Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 261 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver drap Snorra Sturluson?

Snorri Sturluson fæddist í Hvammi í Dölum árið 1178 og var veginn í Reykholti árið 1241. Hann var mikill stjórnmálamaður, fræðimaður og eitt merkasta skáld Íslendinga en hann skrifaði meðal annars Heimskringlu og Eddu. Sumir fræðimenn telja hann einnig höfund Egils sögu. Snorri var sonur Hvamm-Sturlu og t...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru ljóseindir í öllu ljósi og er hægt að nota ljóseindir sem orkugjafa?

Þessi spurning virðist byggja á þeirri hugmynd að ljós og ljóseindir séu tvennt aðskilið. Svo er ekki. Segja má að ljós sé straumur ljóseinda, þótt í sumum tilvikum sé betra að lýsa því sem bylgju (sjá nánar í þessu svari eftir Kristján Leósson). Varðandi seinni hluta spurningarinnar má benda á að í grunninn er...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru ekki 100.000.000.000 stjörnukerfi í okkar vetrarbraut?

Eins og Sævar Helgi Bragason og Tryggvi Þorgeirsson segja frá í svari sínu við spurningunni Hvað eru margar stjörnur í geimnum? er talið að fjöldi stjarna í Vetrarbrautinni sé 100-400 milljarðar. Hins vegar er ekki þar með sagt að stjörnukerfi, eða sólkerfi, í Vetrarbrautinni séu svona mörg. Eins og Þorsteinn V...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er jörðin ekki skrifuð með stórum staf eins og Júpíter?

Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um þetta í svari sínu við sömu spurningu. Þar segir meðal annars:Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið Hvítserkur?

Fjallið Hvítserkur (Röndólfur). Merking orðsins hvítserkur er ‘hvítur kyrtill (ermalaus eða ermastuttur)’. Hvítserkur sem örnefni er notað um eitthvað sem líkist slíku fati. Þannig heita eftirfarandi náttúrufyrirbæri Hvítserkur: Foss í Fitjaá í Skorradal í Borgarfirði (Annálar 1400-1800. Reykjavík 1940. IV:96...

category-iconHeimspeki

Er hægt að nota orðið "þverfaglegt" án allra útskýringa?

Vissulega er hægt að nota orðið þverfaglegt án þess að skýra það frekar. Í sumum tilvikum gæti útskýring jafnvel spillt fyrir, til dæmis ef einhver vildi nota orðið til að slá um sig í þeirri von að viðmælendur vissu ekki hvað orðið þýddi. En vilji maður nota það til að gera sig skiljanlegan þá er eins víst að úts...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er Reykjanes það sama og Suðurnes?

Áður fyrr var skýr munur á Reykjanesi og Suðurnesjum. Árni Magnússon handritasafnari gerir grein fyrir þessu í riti sínu Chorographica Islandica. Hann segir um Reykjanes: Fyrir vestan Grindavík, milli hennar og Hafna, er Reykjanes, hraunvaxið land og brunnið og graslaust að fráteknu Grasfelli (so heitir eitt fell...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getið þið sagt mér um ævi Nikulásar Kópernikusar?

Nikulás Kópernikus fæddist 19. febrúar 1473 í borginni Torun sem nú er ekki fjarri miðju Póllands. Borgin var í Hansasambandinu á þessum tíma, mikilvæg viðskiptamiðstöð og vellauðug. Átján ára að aldri fór Kópernikus til náms við háskólann í Krakow, en hann er meðal elstu háskóla í Evrópu og naut mikillar virði...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Eru til manneskjur á plánetum í öðrum sólkerfum sem eru eins og við erum í útliti?

Þó ekki séu til staðfest dæmi um líf á öðrum hnöttum þá útiloka vísindamenn ekki að líf sé að finna utan jarðarinnar. Nánar má lesa um þetta í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? Þorsteinn hefur einnig svarað spurningunni Búa grænar geimverur á Mars?...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða fyrirbæri á himninum skín svona skært á kvöldin um þessar mundir?

Það er reikistjarnan Venus sem er bjartasta stjarnan á himninum á kvöldin frá janúar og fram í síðari hluta marsmánaðar vorið 2009. Sagt er að hún sé kvöldstjarna því hún er á lofti við sólarlag og sest nokkru síðar. Meira má lesa reikistjörnuna Venus í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Sést Venu...

category-iconEfnafræði

Hvort skal nota -ín eða -íum í endingum á heitum frumefna?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:hafnín -s, hafníum -s HK eðlis/efnafr. Er rétt að nota þessi íslenskuðu form á heitum efna en ekki -íum-formin? Eða ber að nota hvort tveggja, til dæmis við samningu orðabóka? Orðanefnd Eðlisfræðifélagsins tók þá ákvörðun á sínum tíma að hafa -ín-myndirnar í sinni orðaskrá:...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða vikudagur var 24. des. 1961?

Hér er einnig svarað spurningu Þóreyjar Árnadóttur: „Á hvaða vikudegi voru 13. maí 1978 og 13. desember 1979?” Í fyrra birtum við svar við spurningunni „Hvað er fingrarím?”. Þar er bent á leiðbeiningar sem Þorsteinn Sæmundsson hefur tekið saman, um hvernig finna má vikudag sem tiltekinn mánaðardag ber upp á...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er langt til næstu stjörnu fyrir utan sólkerfið okkar og í hvaða sólkerfi er hún?

Sú stjarna sem er næst okkar sólkerfi er fjölstirnið Alfa í Mannfáknum en hún er í 4,3 ljósára fjarlægð frá jörðu og þó undarlegt virðist færist hún á 20-25 kílómetra á sekúndu hraða í átt til okkar. Eftir 2400 ár verður fjölstirnið þess vegna komið 0,2 ljósárum nær en það eru núna, þá verður það í 4,1 ljósára fja...

category-iconHugvísindi

Getið þið bent mér á heimildir um Tyrkjaránið og Tyrkja-Guddu?

Í Gegni sem er samskrá um safnakost íslenskra safna eru 69 færslur sem þar sem 'tyrkjaránið' kemur fyrir. Með því að smella á þennan tengil er hægt að skoða fyrstu tíu færslurnar og með því að smella á örina eða 'næstu' á síðunni er hægt að sjá næstu 10 færslur. Bækurnar og annað efni sem vísað er til fást ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig sýndi Darwin fram á þróunarkenninguna?

Charles Darwin (1809-1882) var ungur og óreyndur guðfræðingur með áhuga á náttúrufræði þegar hann réð sig sem náttúrufræðingur í leiðangur kringum hnöttinn með skipi hennar hátignar, The Beagle eða Veiðihundinum. Áhöfn skipsins var ætlað að gera ýmiss konar athuganir og mælingar í ferðinni sem stóð yfir frá 1831-1...

Fleiri niðurstöður