Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1413 svör fundust
Hvað eru LIBOR-vextir?
Skammstöfun LIBOR stendur fyrir London Interbank Offered Rate. Hún vísar til þeirra vaxta sem bjóðast á lánum á millibankamarkaði í London. Reiknaðir eru LIBOR-vextir fyrir nokkra af helstu gjaldmiðlum heims. Sem dæmi má nefna að þann 24. febrúar 2005 voru LIBOR-vextir til eins mánaðar í evrum 2,10%, í pundum 4,85...
Hvað eru margar mállýskur í íslensku og hverjar eru þær?
Mállýskumunur er lítill hér á landi ef hann er til dæmis borinn saman við nágrannamálin norrænu, ensku eða þýsku þar sem algengt er að menn skilji ekki hver annan ef þeir nota mállýskur sínar í samtali. Því er ekki til að dreifa hér á landi og þess vegna er því stundum haldið fram að íslenska sé án mállýskna. Ý...
Hver er orðaforði íslenskrar tungu og hver er orðaforði fullorðins einstaklings að jafnaði?
Um orðaforða íslenskrar tungu má lesa í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað eru til mörg orð í íslensku?. Með orðaforða einstaklings er átt við þau orð sem hann hefur á valdi sínu. Greint er á milli virks orðaforða og óvirks. Með virkum orðaforða er átt við þau orð sem einstaklingur notar en til óvirks ...
Hvað eru að jafnaði mörg atkvæði í orði í íslensku ritmáli?
Mér vitanlega hefur ekki verið gerð á því aðgengileg könnun hversu mörg atkvæði orð í íslensku hafa að meðaltali. Aftur á móti rannsakaði Magnús Snædal dósent hversu mörg atkvæði geti verið í orði og birti hann niðurstöður sínar í tímaritinu Íslenskt mál 14:173-207 undir heitinu „Hve langt má orðið vera”. Könnun h...
Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?
Þetta er góð spurning! Það er alveg rétt hjá spyrjanda að til að fá að taka upp evru þarf að uppfylla tiltekin skilyrði sem fela í sér að ná þarf góðum tökum á peningamálum og ríkisfjármálum áður. Skilyrðin nefnast Maastricht-skilyrðin og lesendum er bent á að kynna sér þau. Evrumyntir. Benda má þó á að ákvörð...
Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?
Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytingun...
Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi?
Rómverskir peningar Elsti peningur sem fundist hefur á Íslandi – svo ekki verði brigður bornar á – er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í borginni Cyzicus í Litlu-Asíu á árunum 270-75 e. Kr. Hann fannst í húsarústum á Bragðavöllum í Hamarsfirði árið 1933 en 1905 hafði fundist þar annar rómverskur peningu...
Hvernig mundi verðbólga hafa áhrif á íslenskan efnahag ef Ísland væri aðili að ESB og notaði evru í stað krónu?
Áhrifin af verðbólgu yrðu í raun svipuð þeim sem nú eru til staðar með krónuna sem gjaldmiðil. Hins vegar yrði líklega erfiðara að mæta þeim áhrifum ef Íslendingar hefðu ekki lengur yfir eigin gjaldmiðli að ráða. Einmitt þess vegna er mikilvægt að verðbólga á Íslandi lækki, í sögulegu samhengi séð, gefi Íslendinga...
Hver er uppruni íslenska spaðafaldsins eða skauts í íslenska faldbúningnum?
Spaðafaldurinn er frá seinni hluta 18. aldar. Á vef Þjóðbúningaráðs er honum lýst svona: Hann var úr hvítu lérefti sem var nælt með títuprjónum yfir pappa eða vír. Spaðinn var breiðastur fremst og mjókkaði aftur og niður í faldfótinn sem var festur við litla lérefts- eða prjónahúfu. Utan um faldfótinn og húfuna va...
Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans?
Spurningi í fullri lengd hljóðar svona: Hvers vegna styrkist gengi íslensku krónunnar við aukið innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands? Gjaldeyrir kemur inn í landið þegar erlendir aðilar kaupa vöru eða þjónustu af innlendum aðilum. Hinir erlendu aðilar greiða með gjaldeyri. Ísle...
Ef gullið sem vitringarnir þrír gáfu Jesú Kristi hefði verið sett í banka, hversu mikils virði væri það í dag?
Ýmis vandkvæði eru á að svara þessari spurningu. Einn vandinn liggur í því að ekki er ljóst hve mikið gull vitringarnir þrír færðu Jesú. Annar vandi liggur í því að ekki er augljóst hvaða vexti ætti að miða við til að reikna út hvernig gullið hefði ávaxtast í 2000 ár. Engu að síður er vandalaust að leika sér m...
Hvert er hlutverk seðlabankastjóra?
Stjórn Seðlabanka Íslands er í höndum þriggja manna sem allir eru titlaðir seðlabankastjórar. Þeir mynda svokallaða bankastjórn og er einn þeirra formaður stjórnarinnar. Bankastjórnin hefur yfirumsjón með rekstri bankans og fer með vald til ákvarðana í öllum málum hans nema annað sé tiltekið í lögum. Forsætisráðhe...
Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali? Okkur hefur verið sagt hér áður fyrr að það væri hagkvæmara fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki svo sem sjávarútveginn að hafa tiltölulega veika krónu, þannig fengju fyrirtækin fleiri krónur...
Hvaðan kemur íslenska sauðféð?
Upphafleg spurning var: „Hvaðan kemur íslenska sauðféð, er það frá Írum eða Norðmönnum o.s.frv. og hvernig er það blandað?"Það voru landnámsmennirnir sem komu með fyrsta sauðféð til landsins frá Noregi fyrir meira en 1100 árum. Fræðimenn telja að það hafi ekki verið margt í upphafi en fjölgað sér mjög hratt fy...
Geta verðbætur talist tekjur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Geta verðbætur talist tekjur? Verðbótum er ætlað að halda verðgildi upphæðar sem lögð er inn á reikning. Ef ég legg inn andvirði einnar brennivínsflösku í dag þá á ég að geta keypt eina slíka þegar ég seinna tek upphæðina út jafnvel í óðaverðbólgu. Getur það að bankinn bæti mér u...