Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 526 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er norðlenska flokkuð sem hreimur eða mállýska?

Þegar talað er um „norðlensku“ er venjulega átt við ákveðin einkenni í framburði, einkum svokallað harðmæli og raddaðan framburð. Harðmæli felst í því að bera lokhljóðin p, t og k fram fráblásin inni í orðum, t.d. æpa, vita, vaka ([aiːpʰa], [vɪːtʰa], [vaːkʰa]), í stað ófráblásinn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr var tiktaalik?

Tiktaalik roseae, héðan í frá kallað tiktaalik, var forn hryggdýrategund sem fannst í jarðlögum frá seinni hluta devontímabilsins (fyrir 410-360 milljón árum). Tiktaalik var merkilegt dýr, eins konar millistig milli fiska með holduga ugga (kallaðir holduggar) og frumstæðra ferfættra dýra, sem sagt bæði fiskur og l...

category-iconStærðfræði

Einn er lítil tala en milljón stór, hvenær verða tölurnar stórar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Einn er lítið, milljón er mikið, en hvenær byrjar mikið? Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Ef við gefum okkur fyrst að forsenda spyrjanda sé rétt, það er að einn sé lítil tala og milljón stór tala, þá finnst engu að síður engin ein tala á bilinu einn ti...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað var danska einokunarverslunin og hvað stóð hún lengi yfir?

Svonefnd einokunarverslun Dana stóð yfir á Íslandi í 185 ár eða frá 1602 til 1787. Markmiðið með einokunarversluninni var fyrst og fremst að styrkja danska kaupmenn gegn þýskum og enskum kaupmönnum, sér í lagi svonefndum Hansakaupmönnum sem höfðu á þessum tíma góð tök á verslun við Ísland. Vorið 1602 veitti Kr...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er Talmúð?

Orðið Talmúð þýðir „að læra“ á hebresku en vísar yfirleitt til safnrits margra bóka með lögum og margvíslegum túlkunum og útskýringum á ýmsum laga- og ritningargreinum. Næst á eftir Biblíunni, sem hjá gyðingum tekur aðeins til Gamla testamentisins, er Talmúð mikilvægasta rit gyðingdóms. Þetta mikla safnrit innihel...

category-iconHeimspeki

Hvað er akademískt frelsi?

Í allri umræðu um háskóla er hugtakið „akademískt frelsi“ ákaflega áberandi. Sérstaklega er það áberandi í þeim textum sem háskólar skilgreina sig sjálfir út frá. Það er augljóst að þeir telja þessa gerð frelsis vera eitt sitt mikilvægasta gildi og blasir það því við þar sem skólarnir eru kynntir. Það er þó ekki a...

category-iconSálfræði

Hvers vegna eru sumir með svona mikil læti eða hávaða?

Hegðun manna ræðst bæði af skapgerð og aðstæðum. Úthverft fólk leitar frekar í hávaða en aðrir, jafnvel til að viðhalda eðlilegu örvunarástandi; slík er skapgerð þeirra. En hávaði og ærslagangur getur átt upp á pallborðið hjá flestum við einhverjar aðstæður og vísar ekki á skapgerðareiginleika. Haldið fyrir eyr...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?

Hugmyndir um mannlegt eðli, og þá hugsanlega ólík og jafnvel ósættanleg eðli karla og kvenna, eru ævagamlar. Þær gengu jafnvel svo langt að fela í sér að nánast væri um tvær aðgreindar tegundir fólks að ræða. Tvíhyggjuhugmyndir af þessu tagi hafa einkennt vestræna hugsun allt frá Grikklandi hinu forna og fram á þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr því að að „svarti kassinn” í flugvélum eyðileggst ekki, af hverju er þá ekki öll flugvélin úr sama efni?

Ef reynt væri að gera stórar flugvélar úr þykku stáli eins og hylkin utan um flugritana er hætt við að þær gætu ekki flogið vegna þyngsla. Ef við hugsum okkur samt að þær kæmust á loft er óvíst að farþegum yrði vært inni í slíkum flugvélum, til dæmis vegna gluggaleysis. Sömuleiðis er óljóst að farþegarnir yrðu í r...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vatnsrof?

Í kennslubók Þorleifs Einarssonar Jarðfræði: saga bergs og lands (1. útg., 1968) er skilgreint hvað átt er við með hugtökunum veðrun og rof. Þar segir:Molnun og tæring bergs á staðnum nefnist veðrun. Venjulega verða þó bergmylsna og uppleyst efni ekki lengi kyrr á veðrunarstaðnum, heldur flytjast þau burt, t.d. me...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Drakúla?

Drakúla er þekktastur sem sögupersóna í samnefndri skáldsögu írska rithöfundarins Bram Stokers (1847-1912). Sagan Drakúla kom fyrst út árið 1897 og er að mestu í bréfaskáldsöguformi, en dagbókarbrot, blaðafrásagnir og skeyti drífa frásögnina einnig áfram. Bréfaskáldsagan á rætur að rekja til 18. aldar og af slíkum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar vefsíður á netinu?

Þessari spurningu má með réttu líkja við spurninguna Hvað eru mörg sandkorn í heiminum? Þegar fengist er við þá spurningu má þó vera ljóst að sandkornin eru endanlega mörg en þegar rætt er um vefsíður er það ekki ljóst og raunar má segja að þær séu óendanlega margar. Síðustu ár hafa vinsældir forritunarmála á...

category-iconFöstudagssvar

Hvað þýðir Bimbi rimbi rimm bamm?

Í orðunum bimbi rimbi rimm bamm er að finna margbreytileika mannlífsins, skala stórbrotinna tilfinninga, átök góðs og ills, efann og vissuna, þekkingarþrána, ástríðuna og neyðina. Því er ekki nema von að við leggjumst í vangaveltur yfir tilvist okkar og spyrjum: “Hvað þýðir bimbi rimbi rimm bamm?” Fyrst skulum ...

category-iconLandafræði

Hverjir ákveða götunöfnin og eftir hverju fara þau?

Ýmislegt skemmtilegt og áhugavert er að segja um götunöfn í borgum og sögu þeirra, þar á meðal af því hvernig þau hafa orðið til á hverjum tíma og stað. Götunöfn í Reykjavík eru ágætt dæmi um þetta en þróun þeirra hefur fylgt svipuðum mynstrum og í ýmsum öðrum borgum eða þéttbýliskjörnum, þótt einstök skref í þróu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvenær byrja börn að ljúga?

Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...

Fleiri niðurstöður