Hver er lengsta á Norður Ameríku? Reyndi að gúggla þetta en fékk mjög mismunandi svör. Er eitthvert óumdeilt svar við þessari spurningu?Ekki er eins einfalt að mæla nákvæma lengd vatnsfalla og það kann að virðast í fyrstu. Þar skiptir máli hvar upptök vatnsfallsins eru skilgreind og eins hvar það endar nákvæmlega. Einnig skiptir máli hversu nákvæm gögn eru notuð til þess að mæla fjarlægðina þar á milli. Um þetta er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru lengstu fljót í heimi? og er ágætt að hafa það svar í huga við áframhaldandi lestur. Það er rétt að þegar leitað er að upplýsingum á netinu um lengsta vatnsfall Norður-Ameríku þá eru niðurstöðurnar ekki allar á einn veg. Langflestar heimildir sem skoðaðar voru fyrir þetta svar segja þó að Missouri-áin sé lengst og Mississippi-fljót næst lengst, en í einhverjum tilfellum er þessu snúið við.

Missouri er yfirleitt talin lengsta á Norður-Ameríku en Mississippi er þó stundum talin lengri.
- Kammerer, J.C. 1990. Largest Rivers in the United States, US Geological Survey Fact Sheet OFR 87-242. (Sótt 23.2.2022).
- National Park Service: Mississippi River Facts. (Sótt 23.2.2022).
- GlobalGeografia.com: United States Longest Rivers. (Sótt 23.2.2022).
- American Rivers: Missouri River og Mississippi River. (Sótt 23.2.2022).
- Committee on Missouri River Ecosystem. 2002. The Missouri River Ecosystem. (Sótt 23.2.2022).
- Encyclopædia Britannica: Missouri River og Mississippi River. (Sótt 23.2.2022).
- Wikipedia: Missouri River og Mississippi River. (Sótt 23.2.2022).
- WorldAtlas: The Missouri River og The Mississippi River. (Sótt 23.2.2022).
- Legends of America: The Mighty Missouri River og The Mississippi River and Expansion of America. (Sótt 23.2.2022).
- Maps of World: What are the top 10 Longest Rivers in the US? (Sótt 23.2.2022).
- Kentucky Great River Road: The Mississippi River - Fun Facts. (Sótt 23.2.2022).
- Freeworldmaps.net. (Sótt 23.2.2022).