Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1194 svör fundust
Hver er saga súkkulaðisins?
Árið 1519 kom spænski herforinginn Cortés til bæjarins Tenochtitlán, þar sem nú er Mexíkóborg. Höfðingi Asteka, Moctezuma að nafni, tók á móti honum og bauð honum upp á kakódrykk. Drykkurinn var úr möluðum kakóbaunum, ýmsu kryddi, meðal annars vanillu, hunangi og sjóðandi vatni. Þetta var líklega í fyrsta skipti s...
Hver er saga rappsins?
Rappið hefur alltaf verið til. Þegar Guð talaði við Adam, Móses og alla spámennina rappaði hann, það gerði Shakespeare líka, hann rappaði og rímaði. Rappið hefur þess vegna alltaf verið til. Þannig hljóðar skilgreining eins af frumkvöðlum rappsins, Afrika Bambaataa, á fyrirbærinu. Hér verður þó notuð þrengri skil...
Hver er saga Deildartunguhvers?
Rétt norðan við Kleppjárnsreyki í Borgarfirði, handan Reykjadalsár, er Deildartunguhver. Hann er vatnsmesti hver í Evrópu, og raunar stundum sagður vatnsmesti hver í heimi þótt erfitt geti verið að sannreyna slíkar fullyrðingar. Hverinn er ekki aðeins merkilegur í jarðfræðilegu tilliti heldur tengist hann sögu jar...
Hver er saga hlébarðans?
Hlébarðinn (Panthera pardus) er útbreiddastur stóru kattardýranna. Útbreiðsla hans er um alla Afríku, um Arabíuskaga og austur að Kyrrahafsströnd Asíu. Tegundin greinist nú í 27 deilitegundir sem hafa aðlagast fjölbreyttum búsvæðum svo sem staktrjáasléttum (savanna) og þéttum skógum í Afríku sunnan Sahara og suða...
Hver er saga krossgátunnar?
Fyrsta krossgátan var búin til af Arthur Wynne og birtist í bandaríska blaðinu New York World þann 21. desember 1913. Krossgáta Wynne var ólík því sem nú tíðkast, hún var tígullaga og hafði enga svarta reiti. Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og hafði sem barn kynnst leik er nefnist orðaferningur (e. word squar...
Hver er saga hirðfífla?
Í Snöru má finna skilgreiningu á hirðfífli: trúður, maður sem skemmtir hirðfólki með skrípalátum. Hægt er að rekja sögu hirðfífla allt aftur til Forn-Egypta, eða til fimmtu keisaraættar Egyptalands sem var við völd frá 2494-2345 f.Kr. Á þeim tíma voru Pygmýar frá Afríku vinsælir sem hirðfífl. Þá voru hirðfífl vi...
Hver er saga þungarokksins?
Þungarokk (e. heavy metal) er ein allra vinsælasta og gróskumesta undirstefna dægurtónlistarinnar. Ýmsar kenningar eru uppi um hvenær það varð til. Sumir nefna lagið „Born to be Wild“ með hljómsveitinni Steppenwolf, þar sem setningunni „heavy metal thunder“ er fleygt fram og tónlistin svo sannarlega rokk í þyngri ...
Hver er saga Tyrkjaveldis?
Tyrkjaveldi, sem einnig er nefnt Ósmanska veldið eða Ottómanveldið,[1] á sér rúmlega 600 ára sögu. Það var stofnað árið 1299 og að lokum leyst upp árið 1923. Þegar ríki Seljúka leið undir lok á 13. öld var Anatólíu eða Litlu-Asíu (landsvæði sem nú tilheyrir asíska hluta Tyrklands) skipt á milli nokkurra fylkinga. ...
Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?
Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismuna...
Hvernig urðu menn skylmingaþrælar og hvað fólst í því?
Spurningin í heild var: Hvað voru skylmingaþrælar? Hvaðan komu þeir og hvernig urðu þeir skylmingaþrælar? Hver var besti skylmingaþræll heims? Skylmingaþrælar voru menn sem látnir voru berjast öðru fólki til skemmtunar. Siðurinn átti uppruna sinn hjá Etrúrum og tóku Rómverjar hann síðan upp eftir þeim. Sýningar ...
Hverjar voru meginuppsprettur þekkingar um kristna trú á fyrstu öldum kristni á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjar voru meginuppsprettur þekkingar um kristna trú á fyrstu öldum kristni á Íslandi? Þ.e.a.s. hvernig lærði fólk um inntak trúarbragðanna? Hver kenndi þeim það? Á grundvelli hvaða rita? Á hvaða tungumáli? Og hver kenndi „kennurunum“? Gyðingdómur, kristni og íslam eiga samme...
Hver er guðfræðileg skilgreining á trú?
Guðfræðin er heil „fjölskylda” af fræðigreinum sem venja er að stunda saman í sérstökum deildum háskóla vegna þess að hver styður aðra í því sameiginlega hlutverki að túlka trúarhefð Vesturlanda. Sumar þessara greina geta flokkast undir málvísindi, aðrar bókmenntafræði, sagnfræði, heimspeki eða félagsvísindi, svo ...
Hvers konar starf fer fram innan vísindakirkjunnar?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Árna Gunnlaugssonar: Hver er meginuppistaðan í kenningum vísindakirkjunnar?Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Christ, Scientist eða Christian Science og verða henni gerð skil í þessu sv...
Er það rétt að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi hent goðum í Goðafoss?
Örnefnið Goðafoss er að minnsta kosti til í 6 ám á landinu:Fyrst er að nefna Goðafoss í Hallardalsá í landi Klúku í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í Goðdalsá í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í örnefnaskrá er talað um að Goði sem fossinn sé kenndur við sé heygður í Goða í túninu í Goðdal. Í Hofsá í Svarfaða...
Hvaða mánaðar- og vikudaga, nákvæmlega, var Alþingi Íslendinga sett árin 999, 1000 og 1001?
Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða var ákveðið á Alþingi árið áður en kristni var lögtekin, „að menn skyldi svo koma til alþingis, er tíu vikur væri af sumri, en þangað til komu viku fyrr.“ Þetta kemur heim við lögbókina Grágás, sem var auðvitað skráð eftir að þessi breyting var gerð. Í Þingskapaþætti hennar segir: ...