Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru sumir með svona mikil læti eða hávaða?

Sigurður J. Grétarsson

Hegðun manna ræðst bæði af skapgerð og aðstæðum. Úthverft fólk leitar frekar í hávaða en aðrir, jafnvel til að viðhalda eðlilegu örvunarástandi; slík er skapgerð þeirra. En hávaði og ærslagangur getur átt upp á pallborðið hjá flestum við einhverjar aðstæður og vísar ekki á skapgerðareiginleika.


Haldið fyrir eyrun vegna hávaða.

Hvers vegna er einn svona, en annar hinsegin? Þessi spurning hefur getið af sér viðamiklar rannsóknir og tilheyrandi umræðu meðal sálfræðinga allan síðari hluta tuttugustu aldar. Umfjöllun um efnið, og rannsóknir þar að lútandi, eru meðal þess athyglisverðasta sem félags- og skapgerðarsálfræði hefur fengist við – þó að niðurstöður séu ekki ávallt afdráttarlausar og óumdeildar frekar en í öðrum vísindum.

Eitt af því sem sálfræðingar hafa fengist við er að uppgötva eða finna upp flokkunarkerfi sem dugar til að flokka skapgerðareinkenni fólks. Hvernig er hægt að flokka manngerðir á traustan hátt þannig að flokkunin standist tímans tönn? Hver eru náttúrleg einkenni skapgerðar og hvað eru stundarfyrirbrigði, sem umhverfi laðar fram hverju sinni?

Hér má nefna tvennt sem má telja til athyglisverðra niðurstaðna af þessum vettvangi. Hið fyrra er að flest fólk ofnotar skapgerðarlýsingar og vanmetur áhrif umhverfis, þegar það reynir að skýra hegðun annarra. Þegar venjuleg manneskja sér pilt með háreysti í sundlaugunum er miklu líklegra að hún hugsi með sér: "Þarna fer einn óróaseggurinn, sá verður gripur þegar hann eldist," – heldur en að hugsa: "Svona láta strákarnir stundum í sundlaugum – ætli það séu stelpur nálægt?" Með öðrum orðum er fólki að öllu jöfnu tamara að finna hagstæða stimpla á aðra en að skilja hegðun þeirra með hliðsjón af aðstæðum.

Síðari niðurstaðan, sem hér er rétt að hafa orð á, er að þegar skapgerðarlýsingar úr daglegu máli eru athugaðar, greindar, flokkaðar og samþjappaðar, þá snúast þær – þegar öllu er á botninn hvolft – um tiltölulega fáa eiginleika. Sumir segja milli tíu og tuttugu, margir sem leggja orð í belg segja fimm, og hörðustu samþjappararnir segja að víddirnar eða flokkunarspurningarnar séu tvær til þrjár, og samsvarandi flokkar fjórir til átta. Hvort þessi aðferð dugi til þess að finna náttúrlega flokka er önnur saga og umdeild.

En það sem hér skiptir máli er að þegar litið er á fræðilega skapgerðarflokkun, jafnvel frá Hippókratesi til vorra daga, verður alltaf fyrir einn flokkur, eða flokkunareiginleiki, sem tekur til þeirra sem eru hressari og málglaðari en aðrir, og leita líka gjarnan frekar í spennu en aðrir. Hans Eysenck sálfræðingur kallar þetta fólk úthverft, extrovert á ensku. Mælingar á skynjun þessa fólks sýna að það hefur hærri sársauka- og óþægindaþröskuld en aðrir. Það sættir sig til dæmis við meiri hávaða en aðrir og sumir þeirra sækja jafnvel sérstaklega í hávaða, að því er virðist bara til að viðhalda venjulegu örvunarástandi.

Gera má ráð fyrir því að þennan mun á fólki megi að nokkru eða verulegu leyti rekja til munar á líffræðilegum eiginleikum frá einum til annars, líkt og að sumir verða hávaxnari en aðrir, sumir eru óvenju sprettharðir og aðrir óvenju glaðlyndir. Um líffræðilegan breytileika af þessu tagi má meðal annars lesa í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki?

Spurningin sem spyrjandi spyr er harla almenn og svarið dregur dám af því. Látum nægja að vekja athygli á hvorum tveggju niðurstaðnanna hér að ofan. Stundum er fólk með hávaða af því að aðstæður laða þær fram. Það er gaman að garga og æpa með hinum strákunum í bergmálandi sundhöll þegar maður er þrettán ára og stelpurnar eru nýkomnar. En aðstæður skýra ekki allt. Sumir virðast einfaldlega þannig gerðir að þeim finnst það ekki hávaði þó menn kallist á með nokkrum fyrirgangi.

Mynd: Once upon a mattress. Mount Baker Drama.

Höfundur

Sigurður J. Grétarsson

prófessor í sálarfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.6.2000

Spyrjandi

Kári Gautason, f.1989

Tilvísun

Sigurður J. Grétarsson. „Hvers vegna eru sumir með svona mikil læti eða hávaða?“ Vísindavefurinn, 17. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=531.

Sigurður J. Grétarsson. (2000, 17. júní). Hvers vegna eru sumir með svona mikil læti eða hávaða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=531

Sigurður J. Grétarsson. „Hvers vegna eru sumir með svona mikil læti eða hávaða?“ Vísindavefurinn. 17. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=531>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru sumir með svona mikil læti eða hávaða?
Hegðun manna ræðst bæði af skapgerð og aðstæðum. Úthverft fólk leitar frekar í hávaða en aðrir, jafnvel til að viðhalda eðlilegu örvunarástandi; slík er skapgerð þeirra. En hávaði og ærslagangur getur átt upp á pallborðið hjá flestum við einhverjar aðstæður og vísar ekki á skapgerðareiginleika.


Haldið fyrir eyrun vegna hávaða.

Hvers vegna er einn svona, en annar hinsegin? Þessi spurning hefur getið af sér viðamiklar rannsóknir og tilheyrandi umræðu meðal sálfræðinga allan síðari hluta tuttugustu aldar. Umfjöllun um efnið, og rannsóknir þar að lútandi, eru meðal þess athyglisverðasta sem félags- og skapgerðarsálfræði hefur fengist við – þó að niðurstöður séu ekki ávallt afdráttarlausar og óumdeildar frekar en í öðrum vísindum.

Eitt af því sem sálfræðingar hafa fengist við er að uppgötva eða finna upp flokkunarkerfi sem dugar til að flokka skapgerðareinkenni fólks. Hvernig er hægt að flokka manngerðir á traustan hátt þannig að flokkunin standist tímans tönn? Hver eru náttúrleg einkenni skapgerðar og hvað eru stundarfyrirbrigði, sem umhverfi laðar fram hverju sinni?

Hér má nefna tvennt sem má telja til athyglisverðra niðurstaðna af þessum vettvangi. Hið fyrra er að flest fólk ofnotar skapgerðarlýsingar og vanmetur áhrif umhverfis, þegar það reynir að skýra hegðun annarra. Þegar venjuleg manneskja sér pilt með háreysti í sundlaugunum er miklu líklegra að hún hugsi með sér: "Þarna fer einn óróaseggurinn, sá verður gripur þegar hann eldist," – heldur en að hugsa: "Svona láta strákarnir stundum í sundlaugum – ætli það séu stelpur nálægt?" Með öðrum orðum er fólki að öllu jöfnu tamara að finna hagstæða stimpla á aðra en að skilja hegðun þeirra með hliðsjón af aðstæðum.

Síðari niðurstaðan, sem hér er rétt að hafa orð á, er að þegar skapgerðarlýsingar úr daglegu máli eru athugaðar, greindar, flokkaðar og samþjappaðar, þá snúast þær – þegar öllu er á botninn hvolft – um tiltölulega fáa eiginleika. Sumir segja milli tíu og tuttugu, margir sem leggja orð í belg segja fimm, og hörðustu samþjappararnir segja að víddirnar eða flokkunarspurningarnar séu tvær til þrjár, og samsvarandi flokkar fjórir til átta. Hvort þessi aðferð dugi til þess að finna náttúrlega flokka er önnur saga og umdeild.

En það sem hér skiptir máli er að þegar litið er á fræðilega skapgerðarflokkun, jafnvel frá Hippókratesi til vorra daga, verður alltaf fyrir einn flokkur, eða flokkunareiginleiki, sem tekur til þeirra sem eru hressari og málglaðari en aðrir, og leita líka gjarnan frekar í spennu en aðrir. Hans Eysenck sálfræðingur kallar þetta fólk úthverft, extrovert á ensku. Mælingar á skynjun þessa fólks sýna að það hefur hærri sársauka- og óþægindaþröskuld en aðrir. Það sættir sig til dæmis við meiri hávaða en aðrir og sumir þeirra sækja jafnvel sérstaklega í hávaða, að því er virðist bara til að viðhalda venjulegu örvunarástandi.

Gera má ráð fyrir því að þennan mun á fólki megi að nokkru eða verulegu leyti rekja til munar á líffræðilegum eiginleikum frá einum til annars, líkt og að sumir verða hávaxnari en aðrir, sumir eru óvenju sprettharðir og aðrir óvenju glaðlyndir. Um líffræðilegan breytileika af þessu tagi má meðal annars lesa í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki?

Spurningin sem spyrjandi spyr er harla almenn og svarið dregur dám af því. Látum nægja að vekja athygli á hvorum tveggju niðurstaðnanna hér að ofan. Stundum er fólk með hávaða af því að aðstæður laða þær fram. Það er gaman að garga og æpa með hinum strákunum í bergmálandi sundhöll þegar maður er þrettán ára og stelpurnar eru nýkomnar. En aðstæður skýra ekki allt. Sumir virðast einfaldlega þannig gerðir að þeim finnst það ekki hávaði þó menn kallist á með nokkrum fyrirgangi.

Mynd: Once upon a mattress. Mount Baker Drama....