Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3473 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Thor Aspelund rannsakað?
Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði í læknadeild Háskóla Íslands, við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, og forstöðumaður Tölfræðiráðgjafar Heilbrigðisvísindasviðs. Thor hefur rannsakað áhrif áhættuþátta á hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki og hvernig er hægt að nota þá sem forspárþætti í áhættureiknum. Einni...
Við hvað störfuðu Íslendingar 1918?
Árið 1918 var meirihluti Íslendinga enn bændur og sjómenn sem sóttu af kappi í gögn lands og sjávar, en einnig var talsvert af fólki sem vann við heimilisþjónustu hjá öðrum. Værir þú uppi á þessum tíma er því líklegt að þú ynnir við landbúnaðarstörf, fiskveiðar og fiskvinnslu eða vinnumennsku sem innanhúshjú. Í þe...
Hver er Wolfgang Edelstein og hvað hefur hann lagt af mörkum til menntavísinda og skólamála hér á landi?
Wolfgang Edelstein er fæddur í Freiburg í Þýskalandi 15. júní 1929. Faðir hans, dr. Heinz Edelstein (1902–1959), var tónlistarmaður og stofnandi Barnamúsíkskólans í Reykjavík. Móðir Wolfgangs, Charlotte Teresa Edelstein (1904–1997), var hagfræðingur að mennt. Wolfgang, sem er af gyðingaættum, flúði með fjölskyldu ...
Eru táknmál eins uppbyggð og önnur mál?
Hér er þessum spurningum svarað: Eru táknmál eins uppbyggð og önnur mál? Eru fallbeygingar í táknmáli? Samkvæmt vefsíðunni Ethnologue sem hefur að geyma skrá yfir tungumál heimsins eru til 142 táknmál[1] en líklegt má telja að þau séu töluvert fleiri. Rannsóknir á táknmálum hófust ekki fyrr en eftir miðja ...
Er eitthvað að marka áhugasviðspróf?
"Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?" Flestir, ef ekki allir, hafa einhvern tímann fengið þessa spurningu en oft vefst svarið fyrir fólki. Áhugasviðspróf eru gerð til þess að hjálpa fólki að svara þessari mjög svo mikilvægu spurningu. Þau eru notað víða, sérstaklega hjá námsráðgjöfum grunnskóla, framhal...
Hver er munurinn á sálfræðingum og geðlæknum?
Ásgeir bætir við: Er sá munur fólginn í lækningaraðferðum eða greiningu, eða er hann meiri? Það virðist nokkuð algengt að menn rugli saman geðlækningum og sálfræði, en greinarnar eru þó um margt ólíkar. Geðlækningar eru, eins og nafnið bendir til, undirgrein læknisfræðinnar. Geðlæknar ljúka fyrst almennu læk...
Hvað er landafræði?
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ýmist er notað orðið landafræði eða landfræði. Almenningi er sjálfsagt tamara að nota hið fyrrnefnda en innan Háskóla Íslands er greinin kölluð landfræði og sá sem útskrifast þaðan hefur titilinn landfræðingur. Í þessu svari verður orðið landfræði notað. Hið alþjóðl...
Hvað gera næringarfræðingar?
Næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það þýðir að einstaklingur þarf að ljúka meistaraprófi (MSc) í næringarfræði, sem krefst fimm ára háskólanáms, til að geta sótt um starfsleyfið frá Embætti landlæknis. Meistarapróf í næringarfræði gerir kröfur um tilskilinn fjölda eininga í næringar- og ma...
Hversu margir starfa við landbúnað á Íslandi og hversu margir við sjávarútveg?
Í stuttu máli sagt vinna flestir Íslendingar störf sem tengjast þjónustu. Hagstofa Íslands hefur um alllangt skeið gert vinnumarkaðsrannsóknir í því skyni að afla haldbærra og greinargóðra gagna um vinnumarkaðinn hér á landi. Þetta svar er byggt á niðurstöðum úr þeim rannsóknum eins og þær birtast á vef Hagstof...
Er opinberum starfsmönnum heimilt að ráða sína eigin fjölskyldumeðlimi í vinnu?
Stutt og einfalt svar við þessari spurningu er nei. Um ráðningu ríkisstarfsmanna gilda lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þau taka til allra þeirra sem ráðnir eru, settir eða skipaðir í störf í þágu ríkisins. Lögin gilda þó ekki um þjóðkjörna fulltrúa, starfsmenn félaga sem eru einkaré...
Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna?
Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins og nær aftur til ársins 1957 þegar hún varð hluti af Rómarsáttmálanum. Allt frá því reglan var staðfest fyrir dómstól Evrópusambandsins á áttunda áratug síðustu aldar (mál 43/75) og fyrsta tilskipunin um launajafnrétti kynjanna (nr....
Hvað hefur vísindamaðurinn Ásta Heiðrún Pétursdóttir rannsakað?
Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Frumefnið arsen finnst á mismunandi efnaformum sem eru oft flokkuð í lífræn efnasambönd (tengd kolefni) og ólífræn efnasambönd. Greining mismu...
Er lögreglumönnum við umferðareftirlit heimilt að liggja í leyni?
Upphafleg spurning í heild var sem hér segir:Er lögreglumönnum við umferðareftirlit (radarmælingar) heimilt að "liggja í leyni" ljóslausir og jafnvel utan vega, eða jafnvel í hvarfi við útihús á bóndabæjum?Það er meginregla í löggæslustörfum hér á landi og hluti af forvarnarstarfi lögreglunnar að hún sé sýnileg í ...
Eru til tvíhöfða dýr önnur en stökkbreytt afbrigði?
Undir venjulegum kringumstæðum hafa öll dýr sem á annað borð eru með höfuð aðeins eitt. Frávik frá þessu eru vegna stökkbreytinga. Fundist hafa dýr eins og þessi naðra af tegundinni Elaphe scalaris sem geta þrifist með tvo hausa. Hún fannst á Spáni og var þá orðin tveggja mánaða gömul og hafði náð 20 cm lengd. ...
Er rangt að skjóta og drepa önnur spendýr?
Skotveiðar á spendýrum, öðrum en þeim sem við flokkum sem meindýr, hafa að mörgu leyti sérstaka stöðu í hugum fólks. Slíkar veiðar eru vissulega umdeildari heldur en stangveiði og skotveiðar á fuglum. En í hugum margra er það að skjóta villt spendýr síst verra heldur en að rækta dýr í litlum búrum og slátra, eins ...