Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 936 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta apar?

Nú eru þekktar um 130 tegundir prímata og er fæða þeirra mjög fjölbreytt. Mismunandi tegundir éta ólíka fæðu og eins getur verið munur á fæðuvali innan sömu tegundar. Algengast er að fæða prímata komi úr plönturíkinu og eru nokkrar tegundir nær alfarið plöntuætur. Flestar tegundir éta þó einnig einhverja leyti ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Árni Heimir Ingólfsson stundað?

Árni Heimir Ingólfsson stundar rannsóknir á sviði tónlistarfræði. Árni Heimir hefur aðallega fengist við að rannsaka íslenska tónlistarsögu allt frá miðöldum og fram á 20. öld. Viðamikill þáttur í rannsóknum hans eru íslensk nótnahandrit fyrri alda (frá um 1200–1800) og sá vitnisburður sem þau veita um tónlist sem...

category-iconHugvísindi

Hvernig var fimmta öldin í Kína?

Fimmta öldin eftir Krist hefur lengi verið þyrnir í augum margra kínverskra sagnfræðinga. Ein helsta ástæða þess er sú að á fimmtu öld líktist Kína mjög Evrópu með öllum sínum landamærum og þjóðum. Einna helst hefur farið fyrir brjóstið á mönnum að á þessum tíma var erlend stjórn í Norður-Kína. Slíkir umbrotatímar...

category-iconHugvísindi

Hver var Nobunaga Oda og hvaða hlutverki gegndi hann við sameiningu Japans?

Nobunaga Oda (1534-1582) var einn af valdamestu lénsherrum (daimyo) í Japan á sextándu öld. Það tímabil hefur verið nefnt sengoku-öldin (戦国時代) í japanskri sögu. Hugtakið daimyo hefur gjarnan verið þýtt sem barón á íslensku en hér verður notast við orðið lénsherra sem er meira lýsandi. ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvers vegna dó latína út sem lifandi tungumál heillar þjóðar?

Latína var ítalísk mállýska sem er kennd við héraðið Latium (í dag Lazio) á Ítalíu. Framan af var þessi mállýska bara ein meðal margra á svæðinu og fjarri því að vera ríkjandi. Hún breiddist þó út með auknum hernaðarumsvifum og menningarlegum áhrifum Rómverja og náði um síðir yfir talsvert svæði í Evrópu og kringu...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju getur tónlist vakið tilfinningar sem eru stundum framandi?

Viðbrögð við tónlist, bæði tilfinningaleg og önnur, eru bæði almenn og persónubundin. Þau eru almenn í þeim skilningi að fólk með svipaðan bakgrunn lýsir tilfinningaáhrifum tónlistar á svipaðan veg, til dæmis sem dapurlegum, glaðlegum eða glæsilegum. Þau eru hins vegar jafnframt persónubundin og háð því hvernig vi...

category-iconSálfræði

Af hverju þurfa mæður alltaf að vera svona forvitnar og tilætlunarsamar?

Auðvelt væri að svara þessari spurningu út frá almennu viðhorfi og ef til vill fordómum um „eðli kynjanna” sem svo oft er vísað til í daglegu lífi. Kunnara er en frá þurfi að segja að konur eru til dæmis almennt álitnar forvitnari - í merkingunni rýnandi eða hnýsinn - en karlar. Þær eru álitnar málglaðari, skrafhr...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar voru helstu ástæður þess að Mongólar urðu að heimsveldi á miðöldum en ekki Kínverjar?

Hér skal reynt að gera samanburð á ólíkum eiginleikum Mongóla og Kínverja á 9.-13. öld, þá einkum hvað varðar lífsviðurværi, umhverfi og menningu. Eins og flestar þjóðir í norðurhluta Austur-Asíu voru Mongólar hirðingjar sem fluttu sig stöðugt á milli staða til að tryggja aðgang búfénaðar að góðum graslendum. T...

category-iconHeimspeki

Er raunverulega hægt að orða hugsanir sínar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er tungumálið öðrum þræði „bara ruslakista heilans“ (eins og bróðir minn orðaði það) eða hvers vegna annars breytir það einhverju um mína líðan að hafa orðað einhverja hugsun upphátt eins og það virðist gera? Þessi spurning er ansi djúp ráðgáta sem getur strax af sér aðrar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta dýr eins og maurar stundað ræktun?

Landbúnaður er undirstaða samfélags manna og velmegunar. Við mennirnir hagnýtum margar tegundir plantna og dýra til fæðuframleiðslu. En aðrar tegundir dýra geta líka stundað ræktun og eru maurar líklega þekktasta dæmið. Flestar tegundir maura eru rándýr, og talið er að fyrstu maurarnir hafi stundað ránlífi. Maurar...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er stéttaskipting á Íslandi?

Upphaflegu spurningarnar hljóðuðu svona: Eru til upplýsingar eða rannsóknir um stéttaskiptingu á Íslandi? Er ríkjandi stéttaskipting/lagskipting á Íslandi? Stéttagreining er fræðilegt sjónarhorn sem byggir á rannsóknum á birtingarmyndum stéttaskiptingar. Rannsóknir sýna að stéttaskipting mótar tilveru og afdr...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Henrietta Swan Leavitt og hvert var hennar framlag til vísindanna?

Henrietta Swan Leavitt var stjörnufræðingur, þekktust fyrir uppgötvun sína á svonefndu sveiflulýsilögmáli um sefíta sem síðar gerði Edwin Hubble kleift að reikna út fjarlægðina til Andrómeduþokunnar og átta sig á raunverulegri stærð alheimsins. Leavitt naut lítillar sem engrar viðurkenningar á uppgötvun sinni, þót...

category-iconLandafræði

Eftir hverju eru Galapagoseyjar nefndar?

Galapagoseyjar eru nefndar eftir hinum sérstöku risaskjaldbökum sem lifa við eyjarnar. Galápago er spænskt orð sem þýðir einmitt skjaldbaka. Galapagoseyjar eru eyjaklasi í Austur-Kyrrahafi um 1000 kílómetra undan strönd Ekvador. Um 13 stórar eyjar eru í klasanum og margar minni. Um 15.000 manns búa á eyjunum o...

category-iconHeimspeki

Er munur á mótsögn og þversögn? Ef svarið er já, hver er þá munurinn?

Mótsögn er í hnotskurn fullyrðing sem bæði játar og neitar því sama. Einföld framsetning gæti verið á þessa leið á táknmáli rökfræðinnar: p ∧ ¬ p (það er p og ekki-p) þar sem breytan p stendur fyrir hvaða staðhæfingu sem er. Ef breytan p stendur til dæmis fyrir staðhæfinguna „Ísland er eyja“ fæst: Íslan...

category-iconHeimspeki

Er hægt að færa rök fyrir því að rökræður séu tilgangslausar?

Stutta svarið er, já, svo sannarlega. Það er auðvelt að færa gild rök fyrir staðhæfingum sem eru augljóslega ósannar. Tökum einfalt dæmi:1. Ef Salka Valka er á lífi þá er hún í felum.2. Salka Valka er á lífi.3. Salka Valka er í felum. Í þessari rökfærslu eru forsendurnar 1 og 2 og niðurstaðan 3. Rökfærslur eru ...

Fleiri niðurstöður