostungur (O.r. divergens). Atlantshafsdeilitegundin lifir á svæðum við Grænland og við eyjar sem tilheyra Kanada en Kyrrahafsrostungurinn fi...
Var manneskjan til þegar Ísland myndaðist?
Stutta svarið við spurningunni er að Ísland myndaðist löngu áður en menn urðu til. Eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands? þá tók Norður-Atlantshafið að opnast fyrir um það bil 60 milljón árum. Síðan þá hefur verið land yfir heita reitnum...
Hvernig var landslag á Íslandi fyrir ísöld?
Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Við mótun landsins takast á innræn öfl og útræn: eldgos bæta jarðmyndunum ofan á þær sem fyrir voru, en roföflin rjúfa yfirborðið og bera jarðefnin til sjávar, auk þess sem brimaldan mótar ströndina án afláts. Hvorum vegnar betur á ...
Hvernig komst fólk til útlanda árið 1918?
Aðeins ein flutningaleið var frá Íslandi til útlanda, sú eina sem hafði verið frá upphafi Íslandsbyggðar, að sigla á skipi. Á tímum danskrar einokunarverslunar önnuðust verslanirnar allar samgöngur milli Danmerkur og Íslands. En þegar einokunin var afnumin, árið 1787, skipulögðu dönsk stjórnvöld svokallaðar póstsk...
Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað veldur deilunni á Norður-Írlandi og hvað eru IRA og Sinn Fein? Í stuttu máli má segja að það hefur einfaldlega ekki verið krafa neinna meginaðila átakanna á Norður-Írlandi að Norður-Írland verði sjálfstætt ríki. Vissulega hafa slíkar raddir heyrst en hugmyndir í þessa veru ...