Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 933 svör fundust

category-iconLögfræði

Brýt ég höfundarétt ef ég skrifa bók með persónunni Sherlock Holmes?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað nær höfundaréttur rithöfunda á skáldsagnapersónum langt aftur í tímann? Mætti ég skrifa bók um Sherlock Holmes? Í stuttu máli er svarið að finna í 43. gr. höfundalaga (nr. 73/1972) en þar segir að höfundaréttur helst í 70 ár frá andláti höfundar. Miðað er við næst...

category-iconUnga fólkið svarar

Úr hvaða ávexti eru rúsínur framleiddar?

Rúsínur eru þurrkuð vínber. Oftast eru notuð steinlaus vínber svo ekki verða steinar í rúsínunum. Vínber eru sæt af náttúrunnar hendi og rúsínur þess vegna líka. Þegar rúsínur eru þurrkaðar, til dæmis sólþurrkaðar, fer allt vatnið úr þeim. Þetta gerir þær krumpaðar. Ef þær eru svo geymdar lengi kristallast ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Dagný Kristjánsdóttir stundað?

Rannsóknarsvið Dagnýjar Kristjánsdóttur eru íslenskar bókmenntir, íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, bókmenntir og læknisfræði (læknahugvísindi), sálgreining og vistrýni. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Helstu rit Dagnýjar eru Frelsi og öry...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merkingin í orðinu köflóttur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins köflótt og til hvaða mynstra nær hugtakið? Getur skákborð verið köflótt? Lýsingarorðið köflóttur er leitt af nafnorðinu kafli 'hluti af einhverju, þáttur í bók, tímabil'. Það er myndað með viðskeytinu –óttur og hljóðvarpi rótarsérhljóðs (a > ö). O...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta ánamaðkar?

Til að svara þessari spurningu er nauðsynlegt að átta sig fyrst á líffæragerð ánamaðka (oligochaeta). Kjafturinn á ánamöðkum er staðsettur á framenda dýranna. Í munnholinu (e. buccal cavity) er líffæri sem þjónar svipuðum tilgangi og bragðlaukar okkar. Með þessu líffæri metur ánamaðkurinn hvort fæða sem hann rekst...

category-iconLífvísindi: almennt

Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru dekkri viðartegundir í heitum löndum og ljósari í kaldari löndum? Eða er reglan „dökkur jarðvegur = dökkur viður“?Litur viðar er hvorki háður veðurfari né jarðvegi. Það vill svo til að flestar trjátegundir í barrskógabeltinu (köldu löndunum) eru með frekar ljósan við en...

category-iconUmhverfismál

Hvað merkja orðin sjálfbær þróun?

Orðið sjálfbær er nýyrði í íslensku. Elsta dæmið sem Orðabók Háskólans á er úr Alfræðisafni AB sem út kom á árunum 1965 til 1968. Orðið er sett saman úr tveimur hlutum, sjálf- og -bær og minnir á hversdagslega orðið haldbær. Orðið sjálfbær er einkum notað í orðasambandinu sjálfbær þróun. Ýmsum hefur fundist þetta ...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um John Locke?

John Locke var enskur heimspekingur og er oft álitinn merkastur bresku raunhyggjumannanna en hann var ekki síður áhrifamikill stjórnspekingur. Locke fæddist þann 29. ágúst árið 1632 í Somerset á Englandi. Hann var menntaður í Westminster og Oxford, þar sem hann kenndi um skeið rökfræði og siðfræði, forngrísku o...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað hét fyrsta bók Þórbergs Þórðarsonar og hvaða ár kom hún út?

Fyrstu bækur Þórbergs Þórðarsonar voru ljóðakverin Hálfir skósólar sem kom út árið 1915, og Spaks manns spjarir (1917). Þau voru sameinuð og aukið við þau í bókinni Hvítum hröfnum sem gefin var út árið 1922. Árið 1924 kom út bók Þórbergs Bréf til Láru sem markaði ekki aðeins tímamót í ævi Þórbergs, heldur einni...

category-iconVísindi almennt

Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og segir í bók Hallgríms Helgasonar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Kæri viðtakandi. Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og getið er um í bók Hallgríms Helgasonar Sextíu kíló af sólskini. Fyrir fram þökk. Talan 78.470 kemur víða fyrir yfir íbúafjölda á Íslandi þann 1. desember 1901, til að mynda í þessari skýrslu um hagtölur landb...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast?

Börn tala ekki við fæðingu af því að það er ekki meðfæddur eiginleiki að kunna tungumál. Við þurfum að læra að tala en við þurfum ekki að læra að anda. Að draga andann er meðfæddur eiginleiki. Hitt er annað mál að það að læra tungumál virðist vera manninum áskapað. Rannsóknir hafa sýnt að í vinstra heilahveli...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig hljómar strengjakenningin og hver er hin sennilegasta minnsta eining?

Strengjafræði sameinar lýsingu á öllum þekktum öreindum og víxlverkunum náttúrunnar í einni kenningu. Hún er ennþá á rannsóknastigi og gæti átt eftir að víkja fyrir öðrum betri kenningum í framtíðinni, en sem stendur eru miklar vonir bundnar við hana sem sameiningarkenningu öreindafræðinnar. Strengjafræðin byggir ...

category-iconOrkumál

Hvað kostar að hafa kveikt á ljósaperu?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvað kostar að hafa kveikt á 60 W ljósaperu í einn mánuð? (Árni Björn) Hvað kostar að láta 40 W ljósaperu loga í 4 klukkustundir? Hvaða verð er ég að borga á mínu heimili? (Eva) Hversu mikið kostar að láta 40 W ljósaperu loga í einn sólarhring? (Sverrir Páll) Hjá Orku n...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á náttúrulegum demanti og iðnaðardemanti?

Enginn. Iðnaðardemantur getur verið náttúrulegur demantur með miklum byggingarveilum eða óhreinindum. Mikill minnihluti náttúrulegra demanta er svo gallalaus að hægt sé að slípa þá og nota í skartgripi. Slíkir skartgripademantar hafa einkum fundist í námagreftri í gömlum eldstöðvum í Suður-Afríku, Ástralíu, ...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru fuglaber eitruð?

Þegar spyrjandinn talar um fuglaber á hann væntanlega við ber reyniviðarins eða reyniber. Berin eru afar áberandi á haustinn þegar laufin taka að falla og þau laða að sér fjölda skógarþrasta (Turdus illiacus). Reyniberin eru lítið nýtt af okkur mannfólkinu, nema þá til skrauts. Þau hafa eitthvað verið soðin ni...

Fleiri niðurstöður