Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 61 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver var faðir og móðir rokksins og hvenær komu þau fyrst fram?

Orðið rokk vísar til þeirrar tónlistarstefnu sem spratt upp í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og gengur oft undir nafninu „rokk og ról“. Rokk og ról spratt upp sem blanda af ýmsum „svörtum“ tónlistarstílum (jass, blús, gospel og sálartónlist) sem og amerískri kántrítónlist. Núorðið hefur orði...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan koma elstu vögguvísur og er hægt að svæfa börn með þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru sungnar vögguvísur? Er eitthvað vitað um uppruna vögguvísna og hvort þær virki raunverulega við svæfingu? Vögguvísur hafa verið sungnar frá því í fornöld. Ein elsta vögguvísa sem varðveist hefur er rist á 4000 ára gamla leirtöflu frá Babýlon sem geymd e...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að lifa án hormóna?

Nei, það er ekki hægt að lifa án hormóna, að minnsta kosti ekki eðlilegu lífi. Hormón teljast til boðefna líkamans. Þau stjórna þroska hans og vexti og sjá um að halda alls kyns starfsemi líkamans í jafnvægi. Hormón eru lífræn efni af ýmsum gerðum. Þau eru mynduð í svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) ...

category-iconFélagsvísindi

Hversu útbreidd er álfatrúin um heiminn, í hvers kyns myndum sem hún kann að koma fram?

Til þess að svara þessari spurningu þarf að vera ljóst við hvað er átt með hugtakinu álfur. Ljóst er að álfar í fornnorræni trú, sérstaklega í eddukvæðunum, eru bæði ólíkir álfum sem koma fyrir í þjóðtrú Íslendinga í dag1 og álfum í íslenskum þjóðsögum. Einnig þarf að taka tillit til þess að nú á dögum tala margir...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er líffræðilegur tilgangur þess að konur fái fullnægingu, hvað þá raðfullnægingar?

Þar sem þessi spurning er með líffræðilega áherslu verður leitast við að svara henni frá því sjónarhorni. Tel ég þó að erfitt sé að líta á fullnægingu sem eingöngu líffræðilegt fyrirbæri. William H. Master og Virginia E. Johnson rannsökuðu kynsvörun meðal 312 bandarískra karla og 382 kvenna og greindu frá niðu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um krákur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á krákum og hröfnum? Segðu mér allt um krákur. Krákur og hrafnar tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae) sem er af ættbálki spörfugla. Um 115 tegundir teljast til ættar hröfnunga, þar af tilheyra um eða yfir 40 tegundir ættkvíslinni Corvus en í þeirri ættkvísl eru ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur?

Vissulega geta regnskógar vaxið aftur en það eru þó mörg vandamál fyrir hendi. Þó að regnskógar séu mjög frjósamir og hafi mikinn líffræðilegan fjölbreytileika, þá er jarðvegur þeirra einungis frjósamur í efstu 5 sentimetrunum. Eftir að skógurinn er ruddur helst frjósemin ekki lengi í jarðveginum sem skolast burtu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er kívífuglinn í útrýmingarhættu?

Í þéttum skógum Nýja-Sjálands, sem sluppu við við ágang og eyðileggingu landnema, hefur einum alsérstæðasta núlifandi fugli í fánu jarðar tekist að halda velli. Þessi heimkynni hans eru nú sem betur fer vernduð með viðamiklu og öflugu neti þjóðgarða. Hér er um að ræða kíví eða kívífuglinn, sem frekar ætti að ta...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er lyfleysa og lyfleysuáhrif og geta þau hjálpað sjúklingum?

Við klínískar rannsóknir á virkni lyfjaefna er rannsóknin oft gerð með notkun lyfjaefnis og lyfleysu (e. placebo) eða sýndarlyfs sem er eins að útliti og bragði og lyfjaefnið. Rannsóknin er oft tvíblind þar sem hvorki sjúklingar né rannsakendur vita hver fær hið virka efni og hver fær lyfleysuna. Við mat á niðurst...

category-iconHeimspeki

Hver er munurinn á smáborgarahætti og snobbi?

Ýmislegt er skylt með snobbi og smáborgarahætti en þó er munur á. Hvort tveggja ber vott um ákveðið ósjálfstæði í hugsun og gildismati. Snobbarinn lætur stjórnast af því sem þykir fínt, til dæmis af ákveðinni „elítu”, það er að segja einhvers konar úrvalshópi í samfélaginu, en smáborgarinn stjórnast hins vegar af ...

category-iconAnswers in English

How did the Icelandic language start?

When Iceland was first settled in the 9th century, most of the settlers came from Norway, some of whom took slaves from Ireland en route. During the first centuries, the same language was spoken in Norway and Iceland, so there was little difference and the vocabulary was mostly Norse, with the exception of a f...

category-iconLífvísindi: almennt

Veldur skordýraeitur krabbameini í mönnum?

Rannsóknir sýna að skordýraeitur getur stuðlað að myndun krabbameina, til dæmis hormóna næmra krabbameina en það eru brjóstakrabbamein og blöðruhálskirtilskrabbamein. Á Vesturlöndum og einnig hér á Íslandi hefur verið marktæk aukning á þessum tegundum krabbameina. Krabbamein tengjast mjög lífsstíl svo sem mataræði...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver er Jocelyn Bell Burnell og var það hún sem uppgötvaði fyrstu tifstjörnuna?

Susan Jocelyn Bell Burnell er breskur stjarneðlisfræðingur sem er frægust fyrir hlutdeild sína í uppgötvun fyrstu tifstjörnunnar þegar hún var doktorsnemi í Cambridge. Leiðbeinandi hennar, Antony Hewish, fékk síðar Nóbelsverðlaunin fyrir þessa uppgötvun ásamt Martin Ryle. Jocelyn Bell Burnell (f. 1943). Joc...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju völdu Bandaríkjamenn Híróshíma og Nagasakí sem skotmörk?

Þann 6. ágúst 1945 var kjarnorkuvopnum beitt í fyrsta skipti þegar Bandaríkjamenn vörpuðu sprengju á japönsku borgina Híróshíma. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasakí. Vorið 1945 var staðan í seinni heimsstyrjöldinni sú að stríðinu við Þjóðverja var lokið en Japanir neituðu að gefast upp. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið negri og hvaðan kemur það?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið negri? Hvaðan kemur það í íslensku og hversu gamalt er það í málinu? Fyrst verður litið á síðari hluta spurningarinnar, það er um uppruna og aldur orðsins negri í íslensku. Síðan verður fjallað um merkingu orðsins og varað við notkun þess. Uppruni Orðið ...

Fleiri niðurstöður